Vikan


Vikan - 08.02.1968, Side 23

Vikan - 08.02.1968, Side 23
liéldi lífið áfram með mjög líkum hætti og áður. Þessi andlit sem störðu á hana i daufri skimunni, því öll kýraugun voru lokuð vegna kuldans, voru svo hræðilega venjuleg. Þarna stóðu þau, hvert um sig önnum kafið við að brjóta heilann um það sem hverju einu var efst i huga. Þau voru ólíkleg til að láta hana í frið til að hugsa sín eigin mál. — Jæja Dame Angelique, hélt Manigault áfram, ef þú finnur ekkert athugavert við hegðun þessara sjóræningja, er það gott fyrir þig, en hvað okkur snertir, höfum við áhyggjur af því hvað orðið hefur um Berne og við höfðum vonað að þú gætir gert eitthvað varðandi það. — Ég skal reyna að komast að því, sagði hún og stóð upp. — Vertu kyrr, mamma. Vertu kyrr, hrópaði Honorine, sem vildi ekki láta skilja sig eftir aftur svo klukkustundum skipti. Angelique fór út og leiddi Honorine með sér. Hún var varla komin út á þilfarið fyrr en hún rakst á Nicholas Perrot, sem sat á kaðalhrúgu og reykti pípu sína, en fyrir framan hann sat Indíáni með krosslagðar fætur og var að flétta sítt, svart hárið og hallaði höfðinu til hliðar, eins og stúlkubarn fyrir framan spegil. — Slæm nótt, sagði Kanadamaðurinn og leit til hennar. Angelique spurði sjálfa sig undrandi hve mikið hann gæti vitað. Svo gerði hún sér ljóst að hann átti aðeins við þá hættu, sem hafði steðjað að nóttina áður, milli stormsins og issins. Það leyndi sér ekki að öll áhöfnin hafði haft áhyggjur. — Var það svo slæmt? Þakkið guði fyrir að þér gerðuð yður ekki grein fyrir því og eruð enn á lífi, sagði hann og krossaði sig. — Þetta eru hættuleg höf að ferðast um, mér er orðið mjög í hug að sjá heimabyggð mina við Hudsonflóa aftur. Hún spurði hann hvort hann gæti gefið nokkrar upplýsingar um einn úr þeirra hópi, Maitre Berne, sem hefði horfið, þessa erfiðu nótt. Ég hef heyrt að honum hafði verið varpað í járn, fyrir agabrot. Herra minn Rescator er niðri í lestinni, nú sem stendur, að yfirheyra hann. Svo hún gat farið aftur og sagt hinum að vini þeirra hefði ekki verið varpað fyrir borð. Sjómennirnir komu með hinn óumflýjanlega súrkálskagga, saltkjöt, niðursoðnar appelsínur og sitrónur handa börnunum. Farþegarnir sett- ust upp til að matast. Máltíðirnar voru aðal skemmtiefni dagsins og svo gönguferðin eítir matinn. Einhver rétti Angelique skál og Honorine tók til óspilltra málanna við innihald hennar, eftir að hún hafði tæmt sína eigin. — Ætlar þú ekki að borða, mamma? — Af hverju þarftu alltaf að kalla mig mömmu í tima og ótíma? spurði Angelique spunastutt. Þú ert ek:ki vön því. Útundan sér heyrði hún samræðubrot: — Heyrðu Le Gall, ertu þess fullviss að við förum ekki framhjá eyj- unum út af Cap Verde? — Það get ég fullyrt. Við erum miklu norðar. Við erum raunar mjög norðarlega. .Ef við höldum áfram í þessa átt, hvar lendum við þá? — - Þá lendum við á þorska og hvalveiðisvæðunum. — Hæ, gaman, gaman. Við fáum að sjá hvali! hrópaði einn af litlu drengjunum og klappaði saman höndum af ánægju. — Og hvar endum við þá? — Það er erfitt að segja það. Kannske í Nýfundnalandi eða Nýja- Frakklandi. — Nýja Frakklandi, hrópaði kona bakarans. — En þá föllum við á nýjan leik í hendur þessum pápistum! Svo tók hún að skæla. — Eg er viss um að þessi glæpamaður hefur ákveðið að selja okkur öll. Haltu kjafti, heimskinginn þinn! greip Madame Manigault ákveðið fram í fyrir henni. — Ef þú hefðir vitund af heilbrigðri skynsemi, sæ- irðu það sjálf að jafnvel þótt hann sé glæpamaður, hefði hann ekki teflt á tvær hættur undir veggjum La Rochelle og fórnað þar akkeri, aðeins tii þess að selja okkur hinum megin við Atlantshafið. Angelique horfði steini lostin á Madame Manigault. Kona útgerðar- mannsins sat jafn slyttislega og hún var vön, á fötu á hvolfi. Það fór varla vel um þennan feita skrokk, á þessu óþægilega sæti, en engu að siður spændi hún í sig kássuna af gljábrenndum leirdiski með silfur- skeið. — Jæja, svo henni hefur heppnazt að fela þetta undir pilsum sinum, þegar við komum um borð, flaug Angelique í hug. En Manigault setti ofan í við hana, fremur illskulega. — Hvað á þetta að þýða, Sara! Þú þarft ekki að missa glóruna og hætta að greina á milli góðs og ills, þótt yfirmaður þessa skips hafi kosið að slá þér gullhamra — litla pjattrófan þín — með því að gefa þér þenn- an disk. Þú hefur hingað til verið heldur rökvísari. — Mín rökvísi er fullt eins góð og þín. Maður, sem sýnir að hann er mannþekkjari og hefur vit á að sýna þeim sem hann kýs að gera að vinum sínum, sérstaka kurteisi; ég segi ekki endilega að hann sé mað- ur, sem hægt sé að treysta, en ég held því fram að hann sé enginn bjáni. Svo snéri hún sér að Angelique með spurn i augum: — Og hvað held- ur þú, Dame Angelique? spurði hún. — Um hvern eruð þið að tala? spurði Angelique, sem hafði ekki fylgst nægilega með samtalinu. — Um Hann auðvitað, hrópuðu allar konurnar undir eins. Æðsta manninn á Gouldsboro............ Grímuklædda sjóræningjann ......... Þú þekkir liann, Dame Angelique, segðu okkur hver hann er. Angelique starði undrandi á þær. Að leggja slíka spurningu fyrir hana! Það var skær rödd Honorine sem rauf þögnina. — Ég vil fá prik. Ég ætla að drepa svarta manninn. Manigault yppti öxlum og leit upp í loftraftana, eins og hann vildi kalla þá til' vitnis um það hvað konur væru frámunanlega heimskar verur. — Hverju máli skiptir hver hann er. Það sem okkur ríður á að vita er livert hann ætlar með okkur. Geturðu sagt okkur það, Dame Angelique? — Hann fullvissaði mig um það, síðast í morgun, að við værum á leið til Vestur-India. Það er hægt að komast þangað nyrðri leiðina, engu síður en þá syðri. — Já, andvarpaði Manigault. — Hvað hefurðu að segja við Þvi, Le Gall, — Ég býst við því að það sé hægt. Það er ekki íjölfarin leið, en sé siðan siglt niður með amerísku ströndinni verður að lokum komið í Karabiska hafið. Ég er viss urn að skipstjóri okkar hefur fremur kosið þessa leið en hina, vegna þess að hún er fáfarnari. I sama bili kom dvergvaxni krypplingurinn og gaf þeim merki um að þau mættu fara út á þilfar. Fáeinar af konunum urðu eftir, til að taka til. \ Loks var Angeliquö ein og í næði. — Hvers vegna ætlarðu að fara að sofa, mamma? spurði Honorine, þegar Angelique fól andlitið í höndum sér. — Ó, láttu mig í friði. Smám saman var hún að ná sér eftir áfallið, sem hún hafði orðið fyrir. Þó þótti henni enn sem hún hefði fengið þungt högg aftan á hálsinn. Hún var smám saman að gera sér grein fyrir hinu raunveru- lega ástandi. Þetta hafði ekki gerzt eins og hún hafði ímyndað sér, en það myndi gerast. Eiginmaður hennar, sem hún hafði grátið svo mikið út af, var ekki lengur fjarlægur andi, í einhverju óþekktu og ótilkvæmilegu heimshorni, heldur hér, aðeins nokkur skref undan. í vitund hennar var hann ennþá „hann“. Hún gat ekki fengið af sér að hugsa um hann sem Joffrey, því hann virtist svo frábrugðinn þeim manni, sem hún hafði einu sinni kallað Því nafni, samt var hann ekki lengur Rescator, hinn dularfulli, ókunni maður, sem hún hafði laðazt svo að. Þessi maður elskaði hana ekki, hann unni henni ekki meir! — En hvað heí ég gert til að verðskulda að hann hætti að elska mig? Hversvegna tortryggir hann mig svo? Hef ég ávítað hann fyrir öll þau ár, þegar ég átti mér engan stað í lífi hans? Hvorki hann né ég óskuðum eftir þessum aðskilnaði, svo hversvegna getum við ekki þurrkað hann út og gleymt honum? En líklega verðum við að hugsa á allt annan hátt. Af einhverri ástæðu, ef til vill vegna Philippe eða konungsins, elskar hann mig ekki lengur ....... Og það sýnist jafn- vel verra en það, þvi það er ekki annað að sjá en að honum sé ná- kvæmlega sama um mig. Svo var hún allt. i einu gripin hræðilegum ótta: — Kannske ég sé orðin gömul?........Það hlýtur að vera það. Ég hlýt að hafa elzt allt i einu, þessar siðustu vikur, með allar áhyggjurnar og þreytuna, fyr- ir brottför okkar frá La Rochelie. Hún leit niður á sprungnar, hrjúfar hendur sínar, raunverulegar eldhúshendur: Þessar hendur myndu fylla hinn mikla fagurkera skelfingu. Angelique hafði aldrei lagt mikið upp úr útliti sínu. Að sjálfsögðu hafði hún sinnt um það og reynt að vernda það eins og hver önnur smekkvís kona, en hún hafði aldrei óttast að glata þvi. Þær gjafir sem guðirnir höfðu gefið henni, gjafir sem höfðu aflað henni svo mikils lofs, allt frá því að hún var barn; henni hafði alltaf þótt að þær myndu endast að eilífu. I fyrsta sinn á ævinni gerði hún sér allt í einu grein fyrir að hún kynni að glata þeim og hún þurfti að sannfærast. — Abigail, sagði hún og rauk til vinkonu sinnar, mjög æst. — Hefurðu spegil? — Já. Abigail hafði spegil. Þessi vísa stúlka, sem var öðrum ólik- legri til að leggja upp úr útliti sínu, var sú eina sem hafði látið sér Framhald á bls. 49. 6. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.