Vikan


Vikan - 08.02.1968, Síða 39

Vikan - 08.02.1968, Síða 39
Nemesis Framhald af bls. 13. þegar ég las hana yfir; sögu- þráður skýr og hæfilegur bitur- leiki í frásögninnL Þetta var einmitt þessháttar smásaga sem vikublöðin sóttust eftir. Ég stakk handritinu í brúnt umslag, lok- aði því og setti á það allt of mörg frímerki, svo hljóp ég nið- ur stigann og æddi að næsta póstkassa. — Þarna, skömmin þín, reyndu bara að eyðileggja þetta... urr- aði ég við sjálfa mig. Lögreglu- þjónninn á horninu leit á mig hornauga. Reiðin þvarr, ég fann aðeins til þreytu og ég ákvað að fara snemma að sofa. Ég kom við í blaðaturni, keypti nokkur viku- rit. Þegar ég kom upp í herberg- ið mitt, bjó ég til súpu. Þegar ég hafði borðað hana, teygði ég úr mér á svefnsófanum og fór að lesa blöðin. Með þeirra hjálp var ég alitaf vön að komast inn í einhvern ævintýraheim, þar sem allir höfðu það verra en ég. Ég las af kappi, þangað til ég kom að smásögu, með yfirskriftinni Nemesis. Smásagan byrjaði á þessum orðum: — Ég sá hana aftur í dag... Meira þurfti ég ekki að lesa. Ég starði og starði, svo hentist ég upp af sófanum og fleygði blaðinu í gólfið. Sjóðandi vonzka og bitur auð- mýking flaug í gegnum mig, og það komst ekkert annað að í þessari tilfinningaþvælu en ein hugsun, — morð. Ég fór í kápu og flýtti mér á barinn sem næst- ur var. Þar tók ég uppáhalds- barþjóninn minn, Parnell, strax tali. — Sæll, Parnell. Skota og ís, og vertu nú fljótur. Hafðu hann tvöfaldan. — Skal gert. Hvernig líðin- þér annars? — Prýðilega. Segðu mér eitt, hvað finnst þér um þetta með sporvagnana? Það eru uppi há- værar raddir um að láta þá hverfa algerlega. En ég myndi sakna þeirra. — Ég líka. En fólk er orðið svo hrætt við þá. í gær datt einhver ferðamannsauli út úr einum þeirra. — Er það satt? Ég hefi ekki lesið blöðin. En hvað um það, það er víst nóg af fólki í veröld- inni. Allt of margt fólk. Ég hló með sjálfri mér, í fyrsta sinn í margar vikur. Heyrðu Parnell, þú ert einn af beztu vinum mín- um, þú ert alltaf notalegur og leggur ekki í vana þinn að særa fólk. Hann hló glaðlega, en hélt áfram að þurrka glösin. Við vor- um ein í salnum. — Parnell, þú ert hygginn maðiu. Veiztu það að stundiun, þegar ég finn sárt til einmana- leikans, hefi ég það á tilfinning- unni að það eigi fyrir mér að liggja að detta út úr sporvagni og verða undir vörubíl. Finnst þér þetta ekki kjánalegt. Þetta er vegna árans háu hælanna, maður er svo óstöðugur á þeim. Kvenfólk klæðir sig líka svo heimskulega. Ég hef andstyggð á kvenfólki. Ég er sjálf kona, en hef andstyggð á konum. Ég horfði þunglyndislega niður í glasið mitt. — Ég hefi ekkert á móti kon- um, sagði Parnell og hló. — Þú ert eitthvað þunglynd núna. Viltu ekki aftur í glasið, ég býð? — Nei takk, ég er bara þreytt. Ég hefði bezt af því að flýta mér heim í rúmið. Ég þarf að vinna á morgun. — Það var rétt, upp með höf- uðið. Hann horfði hlæjandi eftir mér, þegar ég gekk út um dyrn- ar. Ég gekk hugsandi heim, ró- legum skrefum. Það ætti ekki að vera svo erfitt að fá færi á henni. Hún fór alltaf með sama vagni og ég. Ég dró rúmfötin upp úr skúffunni, og eins og til að undirbúa frelsisstríð mitt, sofnaði ég snemma. Ef ég ætl- aði að ná góðum árangri, var nauðsynlegt að vera úthvíld og róleg. Þegar ég klæddi mig næsta morgun, fór ég í lághæla skó, og klæddi mig í þægilegt pils og peysu. Taugar mínar voru eins og hert stál og ég brann af hefndarþorsta. Ég stóð við horn- ið og beið. Eftir stundarkorn kom litli, hrörlegi sporvagninn skröltandi og stanzaði við bið- stöðina. Yzt á einum bekknum sat hún. Hún var í nýrri dragt, og ef nokkuð var hægt að segja, þá var hún ennþá fallegri en sú sem hún hafði verið í áður. Á fótunum hafði hún skó með mjög háum, mjóum hælum, sem ör- ugglega höfðu kostað að minnsta kosti fjörutíu dollara, og á hján- vun var fína leðurtaskan. — Sæl vertu, sagði ég og sett- ist við hlið hennar. — Góðan daginn, sagði hún á þann hátt sem alltaf reitti mig til reiði. Fleiri orð fóru ekki á milli okkar. Nú var ég reiðubúin. Þegar sporvagninn rann niður að brekkunni, nálguðumst við hana frá tveim hliðum. En ennþá var stundin ekki runnin upp. Við tókum beygjuna og héldum áfram niður aðra brekku, og þeg- ar sporvagninn hægði á sér, stóð hún upp til að stíga niður. Hún hafði töskuna undir vinstri hand- legg og hélt fast í stöngina með þeirri hægri. Það var dálítið hvasst og ég varð að halda báð- 6. tw. VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.