Vikan


Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 26

Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 26
á framfæri til að lækka hann, Brune, í áliti. Síðan Topazar-bréfið barst frá Bandaríkiaforseta, hafði hann, yfirmaður leyniþiónustunnar, orðið að sætta sig við að vera undir gæzlu eins og ótíndur njósnari. Hann settist niður, leit einu sinni enn á greinina í blaðinu og lyfti s(ð- an innanhússsímanum. ,,Sendið Ferdinand Fauchet til mín undireins," sagði hann. Þegar Munoz kom til aðalstöðva G-2 í Græna húsinu við Avenida Quinta, beið Oleg Gorgóní, sovézki sendifulltrúinn, óþolinmóður ( skrif- stofu hans. „Ég var rétt í þessu að fá áríðandi fyrirmæli frá Moskvu. Þau eru þess efnis að þú eigir ekki að gera Juanitu de Córdoba neitt mein. Hún á að afhendast okkur." ,,Ég hef líka fyrirmæli," svaraði Munoz. „Þið fáið hana ekki." „Reyndu ekki að leika þér við mig, Munoz." „Hver er að leika sér? Ég sagði að þið fengiuð hana ekki." „Ég sagði að það væri áríðandi!" „Það gerðir þú." „Þú veizt ekki hvað þú ert að hætta þér út f. Juanita de Córdoba verður að lifa sökum þess, að það er mikilvægt fyrir Sovétríkin." „Við önnumst hana af ástæðum mikilvægum fyrir Kúbu." Gorgóni varð öskugrár í framan þegar Munoz hrifsaði morgunblaðið upp af borðinu og rak það upp að nefi Rússans. „Bandaríkjamennirnir segia ykkur að hypja ykkur frá Kúbu eins og all- ir djöflar væru á hælunum á ykkur, og hverju svarið þið? Þessi mikli og hugrakki leiðtogi ykkar sökkvir sér niður f að skrifa riðuveikum, brezkum heimspekingsaula ástarbréf og skrækir og snötir og gólar um sjórán Jankanna og rausar svo um að . . . setjast niður og ræðast við . . . um bræðralag . . . frið handa mannkyninu." Hann henti frá sér blaðinu. „Hvar eru svo allar þessar stórkostlegu eldflaugar, sem þið hafið verið að hóta að senda á Jankana? Þið eruð gulir í gegn . . . lygarar!" André varð síðastur inn í fundarsalinn stóra á neðstu hæðinni í aðal- stöðvum SDECE. f forsæti var Charles Rochefort, hinn heimski skrifstofunaggur, sem vegna fiölskyldutengsla hafði erft mikinn auð og völd að þvf skapi. Vinstra megin við borðið sátu SDECE-mennirnir fimm, sem rannsakað höfðu Topazar-málið. Formaður nefndarinnar var Daniel nokkur DuBay, bráðsniall leyniþiónustumaður með langa reynslu að baki, en hafði allt- af öðru fremur í huga að lenda aldrei öfugu megin við girðingu stjórn- málanna. Þétt við hægri hlið Rocheforts sat Gabriel Brune, til að geta stjórnað fundinum í gegnum hann. Næst stólnum, sem André var ætlað- ur, sat sá eini af fundarmönnum, sem hann gat hugsað sér að væri honum, hliðhollur, Léon Roux frá Sureté. Roux kynnti André fyrir Steinberger rannsóknafulltrúa. Brune kólóneli kinkaði kolli til Daniels DuBay, sem fletti upp laus- blaðabók, hagræddi gleraugunum á nefbroddinum og greip báðum hönd- um um vestisboðungana, eins og lögfræðingur sem undirbýr málflutning fyrir rétti. „Við erum komnir frá Washington, þessir heiðursmenn hérna og Stein- berger rannsóknafulltrúi í Sureté, eftir að hafa kannað yfirheyrsluskýrsl- ur, segulbönd og önnur gögn, sem bandaríska deildin í ININ fékk okkur í hendur. Við höfum einnig hitt að máli mann, sem nefnist Bóris Kúsne- tof." „Og þið hafið haft tækifæri til að meta gildi uppgötvana ykkar, þann- ig að þið séuð reiðubúnir að gefa skýrslu um málið og láta í Ijósi álit ykkar á því?" mælti Rochefort. „Svo er." DuBay liómaði allur af ánægju yfir athyglinni, sem að hon- um beindist. „Um svipað leyti og Bandaríkin og Sovétríkin hleyptu upp suðunni á þessum dæmalausa Kúbugraut sínum, þá skipulögðu þau af nákvæmni og elju næsta þátt áætlunarinnar. Tilgangur þess þáttar var að eyðileggja orðstír frönsku leyniþiónustunnar." André og Roux sýndu engin svipbrigði. Steinberger fitlaði dreyminn við naglaþjöl. „Bóris Kúsnetof, eða hver hann í raun og sannleika er, hefur reynzt úrvals KGB-starfsmaður og sennilega mesti minnishestur, sem við munum nokkurn tíma hitta fyrir. Harín fékk það hlutverk hjá KGB, í samvinnu við Bandaríkjamenn, að sviðsetja flótta sinn til Bandaríkjanna." DuBay rykkti við blaði í minnisbókinni, geiflaði varirnar og leit at- hugulum augum á andlitin umhverfis borðið. André Devereaux var sá eini, sem hann forðaðist að horfast í augu við. Hann laut yfir bókina, aðgætti að hvaða athugasemd hann var kominn og rétti svo aftur úr sér. „Kúsnetof var sendur til Kaupmannahafnar, vandlega dubbaður upp af sovézkri hálfu svo sem ti! annarra verka, sem hann áður hafði unnið fyrir landa sína. í Kaupmannahöfn hefur hann augljóslega haldið ótal leynifundi með Bandaríkjamönnum frá ININ og hlotið aukna skólun hjá þeim. Við höfum það á tilfinningunni að kennarar hans hafi verið ná- kvæmlega þeir sömu menn, sem síðar létust yfirheyra hann. Þegar hann hitti þá aftur í Washington, höfðu báðir aðilar vandlega æft bæði spurn- ingar og svör. Kúsnetof var látinn læra viss Nató-skjöl svo rækilega, að hann gat hvenær sem var romsað þau upp eftir minni, og var fræddur um starfs- aðferðir, deildir og forstjóra frönsku leyniþjónustunnar. Þessi þrautþjálf- un stóð að líkindum ekki skemur yfir en sex til átta mánuði, og að henni lokinni settu Bandaríkin og Sovétrikin strok á svið. Er hægt að trúa öðru eins og að KGB-foringi geti flúið vestrænt land ásamt eiginkonu og dótt- ur, nema því aðeins að báðir aðilar stuðli að flóttanum? Jæfa, þegar til Bandaríkjanna kom, sýndi Kúsnetof að leikarahæfileik- ar hans gáfu minninu ekkert eftir. Hann lék hlutverk sitt samkvæmt fyrir- fram ákveðinni tímatöflu. Fyrst segir hann ekki orð, svo taka við áhrifa- mikil atriði ótta og skelfingar. Svo ber það einhvern tíma við að hann óskar eftir að hitta erlendan sendifulltrúa. En ekki bara einhvern. Fransk- an sendifulltrúa. Monsieur Devereaux, svo við séum nákvæmir. Beitan er gleypt. Nokkur tími líður, og Devereaux sannfærist um að Kúsnetof sé sá, sem hann segist vera. En Kúsnetof sannfærir hann líka um að nauðsynlegt sé að láta ekkert af þessu fréttast til Parísar . . . það mátti auðvitað ekki ske fyrr en þeir yrðu reiðubúnir að loka gildrunni. Ekkert er átt á hættu. Kúsnetof eru gefin inn eiturlyf, svo að hann virðist ramba á heljarbarmi. Einlæg sorg konu hans og dóttur, sem ekk- ert grunar, gerir þetta atriði leiksins enn eðlilegra. Og allt þetta þjónar þeim tilgangi að flækja Devereaux sem rækilegast f netinu. Devereaux kemur úr ferð til Kúbu og lýkur þá fyrsta hluta áætlunar- innar með því að afhenda upplýsingar, sem ætlaðar eru til þess að gera Frakkland að taglhnýtingi Bandaríkjanna í þessari uppspunnu eldflauga- deilu. Þá kemur að öðrum þætti samsærisins: svokallaðri játningu Bórisar Kúsnetof. Hann segir frá Topazi, villuupplýsingum og lýgur upp tilveru svokall- aðrar Gagn-Natódeildar í KGB. Og svo er rjómanum drepið á kökuna: forseti Bandaríkjanna skerst persónulega í leikinn með því að ögra heiðri frönsku leyniþjónustunnar. Er hugsanlegt að nokkurt ráð sé betra fyrir Bandaríkjamenn til að efla 26 VIKAN 10-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.