Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 29
vita að ég kom ekki hingað til að lóta hafa mig að skotmarki, og fer
ekki til þess heldur. Nokkrir vinir mínir, blaðamenn, hafa fengið [ hend-
ur innsigluð umslög, sem innihalda lausnarbeiðni mfna og frekari upp-
lýsingar um bankareikninga þína. Bréfin, sem tilgreina þig sem Colum-
bine, verða opnuð ef ég skyldi deyja eða hverfa."
„Verði þau bréf prentuð, verður þú dauður innan tuttugu og fjögurra
klukkutíma."
„Svona, svona, Jacques. Ég ætla ekki að birta þau nú. Ég hef lífslöng-
un ennþó, meira að segja mjög mikla. Svo lengi sem ég held þessum
bréfum lokuðum, þó sérðu til þess að ég sleppi fró Frakklandi. En eins
og stendur, getur jafnvel Jacques Granville ekki látið myrða mig án þess
að undirrita um leið eigin dauðadóm. Við erum í aðstöðu til að gera
hvor öðrum greiða. Skilurðu?"
„Innan fárra klukkustunda," æpti Jacques, „verður allt það horfið er
minnir á þessa bankareikninga. Innan eins árs . . . eða tveggja ára . . .
eða þriggja, munum við hafa dulbúið mál á hendur þér. Við munum
stimpla þig fylliraft, þjóf, óánægjugepil . . . eða sovézkan njósnara að
reyna að forða eigin hálsbeini. Málin verða gerð svo flókin að þetta
dýrmæta bréf þitt verður gagnslaust. Og síðan . . . siðan verðurðu eltur
eins og dýr f skógi til dánardægurs."
„Jacques, ég þekki rithöfund. Skáldsagnahöfund. Og meira að segja
Bandaríkjamann. Hann á sér óviðjafnanlega trúan, alþjóðlegan lesenda-
hóp, þótt svo að sumir gagnrýnendur kvarti yfir orðaskipan hans. Per-
sónulega hefði ég fremur kosið einhvern með Iftið eitt meira bókmennta-
orð á sér . . . Hemingway, Faulkner eða einhvern slfkan, en það er auka-
atriði. Ég sendi eftir honum þegar ég gerði mér Ijóst, hversu nauðsynlegt
það væri mér að eyðileggja þig. Hann vinnur nú að sögunni . . . eins
og hún leggur sig. Við erum meira að segja búnir að skfra hana . . .
Topaz, hvað annað? Það skiptir minnstu máli hvað fyrir mig kemur, en
hvað sem það verður, þá verður heimurinn á varðbergi þegar La Croix
deyr, reiðubúinn að forða Frakklandi frá kjaftinum á þér og þfnu sjakala-
pakki. '
André hrinti Jacques frá dyrunum og sneri lyklinum í skránni. Jacques
varð gripinn örvæntingu. „André! Það er önnur leið! Gakktu f lið með
okkur! Hættu þessum brjálæðislátum! Hættu við þetta sjúklega pfslarvætti!
Dæmdu þig ekki til þess konar lífs! Þú gerir þér ekki Ijóst, þú skilur raun-
verulega ekki, hverja þýðingu peningar hafa. Sú þýðing á sér engin tak-
mörk. Milljónir á milljónir ofan af frönkum. Og völd. Meiri völd en hægt
er að hugsa sér. Völd yfir Frakklandi. Óskaðu þér einhvers . . . sama
hvað það er. Á þeirri stundu sem við losnum við La Croix, máttu eiga
SDECE. Eða jafnvel eitthvert ráðuneytið, ..."
„Ég ætlaði að kveðja þig á leikrænan hátt með þvf að spýta framan
í þig, en nú sé ég að þannig væri illa farið með góðan hráka."
André gekk út.
Robert Proust sótti bréfin í pósthólf sitt á Capucinesstöð og hraðaði
sér svo til fbúðar sinnar. Bréfin voru tvö, annað til forsetans, hitt afrit
og skrifað utan á það til Roberts. Það var fum á honum er hann reif
það upp. Hann braut það sundur skjálfandi hendi og las:
Þrítugasti október, 1962.
MINN KÆRI MONSIEUR LE PRÉSIDENT!
Ég segi upp stöðu minni, frá þessum degi að telja.
Ég segi þó ekki af mér án mótmæla. Ég geng hvorki á hönd óvini eða
bandamanni. Ég segi af mér sem Frakki. Ég verð áfram Frakki með full-
um réttindum til að snúa aftur og þjóna landi mínu á heiðarlegan hátt
eins fljótt og mér er unnt.
Ég ákæri yður fyrir að neita að svara ákærum þess efnis, að sovézkur
njósnahringur, sem gengur undir leyninafninu Topaz, hafi komið mönn-
um sfnum inn f innsta hring frönsku stjórnarvaldanna. Ég held því fram
að þér persónulega hafið tekið á móti villuupplýsingum, sem Topaz
númer eitt hafi flutt yður. Leyninafn hans er Columbine, og hann er for-
setalegur ráðunautur yðar, Jacques Granville.
Ég harma að aftur skuli upp tekin sú stefna f utanrfkismálum, sem
leitt hefur til eyðileggingar Frakklands tvisvar á þessari öld. Ég fordæmi
fyrirætlanir yðar um að láta Nató og sameiginlegt öryggi vestrænna
| rfkja lönd og leið. Ég mun ekki, samvizku minnar vegna, þjóna Frakk-
landi ef ég jafnframt hlýt að hlýða þeim fyrirskipunum yðar að njósna
um Bandaríki Amerfku.
Ég vara yður og heiminn við tröllauknu samsæri um að skapa stjórn-
leysi og framselja Frakkland kommúnismanum að yður látnum.
Éa ann Frakklandi eins og þér þykist unna því, og ég leyfi mér að
segja að þér hafið svikið Frakkland vegna persónulegs metnaðar yðar.
Lengi lifi Frakkland!
André Devereaux.
Pierre La Croix hagræddi sér við skrifborðið þegar þau bréf úr kvöld-
póstinum, sem sérstaklega voru ætluð honum sjálfum, voru lögð fyrir
hann til lesturs áður en hann drægi sig f hlé fyrir nóttina. Hann saup á
kaffibollanum, sem stóð til hliðar á borðinu og hélt fyrsta bréfinu alveg
upp að nærsýnum augunum.
Utan á þriðja umslaginu í bunkanum stóð ekkert nema nafn hans.
Hann velti því nokkrum sinnum við og risti það síðan upp með pappírs-
hníf úr silfri. Hann varð furðu sleginn sem snöggvast er hann sá að
bréfið var handritað, þvi að hann hafði skipað svo fyrir að allt skrifað
efni, sem fyrir hann væri lagt, væri vélritað með upphafsstöfum, svo að
hann ætti hægar með að lesa það.
Þetta var lausnarbeiðni Andrés Devereaux.
Þegar forsetinn hafði lokið lestrinum, bar hann höndina hægt upp að
andlitinu og tók af sér þykk gleraugun. ísköldum svita sló út um hann
allan og hann rýtti upphátt: „Devereaux!" Næstum því sá eini, sem nú
orðið þorði að standa uppi f hárinu á honum. Fjandinn eigi Devereaux!
Hve langt var sfðan þessi ungi maður hafði setið frammi fyrir honum
síðast, þá jafn ótrauður og tónninn í bréfinu? Orð hans þá . . . nú sóttu
þau að . „Ef þér könnuðuð hug yðar af einlægri djúpskyggni, mynd-
uð þér ef til vill viðurkenna að tilfinningar vðar gagnvart Bandarfkjun-
um mótast af öfgafullri öfund og hatri. Þessar tilfinningar geta orðið
vopn f höndum manna, sem skilja þetta. Ég bið yður, látið ekki þá, sem
kringum yður eru, rangsnúa tilfinningum yðar og leiða yður út í sam-
særi gegn týðræðisrikjunum."
Pierre La Croix lamdi hnefanum í borðið. „La Croix er ekki verkfæri
annarra! Það eru aðrir, sem eru verkfæri La Croix! Helvftis fffl!"
En hið eina, sem nú skipti nokkru máli, var að varðveita þann sess, er
hann hafði skipað sér í sögunni. Fari í andskota sem hann myndi hverfa af
sviðinu með smán, með hneyksli á herðunum, aðhlátursefni fyrir að hafa
verið peð alla sína daga. Nei, þannig myndi hann ekki draga sig í hlé.
Ekki eftir allt það, sem hann hafði gert fyrir Frakkland. Nei, ekki eftir
að hann á ný hafði hafið Frakkland til vegs og dýrðar. Ekkert klaufalegt
smámál myndi steypa honum af stóli. Frakkland skyldi aldrei komast að
þessu. Bréfið í öskubakkanum sviðnaði í jöðrunum og skrapp saman og
stóð síðan í loga. Meðan hann horfði á það eyðast, liðu hræðileg orð
hvað eftir annað gegnum hug hans, , . , Elli er skipbrot . . , Elli er
skipbrot .
Veðrið var gott þennan dag. Hinir sérstæðu töfrar Parísar og Champs
Elysées höfðu nærri því komið á kyrrð í huga Michaels Nordstrom. Frá
borðinu við gangstétta-kaffisöluna, sem hann sat við, horfði hann á
breiðfylkingar grannra og lögulegra fótleggja marséra framhjá að við-
bættum gaddhælum og bakhlutum með iðuköst. Hann tæmdi vínglasið
sitt og sneri sér að Per Nosdahl, starfsbróður sínum í Noregsdeild ININ.
„Ég er alltaf að lofa Liz gömlu að fara með hana til Parísar eitthvert
vorið. Aðeins í frí, sjáðu til, ekki í embættiserindum . . . hver an^'ko*-
inn sem það nú er, sem menn kalla frí."
Ráðamaður veitingastaðarins kom til þeirra ,Mr. Nordstrom?"
„Já?"
„Síminn til yðar, herra minn."
„Ég verð enga stund," sagði Nordstrom, braut saman servfettuna sína
og fylgdi veitingamanninum eftir inn f húsið.
„Nordstrom," sagði hann í símann.
„Veiztu hver þetta er?" muldraði rödd Andrés Devereaux.
„Já, ætli ekki."
„Ég þarfnast kannski hjálpar."
„Ég hjálpa þér ef ég get . . . ég veit ekki
„Ég verð á Louvre, horfandi á stvttuna af Vængjuðum Sigri. Kannski
sá sigur verði okkar eini . . . á leiðinni til himins."
„Ég kem þangað."
Mike lagði á og hraðaði sér til borðanna útifyrir. ,,Ég verð að fara,"
sagði hann afsakandi við Per Nosdahl. ,,Ég verð að kveðja gamlan vin."
„Er þessi gamli vinur þinn í vandræðum?"
„Já, ég er hræddur um það."
„Heldurðy að þú getir hjálpað honum?"
„Ég get svarið að ég veit það ekki."
„Berðu honum mínar hjartnæmustu heillaóskir."
„Það skal gert."
Michael Nordstrom fór út að hjáleggjaranum og veifaði f leigubfl.
Þegar hann var seztur inn, sá hann að bflstjórinn horfði á hann f spegl-
inum.
„Þér eruð Bandaríkjamaður?" spurði hann.
„Já."
„Til hamingju."
„Með hvað?"
„Ég var rétt að heyra fréttirnar. Rússarnir hafa gefizt upp. Þeir ætla
að fara með eldflaugarnar sínar frá Kúbu . . . ó, þið eruð harðir naglar,
sannir kúrekar."
„Stundum."
„Hvert er það, monsieur?"
„Til Louvre."
ENDIR.
10. tw. VIKAN 29