Vikan


Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 15
kom henni á óvart. Ég sá það á því hvernig hún brást við að hún hafði þetta og hún vissi að ég vissi það. Hún var mjög æst og taugaóstyrk, svo fór ég að verða taugaóstyrkur líka, því mér datt í hug að hún myndi kannski segja þér hvernig ég hefði leikið á hana og þú yrðir reiður. Ég fékk hana til að tala um það og komst að því hvað þú hafðir sagt henni að þetta væri og ég lét það gott heita. Og ég lét hana lofa því að minn- ast ekki á þetta við þig. Þetta var óöruggt loforð. Ég sagði henni að ég bæri einungis þinn hag fyrir brjósti. Ég sagði henni að þú hefðir ekki sagt mér frá þessu, ég hefði bara lagt saman tvo og tvo. Það var eins og þetta bláhvíta leifturljós ætti upphaf sitt innan í höfðinu á Guz Hernandez. Hann fann til sársauka og heyrði bjölluhljóm fyrir vinstra eyranu, blóðbragð í munninum. Hann skynjaði að Skip hafði slegið hann, en hann hafði ekki séð minnstu hreyfingu. — Svo gortaðirðu við einhvern um það hvað þú værir snjall, Gussi. Þú sagðir einhverjum hvernig þú hefðir reiknað þetta allt saman út. — Ég sagði ekki eitt einasta orð við neinn. Ég sver! Kimberton starði á hann, svo stóð hann upp og gekk frá hon- um. Hernandez reis á fætur. Hann hreyfði handleggina var- færnislega til að koma í þá lífi og sagði: — Ég veit ekki hvers- vegna þú varðst svona.... Kimberton snarsneri sér að honum. — Ertu svo heimskur að þú sjáir ekki afganginn af þessu? Lucee er dáin og pening- arnir horfnir. Hakan á Hernandez sé. Hann strauk yfir andlit sitt. — Horfn- ir? — Eitt hundrað og sex þús- und dollarar í reiðu fé. — Kannski.... Kannski að hún hafi falið þá betur, en þú hélzt. — Þeir eru horfnir og hún er horfin. Vegna þess að þú þurftir endilega að kjafta því í einhvern hvað þú hefðir verið sniðugur. — Ég sver við hjarta mitt og sál að ég hef ekki sagt þetta nokkrum lifandi manni. Skip, kannski hún hafi sagt þetta ein- hverjum. — Af því þú gerðir hana æsta? — Skip, trúðu mér. Hef ég ekki alltaf reynt að gera mitt bezta fyrir þig? Kimberton starði á hann. — Þú hefur ekki tekið peningana, þú hefur ekki kjark til þess. Þú hefur farið bak við mig og lékst á konuna mína og gerðir hana áhyggjufulla. Nú tekur þú hvert snifsi af pappírum og skjölum, sem mér tilheyra, út úr möpp- unum þínum, og skilar þeim hingað á skrifstofuna mína, fyr- ir lokunartíma á morgum. — Skip! — Þér er sagt upp húsnæðinu, frá og með áramótum. Þú finnur aldrei lífshamingjuna hér. — Þú þarft á mér að halda, Skip. Ég get gert meira fyrir þig í skattamálum en nokkur annar. Ég veit hvernig þú getur aflað fjárins, sem þig vantar, einmitt nú. Ég hef jafnvel til- tælcan kaupanda að Westonlóð- inni og .... — Leyfðu mér að vísa þér út Gussi. — Ætlarðu að hugsa um það? — Ég er að hugsa um það ein- mitt núna. — Gerðu ekkert í fljótræði. Ég... ég gæti sagt þeim hjá skattinum að skattskýrslan sé kannski ekki alveg nákvæm. Kimberton hratt opnum stóru dyrunum fram í skrifstofuna. Jezze var að vélrita. Maður beið. Það fór hrollur um Guz, þegar stór hrammurinn á Skip lokað- ist um bálsinn á honum aftan- frá. Það var undrunarsvipur á andliti Jezze. — Viltu opna fyrir mig dyrn- ar fram á ganginn, fljótt! Hún þaut til dyra og opnaði þær. Guz vissi að þetta gat ekki verið rétt, hann hlaut að vera að dreyma. Þetta gat ekki kom- ið fyrir hann, ekki svona. En svo hljóp Skip Kimberton með hann í áttina að opnum dyrun- um. Guz varð að bera ört fyrir sig fæturnar til að lenda ekki á andlitið. Þegar hann var kominn yfir þröskuldinn var honum sleppt. Hann hrataði yfir gang- inn og lenti upp að veggnum á móti, skellti á hann höndunum, til að taka af sér höggið og sveið í lófana. Fyrir aftan sig heyrði hann skrifstofudyrunum skellt. Tækifærið var horfið, framtíðin endalaus og flöt. Hann kjökraði og strauk um nasir sér með handarbakinu. Hann þrýsti á hnappinn til að fá lyftuna upp. Skip sá að Jezze hafði ekki af honum augun, þegar hún fikraði sig hægt aftur að borðinu sínu. Það lá við að honum væri skemmt. — Við þurfum nýja endur- skoðendur, sagði hann. — Líklega. — Við skulum reyna Bruner og McCabe. Þeir hafa verið á- fjáðir upp á síðkastið- Fáðu þá til að koma hingað seinni part- inn á morgun. Hún punktaði þetta niður. — Hvaða náungi er þetta? — Þetta er .herra Brecken- ridge, frá tryggingafélaginu. — Vísaðu honum inn. Skip gekk inn í skrifstofusína. Breck- enridge reis á fætur og fylgdi honum. Dyrnar lokuðust. Kimb- erton settist bak við stórt borð úr ljósum viði og benti Brecken- ridge á stól, hinum megin við borðið. ■— Ég enda ekki viðskiptavið- ræður mínar venjulega á þennan hátt. Hvað liggur yður á hjarta? Bart lagði fram tryggingaskil- ríki sín. Honum fannst starandi augnaráð Kimbertons óþægilegt, augun undir hvössum brúnunum tj áningarlaus og tilgangslaus, eins og glerhnappar í uppstopp- uðu dýri. — Sem fulltrúi tryggingafé- lags óskið þér að halda mögu- leikanum á sjálfsmorði opnu. Hversvegna komið þér til mín? — Það er almanna mál að þér hafið verið góður vinur hennar. — Og fólki verður liðugra um málbeinið vegna þessara blaða sem þér sýnduð mér. — Þetta er starf mitt. — Má ég fá trygginganúmer. Mig langar að hringja til trygg- ingarsambands Norðurríkjanna og segja þeim hvað þér séuð góð- ur starfsmaður. — Það var fallega gert af yð- ur, hér er númerið, gerið svo vel. — Minnið mig á að spila aldrei póker við yður. Augun í yður breyttust ekki hið minnsta. — Ég skil yður ekki alveg, herra Kimberton. — Látið ekki svona, Brecken- ridge. Nema þér viljið yfirgefa staðinn á sama hátt og Hernand- ez. Lucille var tryggð fyrir litla tvö þúsund dollara, hjá Connecti- cut General, og það var venjuleg líftrygging, hún reyndi að standa í skilum með hana eftir beztu getu. Ég vissi fullkomlega um öll hennar mál. Svo saga yðar er fölsk. Hver eruð þér? Breckenridge hikaði, svo yppti hann öxlum og tók sína raun- verulegu pappira úr veskinu og renndi þeim yfir borðið. Kimber- ton virti þá fyrir sér og kastaði þeim svo til baka. — Hver réði yður? •— Systir hennar. — Hversvegna? — Hún álítur að Lucille hafi verið myrt. Kimberton lokaði augunum andartak svo sagði hann — Hef- ur hún einhverja ástæðu? Breckenridge opnaði skjala- töskuna sína, tók ljósprentun af bréfi Lucille til Barböru og rétti hana yfir borðið. Kimberton sneri stólnum í hólfhring. Breck- enridge sá ekki framan í hann rneðan hann las það. Svo sneri hann sér aftur fram og sagði: — Ég er sá sem hún kallar A. Þér sáuð B, þegar hann fór með miklum asa. Hann lék á hana Framhald á bls. 50. 10. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.