Vikan


Vikan - 08.02.1968, Page 26

Vikan - 08.02.1968, Page 26
André lagði eyrað fasf að vörum Rússans. Kúsnetof horfði vandlega ó það sem honum var sýnt, gekk svo að spegli og leit í hann. „Mjög hugvitsamlegt," sagði hann. „Þið fóið öll kennslustundir í framburði til að breyta tónhæð og hljóðfalli radda ykkar. Við kennum ykkur sögu Bandaríkjanna frá okkar sjónarmiði, djass, íþróttir, heimatilbúna brandara, allt mögulegt. Áður en árinu er lokið ætti að verða fullerfitt að geta sér þess til að þið hefðuð ekki átt hér heima mestalla ævina." Nordstrom opnaði möppu, sem innihélt myndir og teikningar af ný- tízku mótel. „Þetta eru upplýsingar fasteignasala um stórt mótel í Bakersfield, Kaliforníu. Núverandi eigandi hefur yfir tuttugu þúsund dollara á ári í hreinan gróða, fyrir utan húsnæði og fæði. Við komum þér fyrir og gerum þig nógu myndarlega úr garði til að tryggja þér lífeyri ævilangt. Það er ágætur litill menntaskóli í Bakersfield, og kannski viltu kenna þar, eftir að þú ert búinn að koma þér fyrir." „Þú gleymir engu." „Hvað Tamöru snertir, getur hún farið í fjögurra ára tónlistarnám ( Curtis, Peabody eða Juillard. Hún lýkur þaðan háskólaprófi." Kúsnetof hristi höfuðið og kreisti augabrýr sínar í hnykla með fingr- unum. „Ég get ekki gefið yður svar í kvöld." „Hafið svarið þá tilbúið á morgun," sagði Nordstrom sneglulega. „Og ef ég tek ekki tilboðinu?" „Þá færðu vegabréf og aura fyrir leigubíl til næsta flugvallar, far- miða til hverrar þeirrar borgar sem þú kýst að heimsækja og mánaðar lífeyri. Þaðan í frá verður-þú að sjá fyrir þér sjálfur, bróðir sæll. Reyndu bara að lifa í skugganum og í stöðugum ótta við KGB, sem situr um að kála þér. Þá geturðu engum um kennt nema sjálfum þér. Þú baðst um að fá að hitta Devereaux. Síðan tókst þér svo einkar auðveldlega að gleyma erindinu, sem þú áttir við hann. Það getur hugsast að hann geti haldið upplýsingunum leyndum fyrir þeim í París f viku eða jafn- vel mánuð, en fyrr eða síðar verður að láta frönsku SDECE vita af þessu. Og samstundis og fréttirnar komast til Moskvu, hrekkur verðgildi þitt frá okkar sjónarmiði niður f ekki neitt." „Ég skil," sagði Kúsnetof hranalega. „Þú hefur skipulagt nógu mörg manndráp til að vita, hverskonar óþverrapakk og glæpalýð þú hafðir saman við að sælda í KGB. Þú skuldar þessum slátrurum djöfulinn ekki neitt." Nordstrom skellti fordyrahurðinni á eftir sér. Kúsnetof stóð um hríð og horfði á líkönin, en sópaði þeim síðan skyndilega út af bekknum með handarjaðrinum. Þau skullu í gólfið með brothljóði. Þá sá hann Olgu smeygja sér inn í herbergið. Hún var hvít í framan eins og marmari. „Bóris," sagði hún, og var þetta í fyrsta sinn á ævinni sem hún bauð honum byrginn fyrir alvöru, „þú segir Banda- ríkjamönnunum allt!" „Nei. . . aldrei . . . aldrei!" Tamara lét fallast á kné hjá fallna likaninu af sjálfri sér, það er að segja þeirri manneskju sem hægt var að gera úr henni. „Mig langar svo mikið til að verða hún." „Bóris," sagði kona hans, „þú verður að tala við Bandaríkjamennina. Við Tamara kærum okkur ekki um að lifa á hlaupum það sem eftir er ævinnar." Hann var króaður af. Það var augljóst hvað hann hafði um að velja. Það var verið að kreista út úr honum leyndarmálið mikla, sem hann geymdi hið innra með sér. Leyndarmálið Topaz. André Devereaux hugleiddi eigin aðstöðu meðan hann rakaði sig. Orðaskipti hans við ambassadorinn, René d'Arcy, urðu æ beiskari. D'Arcy var allur á bandi forsetans, Pierre La Croix hershöfðingja. Einu sinni hafði hann, André, einnig verið maður La Croix, en síðar hafði hann skipað sér í hring sjálfstæðra hugsuða í diplómatískum stöðum, hring sem stöðugt varð þrengri. André hafði haldið fram viðhorfum sínum, vinsamlegum Bandaríkjunum, að því marki að meira yrði ekki þolað f því efni, og nú horfði hann máttvana á síversnandi sambúð Banda- ríkjamanna og Frakka. Engu að síður var aðstaða Andrés f sendiráðinu sérstæð og sterk. Að hann væri heilsteyptur Frakki datt engum f hug að efa. Og þótt undarlegt mætti heita, höfðu Bandaríkjamenn hann samt í miklum há- vegum. Ef SDECE færi að sletta sér fram í embættisfærslu hans, myndi það leiða til þess að sambúðin við Bandaríkjamenn versnaði með enn meiri hraða en ella. Hann var yfirvöldunum í París enn mjög gagnlegur sem hinn heiðarlegi miðlari. Kúsnetof-málið gerði nú aftur að verkum að hann var milli tveggja elda. Hversu lengi enn gæti hann beðið með að láta vitneskju sína um svikarann ganga til aðalstöðvanna? Hverju sinni sem hann hafði tekið ákvörðun um að senda skeyti um þetta til frönsku leyniþjónustunnar, hafði hann munað viðvörun Rússans, og fann sér þá ástæðu til að draga sendingu skeytisins enn frekar á langinn. Nú var hann að þvf kominn að gefast upp og senda skeyti til Parísar. Þá hringdi síminn. „Bóris Kúsnetof hefur fengið hjartaslag. Hann er á Bethesda-flota- sjúkrahúsinu," sagði röddin í símanum. „O, Guð minn góður," andvarpaði André. „Ég er að fara þangað núna ásamt Mike. Komdu á eftir, að liðnum fimmtán mfnútum." „Allt f lagi." Þegar André kom inn í sjúkrastofuna, tók hann sér stöðu næst Mars- hall McKittrick, ráðunauti forsetans um leyniþjónustumálefni, og Nord- strom, sem stóðu framan við súrefnistjaldið er huldi líkama Bórisar Kúsnetofs. „Hversu slæmt er það?" spurði André. „Slæmt," sagði Nordstrom. André varð skyndilega heltekinn ótta. í anda sá hann sig sjálfan liggja f rúminu og berjast fyrir lífinu. Þetta er leiðin okkar allra, hugsaði André. Hver kemst undan? Myndi hann ef til vill Ijúka lífi sínu i fang- elsi í framandi landi eða í göturæsi eftir að kúla hefði rifið af honum andlitið? Eða myndi hann farast f svörtu hyldýpi þunglvndisins sem neyddi svo marga starfsbræður hans til að tortíma sér með eigin hendi? Með magnþrota bendingu gaf Bóris til kynna að hann vildi tala við André. André lét fallast á kné við rúmið og lagði eyrað fast að vörum Rússans. „Devereaux." „Já?" „Þér megið ekki segja París frá þessu?" „Hversvegna ekki?" „Frakkland er . . . í mikilli hættu." „Hverskonar hættu?" „Topaz . . . Topaz . . ." Hönd Kúsnetofs féll máttlaus niður. Hann lokaði augunum uppgefinn af áreynslunni við að tjá sig. Þeir gengu frameftir löngum ganginum. „Hvað sagði hann?" spurði Nordstrom. „Það var ekkert samhengi í þvf," svaraði André, „Alls ekkert sam- hengi." André Devereaux fékk skilaboð mjög seint nótt eina eftir að hann kom heim frá formlegum miðdegisverði f brezka sendiráðinu. Hann kom til Foggy Bottom í sfðbuxum og sportskyrtu og var leiddur beina leið inn í aðal ráðstefnuherbergi Nordstroms. Mennirnir þrír, sem fyrir voru í herberginu, voru þreyttir. Jafnvel Marshall McKittrick var slitlegur, þótt hið snyrtilega og hraustlega útlit hans væri ekki vant að bregðast honum. „Það er sannfæring okkar," sagði Sanderson Hooper, mikilsháttar leyni- þjónustumaður, „að Sovétríkin séu með eitthvað á prjónunum. Mjög sennilega hafa þau í hyggju að staðsetja árásareldflaugar á Kúbu." „Það er skarplega til getið," sagði André. „Eg hitti forsetann fyrir fáeinum klukkustundum," sagði McKittrick. 26 VIKAN 6 tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.