Vikan - 22.05.1968, Page 25
Dagsðuncð i Saltvík með
Baidving Jónssyni,
manminum, serri dreymíp
um að SaltvíBc á K|alapnesi
vepði samféiag unga fólk-
sins, þap sem þaö geri
allð sfálft, sfiópní öllu
og geti hagað öllu að
ei^lr® geöþötta.
<1
Ungt íálk nú til dags kann meira, vcit mcira, skilur rncira en ungt
fólk áður, cr sem sagt vegna ytri ástæðna sniðugra en það hefur verið. Og
þess vcgna trúi ég, r.ð hér geti fyrirhuguð starfscmi blómgazt á vínlausum stað.
TEXTf: SÍGURÐUR HREIÐAR
LJÓSM.: KRISTJÁN MAGNÚSSON
FYRIRMYNDAR
ÍSLENZKT
ÞJODFÉLAG
sjálfboðavinnu?
— Nei. í fyrra var í rauninni
svo til engin starfsemi hér. Þa'ð
var hugsað um það eitt að opna
Saltvík til að komast að því,
hvort það fólk, sem hingað kæmi,
hefði áhuga fyrir því að gera
eátthvajð mt^ira eða ekki. Við
þurftum á þeirri reynslu að halda
til aö vita hvað við ættum að gera
í framtíðinni. Og eftir þá þriggja
helga rcynslu vorum við margs
vísari. Og þess vegna stefnum við
núna að því, að fá til okkar 50
til 100 krakka, fara með þá hing-
að upp eftir, sýna þeim staðinn,
kynna þeim hugmyndir okkar, og
vita hvort þau vilja vera uppi-
staðan í því, sem hér á að gera,
þannig aö það, sem hér kann að
verða gert, verði þeirra verk og
þeirra annarra, sem hingað
kunna að vilja að koma og una
sér. Og við gerum ekki annað en
að aðstoða þau við það. Pannig
verður þetta staður unga fólks-
ins, ef unga fókið verður hér, vill
starfa hér og hafa sjálft veg og
vanda af því, sem hér verður
gert.
Nú, liér er svo íbúðarhúsið.
Hér hafði hjálparsveit skáta að-
setur sitt þær helgar, sem opið
var í fyrra, og uppi höfðum við
setustofu, þá einu, sem við liöfð-
um upphitaða. Þar var plötuspil-
ari, og á veggina hengdum við
myndir af frægum popstjömum,
eins og enn má sjá leifar af.
— Var ekki einu sinni sjáif-
boðavinna að því leyti, að gest-
irnir þrifu sjálfir eftir sig hér
inni?
— Jú, jú. Me'ð glöðu geði. Og
á vetrum gætum við notað þetta
hús fyrir svefnhús, ef svo bæri
undir, hingað gætu komið heilir
bekkir úr skólum og verið, til
dæmis um helgi. Hér er poka-
pláss fyrir að miimsta kosti
50—60 manns.
Verðurðu með starfslið hér
í sumar?
— Ég ætla að reyna að forð-
ast allt starfslið nema unga fólk-
ið. Það væri þá helzt, ef á
fagmönnum þyrfti að halda í ein-
hver alveg sérstök verk.
— Eitt er það enn, sem mér
þykir mjög skemmtilegt hér. Það
er fjaran.
— Já, okkur langar að gera
meira úr henni. Eins og þið sjá-
ið, er hún stórgrýtt, en þetta er
ekki nema mjór kambur, sem
grjótið er á. Svo eru strax komn-
Framhald á bls. 27.
VIÐ FLETTUM FRA VINSTRI TIL HÆGRI
20. tbi. YIKAN 24