Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 30
'Aaí®;;
RAOUEL WELCII UIETNAM
MILLI ÞESS sem saklausum mönnum er att út í blóðugt sva'ð af
tilgangslausri villimennsku, er reynt að skemmta þeim af fremsta
megni. Það er fastur liður í hernaðaráætlun stórþjóðanna að senda
færustu skemmtikrafta á vígvellina til þess að reyna að láta her-
mennina gleyma hörmungum stríðsins um stund.
Marilyn Monroe lét eitt sinn svo ummælt, að minnisstæðasta at-
vikið á öllum leikferli hennar hafi verið, er hún stóð á sviði undir
berum himni í Kóreu og skemmti þúsundum hermanna. Þeirri stundu
gat Marilyn aldrei gleymt, — og líklega hermennirnir ekki heldur.
Lengi hefur verið beðið eftir arftaka Marilyn Monroe, og nú er
hann loksins kominn fram á sjónarsviðið: Raquel Welch er óum-
deilanlega kynþokkadís kvikmyndanna í Hollywood um þessar
mundir. Vinsældir hennar fara vaxandi jafnt og þétt. Sumir vilja
meira að segja álíta, að hún búi yfir meiri töfrum en Marilyn Mon-
roe hafi nokkurn tíma haft.
Þessar myndir voru teknar, þegar Raquel Welch heimsótti banda-
ríska bækistöð í námunda við Da Nang í Víetnam fyrir nokkru. —
Rúmlega tíu þúsund hermenn horfðu á hana syngja og dansa í ör-
stuttum og gisnum prjónakjól. Og eftir myndunum að dæma virðist
hermönnunum hafa tekizt að leysa lífsgleði sína úr læðingi stutta
stund, þrátt fyrir ömurlegt hlutskipti sitt. &