Vikan


Vikan - 08.02.1968, Side 18

Vikan - 08.02.1968, Side 18
Hin uom GROF — Kærar þakkir, muldraSi hún. Hún heyrði hann setja vél- ina í gang og gefa rösklega og mölina spýtast, þegar hann lagði af stað í litla, svarta Mercedes Benz bílnum sínum. Hún fór aftur í gráu draktina, hengdi gamla sundbolinn henn- ar Lucille inn í steypibaðsklef- ann, hressti upp á andlitið og greiddi sér og gekk þannig frá lásnum að bakdyrnar læstust, þegar hún skellti þeim. Svo gekk hún út á sólsvalirnar og leit norður eftir vatninu. Laufin voru svo haustlit að þau voru komin yfir sinn allra fegursta svip. Það var tekið að móta fyr- ir fyrstu auðu greinunum, í þessu hafi appelsínugulra og brúnna lita. Uppi á hæðinni bar eikurnar og rauðgrenið dökk- grænt móti fölum litum hausts- ins. Við endann á vatninu, níu mílur í burtu, lá borgin Portú- gal, ósýnileg í síðdegismistrinu. Ellefu þúsund manns. Þar sem eitthvað hafði gerzt hjá Lucille Phelps. Það var þar sem ekkert sérlegt hafði gerzt hjá Bonny Yates í langan, langan tíma. Hún hugsaði aftur til sektar sinnar, í von um að hún gæti kryddað tilveruna, en fann að- eins til daufra vonbrigða yfir því að þurfa að fara heim fyrr en hún hafði ætlað sér — og gremju í garð Kelseys, fyrir að verða svona æstur út af Lucille, en að láta sig engu varða um hana. Það endaði fyrir Skip Kimber- ton þegar Lucille dó. Hann vissi að þetta var endirinn, en ekki hvernig hann átti að bregðast við því. Daginn eftir sat hann saman skroppinn í armstól úr ljósri eik í skrifstofu Harvey Walmo, sériffsins í héraðinu. Walmo hristi stórt höfuðið dapurlega og sagði kvartandi: — Skip, ég veit að hvorugum okkar er ánægja af því, en ég verð að grugga upp hvað hún gerði í gær, svo ég geti lagt eitt- hvað af viti fyrir líkskoðunar- réttinn. Þú þarft ekki að segja mér, að ég myndi ekki vera sériff hér, ef það væri ekki þín vegna, ég veit það. En ég er sériff og ég ætla að vera góður sériff. Ég legg að mér við það. Ég veit, að það er sennilega ekki hægt að sanna það, en það er almannamál, að þú og hún hafi haft félagsskap saman. — Almanna mál, sagði Skip Kimberton. — Þetta var fallega orðað. Þú og ég höfum verið vinir lengi, Harv. Hún var mín kona. Að eilífu. Ef til vill vissi hún ekki ennþá að það var að eilífu, en ég vissi það. Skip 18 VIKAN 6' tbl- Kimberton var langur, sina og beinaber með föl augu, hrukk- ótt og kaldhæðnislegt andlit. Hann var í teinóttum gallabux- um, kakískyrtu, gömlum tvíd- jakka með ræfilslegan hatt. En þótt hann væri kæruleysislega klæddur og lægi þarna eins og slytti í stólnum var eitthvað stórmannlegt við hann, án þess að hann reyndi til þess. — Ég varð hissa, þegar ég heyrði þennan orðróm fyrst, sagði sériffinn. Kimberton glotti hákarls- glotti, gleðilausu. — Það kom okkur á óvart líka, ef svo mætti segja. Ég þekkti hana áður en hún hljóp frá manninum en ekki meira en svo að ég lét mér nægja að kinka kolli til hennar, þegar við sáumst. Ég átti engan þátt í því að hún stakk af. Fyrir mér var hún bara ein enn af þessum ungu eiginkonum í hópnum. Þessum unga hjóna- flokki sem tekur lífinu létt. Phelps, Yates og hinir . þú þekkir hópinn. Stúlka sem Phelps flutti hingað frá Boston, ofurlítið fallegri en hinar kann- ske, en ekkert fyrir mig. — Hversvegna stakk hún hann af? — Þótt öllum kunni að virðast það einkennilegt gat hún ekki samið sig að þeirra siðum. All- ur þessi hópur eiginmanna og eiginkvenna hefur þekkst síðan þau voru lítil böm. Ég vil ekki beinlínis segja að þar séu tíðkuð kvennaskipti, Harv, en þau eru laus á kostunum. Og Lucille var einfaldlega ekki laus- lát. Það skiptir engu hvað fólk segir um hana núna. Fimm hjón flugu saman til Miami, fyrir næstum ári. Hún kom að manni sínum með Lornu Keaver. Og af- gangurinn af hópnum gaf henni greinilega í skyn, svo ekki varð um villzt, að ef hún væri sár, gæti hún náð sér niðri á Kelsey með Stu Keaver. Hún sagðist hafa ógeð á því. Hún flaug ein heim og flutti burt. Það var öllu lokið hvað hana snerti. En Kelsey Phelps kom vælandi á eftir henni og grát- bað hana, svo hún samþykkti skilnað að borði og sæng í eitt ár. Ef hún væri sama sinnis að ári liðnu, ætlaði hún að sækja um lögskilnað. Árið var liðið í lok næsta mánaðar, og hún ætl- aði að skilja við hann að fullu. — Vissi hann það? — Það myndi ég segja. Hvort sem hann viðurkenndi það fyrir sjálfum sér eða ekki. Og það hefði þýtt mikið uppgjör milli hans og pabba hans. John gamli Phelps hafði gefið Kelsey síð- asta tækifærið til að taka sig á. Eftir því sem Lucille sagði mér hafði Phelps gamli sett Kelsey úrslitakosti, þegar hann og mamma Kelsey fóru í ágúst síðastliðnum í ferðalag umhverf- is hnöttinn. Þá yrði Kelsey að standa sig eða honum yrði hent út, svo að segja. Sem betur fór hefur gamli maðurinn gott og tryggt fólk í kringum sig. Kelsey átti að reka verksmiðjuna. Síð- an í ágúst þori ég að veðja að hann hefur ekki verið þar tíu klukkutíma á viku að meðaltali. — Hvernig kynntistu henni, Skip? Eftir að hún stakk mann- inn af? — Hún kom til mín. Með þess- um fáu aurum, sem Phelps gaf henni til að lifa af, og því sem hún vann sér inn fyrir að vinna fyrir Nile lækni, tókst henni að skrimta frá degi til dags. En móðir hennar var veik og hana langaði að senda peninga heim og hún átti bankabók, sem hún gat tekið fé út úr. Þú veizt hvaða orð fer af mér. Ég sagði henni að ég fengist ekki við að ávaxta fé fyrir fólk. Ég hef sennilega verið eitthvað óþægilegur eða hún í uppnámi. Hvernig sem það var fór hún að gráta og einkar vonleysislega. Og var bálreið sjálfri sér fyrir að gráta. Ég þóttist sjá að hún væri meira en fallegt andlit og ljóst hár. Það endaði með því að ég lét hana hafa hlut í vöruhúsahring' í Beech County, hluta af eign míns fyrirtækis, og það færði henni þegar frá upphafi níutíu dollara á mánuði í aðra hönd. Þetta var í janúar síðastliðnum, Harv. Tveimur mánuðum eftir að hún yfirgaf Kelsey. Við urðum vinir. Orðsveipurinn fékk byr undir báða vængi meðan við vorum ekkert nema góðir vinir, og ég sver að hvorugt okkar hafði annað í huga. Ég fjörutíu og sjö ára, faðir uppkominna barna, giftra og horfinna, og hún tuttugu og sjö ára og mennt- aðri en ég hafði nokkurn tíma von um að verða. Harv, ég segi þér nú meira en ég ætlaði, vegna þess að ég þarf að segja ein- hverjum hvernig þetta var. Okk- ur féll vel að vera í félagsskap hvors annars. Við áttum auð- velt með að tala saman og hlóg- um mikið. Ég sagði henni ým- islegt um mig sem ég myndi aldrei segja nokkrum öðrum lif- andi manni. Svo í maí síðast- liðnum byrjuðu þessi skattvand- ræði mín og ég varð að fara og láta yfirheyra mig og svara alls- konar spurningum og getsökum dag eftir dag. Það rigndi og rigndi og það var augljóst að þessa menn langaði til að þjarma að mér og einhvern veginn hafði ég ekki löngun til að berjast við þá. Ég fann bara til tómleika og leiðinda og ég hringdi til henn- ar langlínusamtöl og reyndi að gera að gamni mínu, en það var léleg fyndni. Svo eitt kvöldið hringdi ég til hennar og reyndi að tala við hana, en allt í einu varð ég orðlaus og varð að leggja á. Ég fór út í rigninguna og fór að drekka, en það sveif ekki á mig og ég reyndi að dreifa tím- anum með því að fara í tvö kvikmyndahús, en hafði ekki eirð þar, nema í svo sem tuttugu mínútur í hvoru og um mið- næturleytið eigraði ég aftur heim á hótelið, og þá var hún þar í herberginu mínu, sat kvíðafull á versta stólnum með snyrti- töskuna sína á gólfinu við hlið- ina á sér, náföl og stóreyg, var- irnar skjálfandi og tárin streymdu niður fallegar kinn- arnar. Ég þarfnaðist hennar meira en ég hafði þarfnazt nokkurs áður í lífinu. Eins og drukknandi maður þarfnast ein- hvers til að halda sér í, svo hann sökkvi ekki. Og hún hafði fund- ið það. Þetta hefðu átt að vera mistök, Harv. Þó frekar fyrir hana en mig. En einhvern veg- inn var það ekki. Ég veit ekk- ert um ást, það er orð sem ég hélt að væri dautt fyrir mér, þegar Kitty dó, 1954. Það er orð, sem er hrapallega misnotað. Það eina sem ég veit er að ég ætlaði aldrei að vera án þess- arar stúlku, og ég mun sakna hennar meðan ég lifi. Eftir langa þögn ræskti Har- vey Walmo sig og sagði: — En dagurinn í gær, Skip? Skip Kimberton andvarpaði. — í gær. Nú, í fyrrinótt vorum við í kofanum mínum við Beetle Creek. Við höfðum báða bílana þar, vegna þess að ég varð að fara í viðskiptaerindum til Stanton og hún þurfti að fara til vinnunnar. Ég vildi að hún hætti að vinna ,en hún taldi að sér myndi ekki líða vel með það. Hún þáði smá gjafir og gaf mér smá gjafir, það var allt og sumt. Ég bjóst við að verða kominn hingað til borgarinnar um þrjú- leytið. Ég hafði verk að vinna. Hún átti frí eftir hádegið og ég sagðist myndu sækja hana um klukkan sex, þá ætluðum við að borða saman og fara svo í bíó. Ég kom aftur um þrjúleytið. Ég lagði bílnum mínum og sté út og fyrsti maðurinn sem ég sá var Charlie Best. Hann sagði mér það. Ég sá það sjálfur. Ég fór þangað sem þeir voru með hana og leit á hana. Ég gat gengið og talað og horft, en ég botnaði hvorki upp né niður í neinu. í Framhald á bls. 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.