Vikan


Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 47

Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 47
 ' .-S'- •tfi Falleg motta er alltaf heimilisprýði og sé hún sir.ekklega valin við umhverfi og liti gefur hún heimilinu sérkennilegan og hlýlegan blæ. Nú eru gömlu hekluðu motturnar að koma aftur i tízku. Pr.ð gctur þvi verið þægileg til- breyting frá hinni venjulegu handavinnu að hekla sér eina slíka mottu um leið og nýtt er eitthvað af gamla dótinu, sem lagt hefur verið til hliðar. í motturnar má nota gamlar flíkur og vcljið þá saman annaðhvort ull eða bómull. Ágætt er líka að hafa notaða nælonsokka eða jafnvel plast. Einnig er fallegt að hekla þessar mottur úr tvö- eða þreföldu teppagarni frá Álafossi eða Grcttisgarni frá Geíjunni. Ilekiið mcö fastahckli: 1 1. á nálinni, dragið garnig upp 03 farið undir báða lykkjuhelming- ana (2 1. á nál.). Bregðið þá garninu um nálina og dragið það í gegnum báðar lykkjurnar í einu. Ileklað er í kring og aukið er út með því að hckla 2 1. í sömu 1. cins oft og með þarf (með jöfnu millibili í umf.) svo mottan liggi slétt. (Samskeyti má hzfa á hverri umf. ef vill). Þessi motta er hekiuð með því að fara undir aftari lykkjuhelming i munstrinu og án umfcrðasam- skeyta. Heklið prufu og ath. hvort líkar betur. Einnig má hekia fastaheklið yfir snæri til þcss að fá mottuna stífa. Mynd I sýnir hvernig heppilegast er að klippa niður efnisbúta. Hafið ræmurnar um 1—1(4 cm á brcidd. Iílippið ræmuna þar til brcidd hennar cr cftir að jaðrinunt hinum megin, en þá er mæld breidd næstu ræmu niður eftir jaðrinum og klippt áfram. Hornin sem við þetta myndast, eru klippt ávöl. Annars er ágætt að sauma sam- skeytin saman með samiitum tvinna í höndunum. Sokkar eru klipptir upp í kring. Mynd II sýnir hvcrnig tauræmurnar eru vafð- ar í hnykil. Mynd III sýnir að byrjað er með því að fitja Framhald á bls. 50. HðP bönd Þcssi hárbönd fást bæði í Frakk- landi og Englandi, en ég hef ekki séð þau hér. Það ætti hins vegar að vera liægt að búa þau til sjálfur, en nokkr- ar gerðir cru sýndar hér. Efst er leð- uról með smellu, og þar næst einföld teygja með perlu á, cn neðri gerðirn- ar hafa allar skraut á báðum endum teygjunnar, en við notkun er annarri lykkjunni smcygt yfir skrautið hinum megin. Hylfið læðingar- blettina Sumar stúlknr vilja síöur vera f flegnum kjólum, vegna þess að þær liafa stóra fæðing- arbletti eða valbrá á ábcrandi stað. Verra er þó cf það er í andliti. Sprungnar æðar cru líka til mikiliar óprýði og koma fyrir bæði í and- liti og á fótleggjum. Við þessu eru snyrtivöru- framleiðendur farnir að gera góð, þekjandi krem. Ég iief séð eitt þeirra og frétt af góðum árangri af notkun þess, en það er frá snyrtivörufyrir- tækinu heimsfræga El- izabetli Ardcn. Það fæst í tveim litum og heitir Ardena Covering Cream og kostar 116,00 krónur. Þetta er miklu haldbetra og þurrara krem en venjulcgt „make“, þekur betur og þarf því minna af því. 10. tbl. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.