Vikan


Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 08.02.1968, Blaðsíða 50
Þegar farþegarnir komu aftur var Maitre Berne með þeim. Tveir sjómenn komu með hann og leiddu hann yfir að fleti sínu. Hann var veikir.dalegur, en ekki máttlaus. Þvert á móti sýndist hann ramm- efidur og augun skutu neistum. — Þessi maður er sjálfur djöfullinn holdi klæddur, lýsti hann yfir við þá sem næstir honum stóðu um leið og áhafnarmeðlimir Gouldsboro voru farnir. Hann fór hræðilega með mig, hann píndi mig. — Píndi? særðan mann. Það voru upphrópanir á allar hliðar. — Áttu við Rescator? spurði Madame Manigault. — Hvern annan skyldi ég tala um, sagði Berne, bálillur. — Á allri minni ævi hef ég aldrei hitt annan eins viðurstyggilegan og hann. Þarna lá ég járnaður á höndum og fótum og kemur hann þá ekki og ræðst á mig og snýr mér á teihi yfir hægum eldi ........ — Er hað satt að hann hafi pínt þig, sagði Angelique og settist við hliðina á honum, augun þanin af skelfingu. Sú tilhugsun að Joffrey væri nú fær um að sýna hvers konar grirnmd fyllti hana örvæntingu.' — EV það satt að hann hafi pint þig? — Ekki líkamlega, en svo sannarlega andlega! Ó, standið ekki þarna og glápið svona á mig! — Nú er hann með óráði aftur, hvíslaði Abigail. ■— Við verðum að setja nýjar umbúöir á sárin hans. — Það hefur verið gert. Gamli Arabalæknirinn kom með krukk- urnar sínar. Þeir losuðu á mér hlekkina og hresstu upp á mig aftur. Það er enginn sem kann betur en hann að halda líkama manna vel við, en eyðileggja sálir þeirra, gersamlega um leið. Nei, snertið mig ekki! Hann lokaði augunum t.il að þurfa ekki að horfa á Angelique. — Burt með ykkur öll! Ég vil fá að sofa. Fólkið fór allt nema Angelique. Henni fannst hún vera ábyrg fyrir ásigkomulagi hans. í fyrsta lagi hafði fjarvera hennar verið ástæðan til hætíulegrar hegðunar hans. Hann hafði hvergi nærri náð sér af sárunum, þau höfðu opnazt aftur og honum hafði blætt og hann hafði neyðzt íil að dveljast svo klukkustundum skipti i heiLsuspill- andi umhverfi i iðrum skipsins. Svo hafði Rescator, eigin- maður hennar, að því er virtist orðið honum meira en hann þoldi. Um hvað gátu þessir tveir gerólíku menn hafa talað? Berne átti ekki skilið að vera hrelidur þanni.g, hugsaði hún heiftúðug. Hann hafði tekið hana inn á heimili sitt, hann haiði orðið vinur hennar og skriftafaðir og hann hafði verndað hana af fullri kurteisi, og hús hans haíði orðið henni himnariki hvíldar og öryggis. Hann var heið- arlegur og hreinn og beinn og bjó yfir miklu siðferðisþreki. Hann hafði ævinlega haft fuila stjórn á geði sínu og verið virðingarverður í alla staði, en nú var það brostið, eins og flóðgarður, sem hafið hef- ur grafið undan. Hann hafði framið morð hennar vegna ........... Þar sem hún snt þarna og minntist þeirra tima sem voru hluti af annarri tilveru, tók hún ekki eftir því að Gabriel Berne hafði opnað augun aftur Hann horfði á hana eins og hún væri vitrun og skelfd- ist þá uppgötvun að á svo skömmum tíma hafði hún rutt öllu öðru út úr huga hans og sat Þar nú ein að völdum. Svo gersamlega að hann hafði glatað áhuga fyrir sínum eigin örlögum. Hvert þau væru að fara og hvort þau myndu nokkurntíma komast þangað. Nú komst ekki nema eitt að, aðeins eitt: Að bjarga Angelique undan djöful- legum áhrifum hins mannsins. Hún fyllti alla hans vprund. Henni fannst eins og allt það sem hing- að til hafði stýrt lifi hans og veitt því fyllingu væri nú þurrkað burt, viðskiptin, ást hans á borginni sinni, trúin •— og hinir ókunnu stíg- ar ástriðunnar, sem hann var t.ekinn að feta sig eftir, fylltu hann æsingi. Hann heyrði rödd hið innra með sér: — Það er erfilt að láta undan, það er erfitt að hneigja sig djúpt fyrir konu, að helga sér hana með innsigli hoidsins ....... Æðarnar á gagnaugum hans slógu ótt og títt. Ef til vill er það eina leiðin til að frelsa sjálfan mig og fjötra hana við mig, sagði hann við sjáifan sig. Eftir viðræður þeirra Roscators hafði hann verið frávita af girnd. Hann hefði langað mest til að draga Angelique inn i dimmt skot og yfirbuga hennar, ekki beinlínis vegna ástar, heldur til að refsa henni fyrir það hve gersamlega hún hafði náð tökum á honum. Þvi það var of seint fyrir hann að hugsa um holdlega ánægju. Hvað það snerti myndi hann aldrei öðiast brosandi og eðliiegan þokka hins mannsins ......... Vér mótmælendur erum syndugir menn, sagði hann við sjálfan sig einu sinni enn og fann þungt til bölvunarinnar sem hvíldi yfir honum. — Það er þessvegna sem ég verð aldrei frjáls. Hún líka ........ — Af hverju horfirðu allt í einu svona á mig, eins og þú hatir mig? spurði Angelique. — Hvað gat hann sagt til að breyta þér þannig, Maitre Berne? Kaupmaðurinn stundi þungan. — Það er satt, ég er ekki með sjálf- um mér, Dame Angelique. Við verðum að giftast .......... Fljótt ...... Eins fljótt og mögulegt er! Áður en henni gafst tími til svars kallaði hann á séra Beaucaire. — Prestur! Komdu hingað! Hlustaðu á mig! Eg vil halda brúð- kaup okkar, tafariaust. — Gætirðu ekki hinkrað, þangað til þú ert skárri, spurði roskni presturinn til að róa hann. Nei, ég get ekki hvilt mig fyrr en því er aflokið. Hvert sem leið okkar kann að liggja verður brúðkaupsathöfnin að vera lögleg. Ég get gefið ykkur blessun guðs, en skipstjórinn er sá eini sem getur gert athöfnina löglega. Við verðum að biðja leyfis hans til að skrá hana í dagbók skipsins og við verðum að fá vottorð frá honum. — Hann gefur leyfið undir eins, fullyrti Berne, hátíðlega. — Hann gaf mér ótvírætt. í skyn að hann hefði ekkert við hjónaband okkar að athuga. — Það getur hann ekki hafa gert! hrópaði Angelique. — Hann getur ekki einu sinni hafa leitt liugann að slíkum skrípaleik! Ó, þetta getur gert mann brjálaðan! Hann veit fyllilega hversvegna ég get ekki gifzt þér. Ég get ]>að eklci og ég vil ]>að ekki! Hún rauk i burtu, óttaðist að fá móðursýkiskast, frammi fyrir öllum hópnum. — Skrípaleik, ekki nema það þó, muldraði Berne beizklega. — 50 VTKAN 6' tbl' Þarna geturðu séð hvernig hún er á sig kominn, prestur. Og hugsa sér að við skulum öll vera í klóm þessa bölvaða galdramanns og sjó- ræningja. Hann hefur okkur öll á valdi sínu, í þessari hnotskurn. Við eigum enga undankomuleið, nema eftir hafinu ........ og leiðina til meinlæta. Hvernig get ég útskýrt það, prestur? Hann er orðinn bæði freistari minn og samvizka. Það má næstum segja að hann hvetji mig til að syndga, og afhjúpi um leið allar ómeðvitaðar syndir, sem ég hef þegar í mér. Hann sagði: — Ef þú aðeins vildir gera mér það ómak að hata mig ekki. Og ég vissi ekki einu sinni að ég hataði hann. Ég hef aldrei fundið til haturs i garð nokkurs, ekki einu sinni til þeirra sem ofsóttu okkur. Hef ég ekki verið heiðarlegur, fram til þessa, prestur? Og samt veit ég ekki hvort ég er það lengur. 13. KAFLI Hún vaknaði með þeirri tilfinningu að hún hefði verið sjúk en væri nú á batavegi. Henni leið enn ekki fullkomlega vel, en hún fann til einhvers léttis. Hana hafði dreymt að hann þrýsti henni að sér á ströndinni, að hann hiægi og hrópaði: -— Hérna ertu, loksins. Allra síðust, auðvitað! Hún lá grafkyrr um hríð og hlustaði á deyjandi bergmálið af draumnum. Hvað nú ef þetta hefði allt saman verið satt? Hún hugsaði sig um og reyndi að endurlifa þetta andartak. Þegar hann tók hana sér í fang á ströndinni, þá beindi hann orðurn sinum til hennar, til eiginkonu sinnar. I Candia höfðu athugul augu hans lika reynt að róa hana, bak við grímuna, það var hún sem þau voru að vernda, Það var hún sem hann hafði rifið úr klóm þessara samvizku- lausu þrælasala, úr því hann vissi hver hún var. Að þvi er virtist hafði hann ekki fyrirlitið hana mikið þá, þrátt fyrir beiskjuna, sem hann ól ef til vill i brjósti sér, vegna þess sem hann vissi eða ímyndaði sér um ótryggð hennar. — En í þá tíð var ég falleg! sagði hún við sjálfa sig. .Tá, en hvað gerðist á ströndinni við La Rochelle. Varla var vika liðin siðan þá, þótt aliur heimurinn virtist hafa hrunið síðan, og ekki hvað síst, síðan í dögun þennan dag, þegar hann gerði henni uppskátt um hver hann var, og nú var að koma kvöld. Sölin var í þann veginn að setjast. Angelique hafði aðeins sofið nokkrar klukkustundir. Gegnum opnar dyrnar við endann á fall- byssuþiijunum, sá hún koparrauðan himininn. Farþegarnir höfðu hnappazt upp á þilfar, til að biðja kvöldbænirnar. Hún reis á fætur og verkjaði um alian skrokkinn, eins og hún hefði verið barin. Ég a»tla ekki að gera mér þetta að góðu! Við verðum að tala almennilega saman. Hún strauk hrukkurnar úr pilsinu og stóð drjúga stund og virti fyrir sér dökkt, gróft efnið. Þrátt fyrir örvun draumsins var hún enn hrædd. Það var enn of mikið sem hún vissi ekki um manninn, sem hún óskaði að hitta, of mikið af kolsvörtum skugga. Já, hún var hrædd við hann. — Hann hefur breytzt svo mikið! Ég veit að það er rangt af mér að segja þetta, en ég hefði írekar kosið að hann væri enn haltur. 1 fyrsta lagi hefði ég þá þekkt hann undir eins, strax í Candia og hann hefði ekki getað ert mig með því sem hann kallar skort á innsæi og miskunnarleysi, eins og það væri auðvelt að þekkja hann með þessa grímu og þessa rödd. Þegar allt kemur til alls er ég kona, en ekki lögregluhundur eins og Sorbonne. Hún flissaði ofurlítið að fjarstæðunni í þessum samanburði, svo varð hún aftur döpur. Af öllu því sem hann hafði sakað hana um særði það hana mest sem hann hafði sagt um syni þeirra. — Á hverjum degi blæðir hjarta minu vegna missis þeirra og hann vogar sér að segja að ég sé skeytingarlaus um það. Hann hefur þá aldrei þekkt mig vel. Hann getur aldrei elskað mig ........ Öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. Getur þú skipað ábyrgðarstöSu? - Svör: 1. 33 og 65. Tvær leiðir eru til að reikna mismuninn milli 3 og 5, sem er 2, margfalda þá tölu með tveimur og bæta við 5, fá þá út 9. Mismunurinn á 5 og 9 er 8, (2x2x2) 8 og 9 gera 17. 8x2 (2x2x2x2x2) eru 32, 32 og 33 eru 65. Einnig má tvöfalda hverja tölu fyrir sig réttsælis og draga einn frá útkomunni til að fá rétta tölu í næsta reit. 5 stig fyrir rétt- ar tölur í báða reiti, annars 0. 2. (a) STEINN og GLUGGI. f öllum hinum er annar stafur sérhljóði. 2. (b) FÓTUR og MATUR. f öllum hinum er T fjórði stafur. 3 stig fyrir hvorn rétt ráðinn flokk. 3. B og D. 2 stig fyrir hvort rétt svar. 4. KVEIF, FÁR, ARFI, RÁFA, RÁK. 2 stig fyrir hvert rétt at- riði. 5. 2 klst. 5 stig. 3 stig möguleg alls. DÓMUR: Milli 26 og 30: Afbragðs hæfi- leikar. Þú hlýtur að vera nú þegar á toppnum eða næsta ná- grenni hans. Sé ekki svo, en þú kominn undir fertugt, er mál til komir að þú athugir þinn gang og reynir að hagnýta þér hæfi- leikana. Það verður aldrei neitt úr þeim, sem eru á rangri hillu. Milli 19 og 25: Þú ert góðum gáfum gæddur, og ættir að vera næstráðandi eða því sem næst. Sértu ekki annað hvort latur eða á rangri hillu. 18 effa minna: Þú ert ekki reiðubúinn að taka á þig mikla ábyrgð og ættir helzt ekki að gera það. Þú nýtur meiri lífs- hamingju, ef þú lætur aðra ráða fyrir þig. ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.