Vikan - 07.03.1968, Blaðsíða 36
SKREFI Á UNDAN .
HIIAR [» ÖBKIH HAN5 NOfl?
ÞaS er alltaf sami Ieikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa beim, sem getur fundið örkJna. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti* og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Lilja Þorleifsdóttir, Háaleitisbraut 34, Reykja.v?'
VinnitJganna má vrtja í skrifstofu Vikunnar.
Nafn
Heimili
Örkin er á bls.
byggt musteri, þar sem geymd voru
fley Kheops, skip næturinnar. (
þessum risastóru tréskipum gat
hinn látni faraó haldið áfram ferð
sinni í myrkri — til eilífðarinnar.
En hið eina sem eftir er af hon-
um er lítil stytta úr fílabeini, sem
sýnir göfugt andlit: arnarnef og
oddhvassa höku og helgirúnir, sem
geyma einkunnarorð pýramfda
hans: „Kheops ríkir yfir sjóndeildar-
hringnum"."
Næst er pýramídi Khephrens bað-
aður Ijósum:
„Pýramídi Khephrens konungs.
Einnig hann hefur sín einkunnar-
orð: „Khepren er mikill". Af virð-
ingu við föður sinn, Kheops, hafði
Khephren pýramída sinn eilftið
minni. Grunnflötur hans er 710 fet
á hverja hlið og hæðin 445 fet.
Toppurinn er þakinn slípuðum kalk-
steini og upphaflega var pýramfd-
inn allur þakinn honum."
Loks er Ijósunum beint að þriðja
og minnsta pýramídanum, pýra-
mída Mykerinosar, og sfðan ótal
minni pýramídum, þar sem drottn-
ingar, ráðherrar og annað fyrir-
fólk var lagt til hinztu hvíldar.
Sýningin heldur áfram. Við sjá-
um þetta stórkostlega svið í alls
konar Ijós og litbrigðum og hlýðum
á sögu faraóanna. Sýningin stend-
ur yfir í tæpan klukkutíma. Ef til
vil I verða minnisstæðust eftirfar-
andi orð, sem lögð voru sfinxinum
f munn:
,,Ég ber vitni um vilja Kheops,
föður mfns. Um eilffð mun ég bjóða
tímanum byrginn. Ég sá Antony og
Kleopötru líða undir lok. Alexander
mikli, Caesar og Napoleon krupu
við fætur mína. Ég sá stórveldis-
drauma sigurvegara þyrlast burt
eins og fallin laufblöð. Ég hef val-
ið mér sem einkunnarorð arabísk-
an málshátt, sem hljóðar svo: Ver-
öldin óttast tímann, en tíminn hræð-
ist pýramídana."
Það er ekki oft að sýning hefur
þau áhrif, að torkennilegur fiðring-
ur fer um brjóstið. Sú varð raunin
f þetta sinn, einkum fyrstu mínút-
urnar. Það var aðeins eitt ofurlítið
atvik, sem gerði það að verkum,
að hin magnþrungna stemning
hjaðnaði eilftið og bros laumaðist
út í annað munnvikið. Þegar frá-
sögnin reis hvað hæst í tónum og
tali heyrðist hundgá, sem ekki féll
alls kostar í kramið. Litlu sfðar sást
hundkvikindi vappa um grafarrúst-
irnar. Skuggi þess margfaldaðist f
Ijósadýrðinni og teygði sig upp eft-
ir fótstalli sfinxins!
Eftir sem áður mun þessi kvöld-
stund f eyðimörkinni seint gleym-
ast. Hrikalegum mikilleik hennar
verður naumast með orðum lýst.
☆
Ung stúlka á flótta
Framhald af bls. 17.
hljótt, að kyrrðin gerði hann
órólegan. Hann hristi höfuðið og
leit snöggt til ungu stúlkunnar:
— En nú verð ég að fá að
vita nákvæmlega hvað gerðist.
Hún hikaði andartak, og fékk
36 VIKAN 10’ »»■