Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 50
BMW BIFREIÐAR i FARARBRODDI
Bandaríska bílablaðið Road
and Track birti nýlega lista
yfir 7 beztu bilategundir
heims og skipaði BMW í
fimmta sæti.
Vér bjóðum yður þrjár gerð-
ir af BMW — BMW 1600,
BMW 1800 og BMW 2000.
BMW bifreiðirnar vinna
stöðugt á hér á landi, þar
sem bifreiðaeigendur leita í
auknum mæli eftir sterkari
og vandaðri bifreiðum, sem
þola betur hina slæmu og
bröttu vegi. Sterk og kraft-
mikil vél BMW er trygging
fyrir góðri endingu. Sjálf-
stæð fjöðrun á öllum hjólum
gerir BMW betri og stöðugri
á ósléttum vegum hérlendis.
Sætin í BMW eru vönduð og
einstaklega þaégileg. Útsýni
úr bílnum er mjög gott.
BMW bifreiðirnar eru vand-
aðar og glæsilegar, jafnt að
utan sern innan.
KRISTINN
GUÐNASON HF
KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675
Hin vota gröf
Framhald af bls. 15.
fyrir mánuði. Hún hefði átt að
segja mér frá því, ég veit ekki
hver C er.
— Álítið þér að hún hafi ver-
ið myrt, herra Kimberton? Ég
er hættur að leika leiki. Kannski
að við getum báðir lagt spilin á
borðið.
— Ég hef það staðfest að þér
voruð í um hundrað kílómetra
fjarlægð héðan, þegar lát henn-
ar átti sér stað. Það undanskilur
náttúrlega ekki þann möguleika
að leigja einhvern til að gera
þetta fyrir sig, en leigumorð eru
ekki gerð á þennan hátt. Og ég
held ekki að þér mynduð gera
neitt svo barnalegt og hættulegt.
— Ég hef ekki verið með sjálf-
um mér síðan ég frétti að hún
væri dáin. Ég er með einhverja
æðislega tilfinningu. Ég hefði al-
veg eins getað kastað Guz Hern-
andez út um einhvern af glugg-
unum hér eins og út um dyrn-
ar. Ég gef ekki fimmeyring fyrir
neitt af því sem ég geri. Ekkert
skiptir mig neinu máli lengur.
Ég treysti mér ekki einu sinni
til að hugsa inn að hún hafi
verið myrt.
— Ég hef gert mér tilgátur,
herra Kimberton. Hún geymdi
eitthvað fyrir yður. Það var eitt-
hvað verðmætt og það var trún-
aðarmál. Þér fóruð til íbúðar
hennar að sækja það næsta dag.
Þér sögðuð frú Carey að þér hefð-
uð fundið það. Ég held að það
hafi þegar verið horfið. Hún var
með lykilinn að íbúðinni með
sér, þegar hún fór út að vatninu
að synda. Hann var á lykla-
hringnum hennar með tveimur
öðrum dyralyklum. Lykillinn var
tekin við vatnið, að því er virð-
ist. Það var áhættusamt, svo hún
hefur sennilega verið látin þá.
Svo var hann notaður, sennilega
sömu nóttina.
— Svo yður langar að vita
hvað hún geymdi fyrir mig.
— Það kynni að hjálpa.
— Það væri nokkurn veginn
það vitlausasta sem ég gæti gert
að segja yður það. Ég hef verið
í slæmri klípu, ef ég segði yður
hvað það var, gæti það komið
mér aftur út í pottinn, þangað
sem hann er heitastur, herra
Breckenridge. Hún geymdi fyrir
mig obbann af þeim peningum
sem ég hef stungið undan skatti.
Ef ég hefði þurft að flýja hefði
ég getað sent eftir henni og hún
hefði komið með þá. Eitt hundr-
að og sex þúsund dollarar í reiðu-
fé, í snjáðri, blárri skjóðu. Ég
laug til um hvað var í skjóðunni.
Ég vildi ekki að hún vissi hví-
líkur skúrkur ég er. Skrýtið. í
dag hefði ég getað tekið við
þessu aftur, vegna þess að þrýst-
ingurinn var af mér í bili. Þessir
peningar eru hvergi til á skjöl-
um eða skýrslum.
— Ég óska ekki að vera til
neinna óþæginda.
— Ég held ekki að það stafi
nein óþægindi af yður. Aftur á
móti af Guz Hernandez og hann
hefur viljann til þess, en djöfull-
inn má hirða hann. Djöfullinn
má hirða allt, nema komast að
því hver drap Lucee.
— Nú viðurkennið þér að
einhver hafi gert það.
Kimberton grandskoðaði hann
í nokkur andartök.
— Þú heitir Bart? Ég heiti
Skip. Við eigum samleið. Bréf-
ið, sem hún skrifaði. Peningarn-
ir, sem eru horfnir. Tveir og
tveir eru fjórir, Bart.
Framhald í næsta blaði.
Hekluð motta
Framhald af bls. 47.
upp 6 loftlykkjur í nilfiju motturnar
mynda úr þeim hring og loka.
Raðið litunum niður eftir smekk
og heklið mottuna í æskilcgri stærð.
Ilcklið scanustu umf. gjarnan scm
tungurönd með lykkjubogum þannig:
Fitjið upp 3—6 loftlykkjur (eftir æski-
legri stærð boganna), slepppið nokkr-
uin lykkjum af fastaheklinu og festið
síðan bogunum niður með 1 fasta-
lykkju. Fitjið síðau upp jafnmargar
lykkjur í næsta loflykkjuboga, sleppið
sama lykkjufjölda af fastalieklinu og
festið niður með fastalykkju. Heklið
þannig áfram.
Strekkjið mottuna með þvf að leggja
hana á þykkt stykkl næla form hcnn-
ar út með tftuprjónum, leggja raka
klúta yfir og láta gegnþorna nætur.
langt. Einnig má pressa mottuna laus-
lcga frá röngu.
50 VIKAN 10-tbl