Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 12
Forsetakosningar eru í nánd. Þeg-
ar þetta er ritað, hefur enn enginn
boðið sig fram, en nokkrar umræð-
ur um möguleg forsetaefni hafa
verið í blöðum og stuðningsmenn
Gunnars Thoroddsen, sendiherra,
hafa skorað á hann að gefa kost
á sér. Að minnsta kosti þrjú nefnd
forsetaefni hafa neitað að gefa kost
á sér.
Almenningur hefur hins vegar
rætt mikið um komandi forseta-
kosningar og ymprað hefur verið
á mörgum, bæði í gamni og alvöru.
Sums staðar mun meira að segja
kominn allmikill hiti í málin. Þess
vegna fór VIKAN á stúfana og
gerði skoðanakönnun varðandi hug
almennings, með því að leggja
spurninguna „HVER ÓSKIÐ ÞÉR, AÐ
VERÐI NÆSTI FORSETI ÍSLANDS?"
fyrir 250 manns, en sú tala mun
vera fullnægjandi til að gera gild-
andi skoðanakönnun hér.
Eins og niðurstaða skoðanakönn-
unarinnar ber með sér, eru margir
enn hálfvolgir í þessum efnum, eða
rösklega tveir fimmtu hlutar. Rúm-
lega helmingur hafði ákveðið for-
setaefni í huga, og skiptist fylgi
þess hóps á 22 forsetaefni.
Hjá þeim, sem enga skoðun
höfðu, var iðulega áberandi, að
þeir álitu forsetaembætti okkar
ábyrgðarstöðu en þó svo létt em-
bætti, að við mættum tæpast við
því að „missa" góða menn á bezta
starfsaldri í það. Kona nokkur lét
í Ijós þá hugmynd, að við ættum
að taka Svisslendinga okkur til
fyrirmyndar, en þar skiptust ráð-
herrarnir á um að vera forsetar á
kjörtímabilinu. Einn svaraði: Ég hef
ekki óskað mér forseta og verð ekki
heitur í því máli. Ung konurödd
sagði: Guð minn góður! Ég veit ekki
einu sinni hver er forseti núna! Ein
sagði, að réttast væri að leggja
embættið niður, við hefðum ekki
ráð á forseta á okkar erfiðu tímum.
Þeir, sem skoðun höfðu, voru
yfirleitt svaragreiðir og höfðu ekki
langan formála að því að nefna
þann, sem þeir höfðu áhuga á.
Einstaka svaraði hikandi, og sagð-
ist ekki muna eftir öðrum fram-
bærilegri. í nokkrum tilvikum var
eiginkonum hinna nefndu sérstak-
lega hrósað og sú skoðun látin
uppi, að farsæld forseta byggðist
ekki sízt á þeirri konu, sem skipaði
sess forsetafrúar. Einn hafði þrjá í
huga, en sagðist ekki tlma að nefna
neinn þeirra, af því að þjóðin ætti
eftir að njóta svo mikils góðs af
þeim í þeim störfum, sem þeir
gegna nú. Þó nefndi hann að lok-
um einn þeirra sérstaklega, „ef ég
hefði tryggingu fyrir, að ég gerði
honum ekki bölvun með því!"
Af þeim, sem enga skoðun höfðu,
nefndu þrír nöfn, sem bersýnilega
voru til að gera grín að forseta-
embættinu eða skoðanakönnuninni.
Einn brást við reiður og sagði: Þetta
er svo yfirgengilegur kjánaskapur,
að ekkert tímarit getur verið þekkt
fyrir slfkt. Annar stökk Itka upp á
Emil Jónsson, 1,5% gr. atkv.
Agnar Kl. Jónsson, 1,5% gr. atkv.
nef sér og sagðist vera að hlusta
á útvarpið og vilja fá að hlusta á
sitt útvarp í friði. Nokkrir höfðu
engin forsetaefni í huga, en lögðu
áherzlu á, að þeir vildu ekki þennan
og þennan. Einn urraði illskulega:
Hvað viltu með það? Og skellti á.
Þess má að lokum geta, að þeg-
ar könnuninni var lokið, hringdi
maður einn, sem frétt hafði af
henni, og vildi koma á framfæri
nafni manns, sem nefndur var sem
æskilegt forsetaefni fyrir átta ár-
um, en það var Hákon Guðmunds-
sin, yfirborgardómari. Fleiri hafa
hringt, eftir að hafa heyrt um skoð-
anakönnunina, en einkum til þess
að gagnrýna embættið sjálft, fleiri
nöfn en nafn Hákonar hafa ekki
komið fram að könnuninni lokinni.
12 VIKAN 10 tbi: