Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 27
áhrif þeirra í Evrópu en orsaka hneyksli innan SDECE eins og sú stofnun
er nú . . . og kannski að tildra henni upp aftur með nýjum mönnum . . .
ef til vill mönnum svipaðs sinnis og Devereaux er? Og er hægt að hugsa
sér nokkra leið kænlegri að því marki en að láta háttsettan, franskan
leyniþjónustuforingja, André Devereaux, afhenda forseta Frakklands boð-
skapinn um málið og ábyrgjast gildi skilaboðanna?
Skýrsla okkar til La Croix forseta verður á þá leið, að enginn Topazar-
hringur sé til og Bóris Kúsnetof ekki annað en snilldarlega gerð fölsun."
Grá augu Gabriels Brune hvíldu hörð á Devereaux. ,,Hafið þér eitt-
hvað að segja, Monsieur Devereaux?"
„Já, ég hlýt að vera allheimskur maður."
„Var það allt?"
„Hafi ég einhver spil á hendi," sagði André rólega, „vil ég síður leggja
þau á þetta borð."
Vísifingur Brunes skall á borðplötunni líkt og spætugoggur. „Mér geðj-
ast ekki að hótunum. Talið nú eða skýrslan verður eins og hún er."
„Andartak, ef þið viljið gera svo vel," sagði Léon Roux. Hann deplaði
smáum augunum hraðar en venjulega. „Innanríkisverndardeildin Sureté
hyggst færa í bækur sínar sérstaka skýrslu um Topazar-rannsóknirnar.
Steinberger rannsóknafulltrúi hefur látið í Ijós þá skoðun sína, að villu-
upplýsingum hafi verið beitt gegn Frökkum og að einhver, sem stendur
forsetanum mjög nærri, sé erindreki kommúnista."
„Ég leyfi mér að gefa í skyn," sagði Brune kólóneli og rödd hans varð
há og skræk, „að Sureté geri þetta til að angra systurþjónustu sína. (
rannsóknarnefndinni eru fimm gegn einum. La Croix forseti mun vissu-
lega líta á afstöðu ykkar sem lið í smásmugulegu innanþjónustuþrasi."
Roux lét sér hverga bregða við vonzku Brunes.
„Ef til vill," sagði hann, „vill þá þessi ágæti kólóneli útskýra nokkuð
fyrir mér. f gær var Henri Jarré, einn helzti hagfræðingur Nató, staðinn
að verki við að afhenda manni frá sovézka sendiráðinu leyniskjöl frá
Nató, og handtekinn. A leiðinni til fangelsisins var honum einkar létt um
mál."
Roux gerði að ásettu ráði hlé á máli sínu til að njóta því betur furð-
unnar, sem skein úr svip allra viðstaddra við þessa tilkynningu, sem kom
yfir þá eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Steinberger rannsóknafulltrtji,"
hélt hann svo áfram í slægðarlegum tón, „þér voruð ( flokknum, sem
framkvæmdi handtökuna, var ekki svo?"
„Rétt er það."
„Hvað var það nú sem hann sagðist vera?"
„Hann sagðist vera Topaz númer tvö."
TtUNDI KAFLI
„Komdu hingað undireins!"
Ákafinn í rödd Léons Roux varð ekki misskilinn. André tróð sér í síð-
buxur, þungur af svefni, og fór í sportskyrtu og yfirfrakka. Svo hraðaði
hann sér áleiðis til Montoarnasse eftir sofandi götum Parísar. Steinberg-
er rannsóknafulltrúi beið hans við aðalinngang La Santé-fangelsisins,
álíka fljótfærnislega klæddur. Þeir gengu hvatlega yfir garðinn, framhjá
húsasamstæðum sem innihéldu fangaklefa, unz lokað hlið stöðvaði ferð
þeirra. Steinberger skók það og vakti þannig athygli syfjaðs fangavarðar
á þeim. Það small háttbundið í gólfinu undan leðursóluðum skóm þeirra,
er þeir héldu áfram inneftir löngum, myrkum gangi. Léon Roux beið
þeirra og fylgdi þeim inn í lítið, steinsteypt herbergi, illaþefjandi herbergi
með röð af legubálkum.
Roux fletti laki ofan af einum þeirra og afhjúpaði vaxkennt, haturs-
fullt andlit, andlit Henris Jarrés, sem nú hafði að eilífu fengið á sig mót
dauðans.
„Hann fannst fyrir klukkustund," sagði Steinberger og benti á rauða
rák um háls líksins, „hangandi í klefa sínum."
„Sjálfsmorð?"
„Það vitum við ekki ennþá, en hvort heldur er, þá segir hann ekki
fleira."
„Hvað um játningu hans?"
„Hún var munnleg. Ekkert hafði verið skrifað."
André var kallaður til skrifstofu Charlesar Rocheforts. Gabriel Brune,
Robert Proust, hjnn illi Ferdinand Fauchet og Jacques Granville voru þar
fyrir.
„Granville tók til máls. „Forsetinn bað mig að koma hingað til að upp-
lýsa ykkur um ákvörðun hans varðandi Topazar-málið. Hann hefur verið
upplýstur um það að fullu og tekið skýrslu SDECE góða og gilda. Forset-
inn sér enga ástæðu til að láta fara fram rannsókn innan leyniþjónust-
unnar og lætur jafnframt i Ijósi fullt traust til núverandi forustu SDECE."
„Þá segir það sig sjálf, herrar mínir," sagði André, „að þið munuð fá
í hendur lausnarbeiðni mína áður en dagurinn er á enda."
„Ég ræddi mjög ýtarlega við forsetann," sagði Granville, „og gat sann-
fært hann um að þú værir fórnardýr stórkostlegs samsæris og að það
ætti ekki að koma niður á þér. Forsetinn hefur samþykkt að þú skulir
hverfa aftur á þinn stað í Washington."
André vissi verðið, sem nefnt mundi verða. Brune kólóneli brosti
sigurglaður. „Þegar allt er haft ( huga, þá hafið þér verið heppinn."
„Verður allt nákvæmlega eins og áður?" spurði André.
„Svona hér um bil," sagði Brune. „Starfssvið yðar verður fært út lítils-
háttar. Að sjálfsögðu fáið þér til viðbótar starfslið og fjárráð, sem út-
þenslunni svarar."
„Nánar tiltekið," sagði Robert Proust, „þá verður þetta lítil undirdeild
í minni, sem Monsieur Fauchet mun stjórna; yfir henni skal hvíla dýpsta
leynd. Leyninafn undirdeildar þessarar verður Deild P."
„Mig tekur sárt að valda ykkur vonbrigðum, herrar mínir, en Banda-
ríkjamennirnir hafa fengið veður af Deild P gegnum þennan „tilbúna"
Bóris Kúsnetof."
„Við álítum," sagði Brune, „að Bandaríkjamenn hafi fengið veður af
Deild P eftir öðrum leiðum. Þeir létu hann upplýsa þig um þessa deild
til að sannfæra þig um að hann væri ekta."
„Þú sérð," sagði Granville, „að Bandaríkjamenn treysta þér. Ef við
sendum nýjan mann [ þinn stað, myndi hann mæta algerri tortryggni og
öllum möguleikum til njósnasamstarfs við Bandaríkin yrði kastað á glæ.
En . . . ef þú snýrð aftur til Bandarikjanna, og þeir vita að þú veizt um
Deild P, þá ættirðu að geta sannfært þá nógu fljótt um að við höfum
gefið stofnun deildarinnar upp á bátinn."
André reis upp úr stól sínum, hægt og hugsandi. , Hvað er það sem
þið viljið vita, nákvæmlega tiltekið?"
„Með hjálp franskra vísindamanna, sem fara til Bandarikjanna í skipt-
um, ættum við að geta fengið fullkomnar skýrslur um herbúnað Banda-
rikjamanna, staðsetningu bandarískra eldflauga og birgðastöðva fyrir
atómvopn, skipulag strandvarna og svo framvegis."
„Og þið eruð ekki smeykir um að þessar upplýsinqar komist til Moskvu?"
„Auðvitað ekki," sagði Rochefort móðgaður. „Áætlunin um að óvirða
okkur hefur mistekizt. Skjöldur SDECE er hreinn."
„En það er siðleysi að njósna þannig um bandamann," sagði André.
„Við erum engir klausturbúar," sagði Brune, „þegar njósnir eru ann-
ars vegar er ekki spurt um siðgæði."
„Að lokum. André," sagði vinur hans Granville, „vil ég minna á að
þú ert Frakki. Þú verður því að vinna í samræmi við hagsmuni Frakk-
lands, jafnvel þótt þú sért persónulega andvígur einhverjum aðgerðum."
André leit frá Granville til Prousts. Síðan á Rochefort, sem fæddur var
með silfurskeiðina í munninum, en var hann eins mikill sakleysingi og
hann leit út fyrir að vera? Svo var það Brune kólóneli, sem eyðilagt
hafði leyniþjónustuna innan frá. Og böðullinn, Ferdinand Fauchet. Hversu
viðtækt var persónulegt keisaradæmi hans?
Og svo, í einni svipan, rann upp fyrir honum Ijós. Gátan um Topaz
var ráðin. Columbine, njósnameistarinn, sat fyrir framan hann. Nú vissi
hann hverju svara skyldi, og á sömu sekúndu tók hann ákvörðun.
Mike Nordstrom horfði með ógeði á pappírsstaflann á skrifborðinu.
Einkaritari hans kom inn. „Mr. McKittrick er á leiðinni hingað upp."
McKittrick kom inn, og þeir fóru saman yfir skjöl nokkur áður en þeir
læstu þau niður í skjalatösku hans.
„Nú, andskotinn, þér er eins gott að segja það upphátt," sagði Nord-
strom.
„Ég hef fengið opinbera orðsendingu frá La Croix. Þeir ætla að hundsa
Topazar-málið eins og það leggur sig. Hvað tekur nú við, Mike?"
„Það veit andskotinn. En það líður ekki á löngu áður en Nató verður
í bráðri hættu."
McKittrick sagði hikandi: „Svo er annað, sem ég þarf að minnast á
við þig. Ég veit hversu vænt þér -þykir um Devereaux. Það þvkir okkur
öllum. Hann er fyrsta flokks. En hann er í stórvandræðum."
„Hvað ertu að reyna að segja mér?"
„Komi Devereaux til þín og biðji hjálpar, þá er þér skipað að hjálpa
honum ekki. Hann hefur verið afskrifaður. Og við komumst ekki hjá að
halda við tengslum við Frakkland."
„Þá veit maður það," hvæsti Nordstrom.
Klukkan tíu um kvöldið ók André út að Boulogne-skógi og nokkrum
sinnum á hægri ferð framhjá Pavillon d'Armenonville. Þegar hann fór
þar framhjá í þriðja sinn, blikkaði Ijósum annar bíll, sem stóð í skjóli
við nærliggjandi runna. André beygði út af veginum og lagði sínum bíl
nálægt hinum.
Robert Proust beið, svo illa haldinn af taugaóstyrk, að hann svitnaði
þrátt fyrir kuldann. Þeir lituðust um góða stund til að ganga úr skugga
um, að ekkert grunsamlegt fólk væri á vakki nærri.
„Jæja, Robert, við höfum farið langa leið til að hittast einu sinni og
það leynilega."
„Það er ekki beint hagkvæmt að vera vinur þinn þessa dagana,"
svaraði Robert. „En ég kom engu að síður. André, þú veizt hversu nánar
gætur eru hafðar á þér. Það er fylgzt með hverri hreyfingu þinni, hverri
heimsókn. Jafnvel þótt þú snúir aftur til Washington. verður einhverjum
nýju mannanna þar falið að gæta þin."
„Hvað ertu að reyna að segja mér?"