Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 24
Gangstéttarkaffihúsin í París: Æskan
forsmáir þau.
GANGSTÉTTARKAJFFIHUSUNUM
í PARES SKAL BORGIÐ
í Parísarborg hefur nú verið
stofnuð nefnd, er vinna skal að
því að gangstéttakaffihúsin þar,
svokölluð „brasserie", skuli ekki
hverfa með breyttri tíð.
Orðið „brasserie“ þýðir raun-
ar „bruggstaður", en í raun réttri
eru þetta kaffihús eða litlir veit-
ingastaðir, sem hafa á boðstólum
vín, öl og mat á hæfilegu verði.
Mestur varð vegur þessara staða
fyrir aldamótin, á tímum Toulou-
se-Lautrecs, en einnig voru þeir
fjölsóttir á hinum glaðværa
„þriðja áratug". Þá voru þeir
annað heimili listamanna og rit-
höfunda á borð við Pablo Pi-
casso, Joan Míró, Ernest Heming-
way, John Dos Passos, Ezra
Pound og F. Scott Fitzgerald.
Þriðji blómatími gangstétta-
kaffihúsanna rann upp eftir síð-
ari heimsstyrjöld, þegar existen-
síalistar söfnuðust að þeim Jean-
Paul Sartre og Simone de Beau-
voir á Fiore og Deux Magots í
St. Germain-des-Prés.
Formaður nefndarinnar, Jac-
ques Gauthier, hefur látið svo
um mælt: „Án gangstéttakaffi-
húsanna væri París ekki París.
Unglingar nútímans, sem forsmá
þau, kunna ekki að meta það
sem fallegt er.“ Nefndin hyggst
með öllum ráðum hvetja fólk til
að sækja meir en áður þau bras-
serie, sem enn hafa ekki orðið að
leggja upp laupana vegna kæru-
leysis unglinganna.
VERÐUR SUÐVESTUR’-AFRlKU-”
MALIÐ LEYST ÁN ’
VOPNAVIÐSKIPTA
Suðvestur-Afríka er ófrjó auðn á
suðvesturströnd Afríku. Mikið
pólitískt þras hefur staðið um
land þetta árum saman, og lítur
út fyrir að svo verði lengi fram-
vegis.
Síðan 1920 — fyrir þann tíma
var landið þýzk nýlenda — hef-
ur Suður-Afríka stjórnað því
samkvæmt umþoði, sem hún á
sínum tíma fékk hjá Þjóðabanda-
laginu gamla. í október í fyrra
ákvað allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna að þessari umboðs-
stjóm skyldi hér með lokið. —
Greiddu hundrað og fjórtán ríki
atkvæði með þeirri ákvörðun.
Suður-Afríkumenn segja hins
vegar að Sameinuðu þjóðimar
varði ekkert um þetta og neita
að taka mark á ákvörðun þeirra.
Ef Sameinuðu þjóðirnar skyldu
kjósa að beita valdi til að knýja
fram vilja sinn, er hætt við að
Suður-Afríkumenn myndu ekki
hika við að mæta þeim á þeim
vettvangi.
Á allsherjarþinginu bollaleggja
menn nú hvað gera skuli. Mörg
yngstu ríkin í Afríku og Asíu
vilja að gripið sé til ofbeldis, ef
annað dugi ekki, en stórveldin
sum stinga upp á vægari aðgerð-
um.
Hinir blökku íbúar Suðvestur-
Afríku hafa lítinn tíma til að
brjóta heilann um þessi mál, og
raunar varla innanríkismál sín
heldur. Til þess em þeir of önn-
um kafnir við að fá hina þurru
jörð lands síns til að gefa nógu
mikið af sér, til að þeir geti
dregið fram lífið, en í sumum
héraðanna rignir aðeins sjöunda
hvert ár.
Að flatarmáli er Suðvestur-
Afríka yfir hálf milljón ferkíló-
metrar, en stór hluti þess svæð-
is er eyðimörk. Landið er það
strjálbýlasta í heimi og íbúarnir
aðeins rúm sex hundruð þúsund.
Flestir þeirra skiptast í rúma
tylft afrískra þjóðflokka. Lang-
fjölmennastir þeirra eru Óvamb-
ar, sem eru um tvö hundruð og
sjötíu þúsund að tölu. Þeir eru
Bantúmenn að ætterni og búa í
leirkofum og hafa með sér fjöl-
skyldusamfélög.
Hvítir menn í landinu eru
nærri hundrað þúsund að tölu,
flestir af þýzkum og suður-afr-
ískum stofni. Þar eru líka
sextán þúsund Búskmenn, sem
enn eru á steinaldarstigi. Þeir
stunda veiðar með eiturörvum.
Þjóðverjar lýstu landið undir
„vernd“ sína 1884, en áttu lengi
í miklum brösum við að brjóta
íbúana til hlýðni við sig. Þegar
heimsstyrjöldin fyrri brauzt út,
hófu Suður-Afríkumenn hemað
gegn Þjóðverjum í nýlendunni.
Varð hið þýzka herlið að gefast
upp 1915.
Um fimm ára skeið hafði suð-
ur-afríski herinn veg og vanda
af stjórn landsins. Árið 1920
veitti Þjóðabandalagið svo Suð-
ur-Afríku umboðsstjórn yfir
landinu. Síðustu árin hafa Sam-
einuðu þjóðirnar reynt að taka
þetta umboð af Suður-Afríku-
mönnum, einkum vegna þess að
hin nýju, sjálfstæðu Afríkuríki
hafa krafizt þess.
Ein höfuðröksemd þeirra er sú,
að Suður-Afríka hafi einnig knú-
ið fram stefnu sína um kynþátta-
aðskilnað í Suðvestur-Afríku. —
Blökkumannaríkin halda því
fram, að Suður-Afríkumenn hafi
farið út fyrir mörk þeirra rétt-
inda, sem umboðið veitir þeim,
með því að undiroka hina dökku
íbúa landsins stjómmálalega,
fjárhagslega, félagslega og menn-
ingarlega.
Eþíópía og Líbería lögðu þetta
mál fyrir alþjóðadómstólinn í
Haag, en hann vísaði því frá af
formsástæðum eftir sex ára bolla-
leggingar.
Suðvestur-Afríkumálið er því
ennþá fyrir hendi. Stjórn Suður-
Afríku, undir forustu Balthazars
J. Vorsters, hefur alls ekki hugs-
að sér að sleppa tökum á landinu.
Suður-Afríka hefur lagt fram
stórfé til fjárfestingar þar, en
það var gjaldþrota, er ríkið tók
við því árið 1920.
Helztu útflutningsvörur lands-
ins em demantar, fiskur, og loð-
feldir. Þetta gaf fjórtán þúsund
milljónir í aðra hönd árið 1965.
Undir stjórn Suður-Afrfku hef-
ur verið komið upp mörgum
skólum, sjúkrahúsum, áveitu-
görðum og iðjuverum. Vegir og
flugvellir tengja stærri bæina
saman.
Samt er Suðvestur-Afríka enn-
þá eitt einmanalegasta svæði
heimsins, umlukt af eyðimörkun-
um Karaharí og Namíb.
Hinir svörtu íbúar landsins
halda að mestu kyrru fyrir á
svæðum þeim, er þjóðflokkum
þeirra hefur verið úthlutað. Þeir
kjósa að búa í friði í sínum æva-
fomu ættarsamfélögum og hafa
lítinn áhuga á því bramþolti úti
í heimi, sem einn góðan veður-
dag getur leitt til „sjálfstæðis"
þeirra.
★
LAND-
KÖNNUÐURINN
Landkönnuður í svörtustu Af-
ríku rakst á þorp svertingja af
ættbálki, sem talinn var fjand-
samlegur hvítum og gersamlega
villtur. f von um að geta bliðkað
svertingjana og gera þá vinsam-
legri hvítum, tók hann að segja
þeim frá vestrænni menningu.
-— Við elskum náunga vorn, sagði
hann. Og hinir innfæddu hróp-
uðu einum munni: — Hussanga!
Landkönnuðinum leizt ekki
sem verst á og hélt áfram: —
Við komum fram við meðbræður
okkar eins og við viljum að þeir
komi fram við okkur.
— Hussanga, hrópuðu svert-
ingjarnir af mikilli ákefð.
— Við erum friðarsinnar, sagði
landkönnuðurinn.
— HUSSANGA!
Tárin streymdu niður kinnar
landkönnuðarins af fögnuði og
mann kærleika: — Við komum
til ykkar sem vinir, bræður.
Treystið okkur. Opnið okkur
faðm ykkar, hús ykkar, hjörtu
ykkar!
— HUSSANGA! hljómaði
margraddað í skóginum.
Harla kátur sneri nú könnuð-
urinn máli sínu til höfðingjans
og sagði: — Ég sé, að þið hafið
búpening hér. Þar á meðal teg-
undir, sem ég þekki ekki. Má
ég skoða dýrin nánar?
— Að sjálfsögðu, svaraði höfð-
inginn. — En við eru ekki búnir
að moka út, svo þér verðið að
gæta þess að stíga ekki í huss-
anga.
24 VIKAN 10‘ tbI-