Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 48
/
Smásaga eftir MARGARET E. BROWN
Úr safril Alfreds Hltchcocks
Einkaréttur: VIKAN
Þér vitið, kæri faðir, að það
sem er gremjulegast við nöldur
og nudd og suð, umvandanir og
siðaprédikanir, er, að það leyn-
ist mikill sannleikur í þessu, að
ekki sé minnzt á spakmælin og
málshættina: sjaldan er flas til
fagnaðar; ekki er ráð nema í
tíma sé tekið.... Myrtle var
sýknt og heilagt með eitthvað
þessu líkt á vörunum. Og hún
hafði rétt fyrir sér, þegar allt
kom til alls....
„Þú drepur þig á þessum reyk-
ingum. Þær verða þinn bani,“
sagði hún, þegar hún var orðin
leið á að fárast yfir öllum göll-
um mínum. „Það er ekki verið
að hugsa um mig. Húsið er fullt
af reykjarstybbu daginn út og
daginn inn, svo að maður ætlar
alveg að kafna. Maður hefur
ekki undan að losa öskubakk-
ana. Þú stráir öskunni út um
alla íbúðina."
Hún skildi eftir tímarit á áber-
andi stöðum; þau voru opin og
hring hafði verið slegið með
rauðum blýanti utan um grein-
ar, sem fjölluðu um skaðsemi
reykinga; hversu hættulegt það
væri að reykja í rúminu og svo
framvegis. Og hún hafði alveg
48 VIKAN “•ttL
sérstakt yndi af að lesa upphátt
minningargreinar um fólk, sem
hafði látizt úr lungnakrabba.
„Þú gætir hætt ef þú reyndir
það. Það eina sem þarf er ofur-
lítil skapfesta og viljastyrkur."
Þegar ég gerðist eitt sinn svo
djarfur að benda henni á, að
skapfesta væri ekki hennar sterk-
asta hlið; henni hefði ekki enn
tekizt að megra sig, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir — þá varð
hún bálreið:
„Þú veizt vel, að það eru röng
efnaskipti sem valda því, að ég
er svona feit. Auk þess er þetta
í ættinni, og ekki get ég gert að
því. Það þýðir ekkert fyrir þig
að reyna að skipta um rnnræðu-
efni. Það er margsannað, að reyk-
ingar stytta ævi mannsins um
mörg ár. Heldurðu, að mig langi
til að verða ekkja á bezta aldri?“
Hún varð svo æst og reið, að
hún varð að hugga sig og róa
með því að stinga upp í sig hnefa-
fylli af súkkulaði.
Ég furðaði mig oft á, hversu
Myrtle lét sér annt um líf mitt
og heilsu. Ekki stafaði það af
ást til mín; hún slokknaði strax
á fyrsta ári hjónabands okkar
fyrir átján árum. Og fyrir líf-
tryggingima mína mundi hún
geta með góðu móti fætt sig og
klætt og keypt sér nóg súkku-
laði. Ef til vill hélt hún, að það
væri skylda eiginkonuxmar að
hafa áhyggjur af heilsu manns-
ins síns. Eða kannski hélt hún,
að hún mundi hreinlega sakna
þess að hafa engan til að rífast
við, þegar ég væri kominn undir
græna torfu.
Hvers vegna hélt ég áfram að
búa með henni? Af vana, býst
ég við. Þar að auki má geta þess,
að hún var góð húsmóðir, hélt
húsinu hreinu og snyrtilegu, eld-
aði frábæran mat — og var svo
feit, að ég þurfti ekki að hafa
neinar áhyggjur af að hún gerð-
ist mér ótrú!
Ef hún hefði ekki verið svona
mikil refsinom, reikna ég með,
að við hefðum getað lifað saman
í hamingjusömu hjónabandi eins
og annað fólk. En hún gat ómögu-
lega skilið, að ég hafði ekki
minnsta áhuga á að hætta að
reykja. Það var hið eina, sem ég
hafði verulega nautn af í lífinu.
Við áttum engin böm, og mér
leiddist í vinnunni. Ég er ómann-
blendinn og seintekinn og á því
fáa vini. f tómstundum mínum
gerði ég ekkert nema að lesa
bækur eða horfa á sjónvarp.
Reykið þér, kæri faðir? Ekki
það? Þá vitið þér heldur ekki,
hvílík sæla það er að drekka tvo
bolla af heitu, svörtu kaffi eftir
góðan morgunverð og opna dag-
blaðið sitt um leið og maður
kveikir í fyrstu sígarettu dags-
ins. Hvílíkur ilmur berst ekki að
vitum manns, þegar eldspýtan
snertir enda sígarettunnar! Mað-
ur tottar svolítið til þess að logi
vel í henni, síðan andar maður
djúpt að sér og allur líkaminn
hvílist og endumærist. í vinn-
unni dregur það úr taugaspenn-
unni að fá sér að reykja öðm
hverju; eftir góðan reyk er miklu
betra að einbeita sér að ákveðnu
verki. Á kvöldin er ekkert eins
þægilegt og sefandi og sitja í
hægindastól með bók í annarri
hendi og sígarettu í hinni; horfa
á blátæran reykinn liðast mjúk-
lega upp í loftið. Og það er svo
sannarlega reykingunum að
þakka, að ég gat afborið nöldrið
í Myrtle — furðu lengi.
En ég hlýt að hafa hundsað
umkvartanir hennar einum um
of, því að síðastliðinn vetur var
hún orðin staðráðin í, að ég