Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 26

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 26
FYRIRMYNDAR ÍSLENZKT ÞJÓÐFÉLAG Baldvin: Ég er allur í möguleikunum. Mig langar að setja gufubaðstofu í ann- að hvort haughúsið eða hesthúsið, en sólterras í krikann á milli. Og mér er sagt, að ]>að kosti elcki mjög mikið að setja hér upp sundlaug. Hún þarf ekki að vera lögð í keramik, postulín og marmara, til að vera notaleg og standast heilbrigðiskröfur. ar skjólsælar grasbrekkur. Á hina höndina er fjörðurinn, og hann er ekki fyrir opnu hafi. Það er ekkert að því að fara í sjóinn sér, ekkert lakara en í Nauthólsvíkinni. Ég hef sjálfur prófað það. Við göngum frá aðalhúsunum vestur á túnið. Þar stendur hús, minna en hin, eitt og sér. Fyrr- verandi bústaður refa, meðan það tíðkaðist að rækta þá til arðs. Sólin skín og lognið slíkt að ekki blaktir hár á höfði. Við göngum neðan við útihúsin, austast geng- ur haughús suður frá fjós- inu en vestast hesthús frá hlöð- unni. Á milli er skjólsæll kriki.. — Ég er allur í möguleikunum, segir Baldvin. — Þama á milli húsanna, haughússins og hest- hússins, er sá mesti hiti, sem ég hef nokkurn tíma verið í, hérna á tslandi. Það er til þess að gera ódýrt að setja upp gufubaðstofu, og mig langar að setja upp eina slíka í annað hvort húsið, með sturtum og því sem til heyrir, en sólbaðs“terras“ í krikann á milli, og líka neðan við sjávarkambinn. Nú er sjórinn kaldari en svo, að venjulegl fólk kæri sig um að fara í hann að ráði. En hérna á túninu, þar sem við stöndum nú, er mjög auðvelt að grafa, og mér er sagt, að það kosti ekki mjög mikið að setja hér upp sundlaug. Hún þarf ekki að vera lögð í keramik, postulín og marmara, til að verða notaleg og standast heilbrigðiskröfur. Við erum niína að vinna að því að fá vatn ofan úr Esju og myndum þá hita í laugina, en láta síðan renna úr henni ofan í sjó. Það verður svo mikið vatnsmagn, að sjórinn yrði volgur í kring. Bollamir héma fyrir neðan kambinn eru ótrúlega skemmtilegir og skjólsælir, og héma fyrir ofan er endalaust svæði af ræktuðum, sléttum völl- um, sem nota mætti fyrir fót- boltavelli, handboltavelli, körfu- bolta, golf — það er bara að koma með hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Ég held, að þetta bjóði upp á óendanlega möguleika. Það eru meira segja melöldur hér upp frá, þar sem jeppaeigendur gætu svalað tor- fæmþrá sinni. Landið er fallið til nær hvers, sem vera skal og Hýmið nóg, og þetta er mátulega langt frá bænum og samt alveg uppi í sveit. —• Þú ert sem sagt þeirrar skoðunar, að það sé fleira hægt að gera við tún en að slá þau. — Já, sannarlega miklu fleira ■— og það er meira að segja líka hægt að slá þau. — Og fullorðna fólkið á að fá að koma hingað líka. Já, auðvitað. Meiningin er, að unga fólkið sjái um þennan stað og uppbygging hans sé þess, en það er alls ekki með því að koma sér buriu frá hinum eldri. Það er einmitt eftirsóknarvert, að lcynslóðimar geti komið sam- an og skemmt sér saman. Við komum að refahúsinu. Það stendur eitt sér vestur í túni, og það leynir sér ekki, að síðustu íbúar þessa húss voru engir refa- vinir heldur hænsni. Og Baldvin segir okkur hugmynd sína um þetta hús: — Þetta hús hef ég hugsað mér, að þau sem koma til með að vinna að uppbyggingunni hér fyrst, gætu fengið að hafa og umskapa nákvæmlega eins og þau vilja. Þetta hús verður þeirra verðlaun. —- Erlu ekkert hræddur um, að þessi kjarni verður eins kon- ar klíka, gagnvart öðrum gestum staðarins? Að hinir unglingarnir hugsi: Ja, þau þarna, þau þykj- ast eiga þetta alll og eru svo mikil með sig. . . . ? — Nei. Það er einmitt númer eitt að velja kjarnann úr hópi krakka, sem séu opin og ánuga- söm og ekki sízt fyrir því, að fá aðra með sér. Aftur á móti teldi ég eðlilegt, að það fólk, sem reynist leggja mesta vinnu í upp- bygginguna og gera mest fyrir staðinn, það stofnaði með sér klúbb, og sá klúbbur fengi að- setur í þessu húsi, og enginn fengi inngöngu í þennan klúbb nema hafa verið svo og svo tíð- uit gestur hér og uppfylla önnur Hlaðan að innan. Gólfið hcfur vcrið steypt og skreytingin á veggjunum cr eftir dansgesti frá í fyrra. Hér á að koma betri lýsing og önnur vegg- skrcyting, þá er húsið fullbúið. Séð ncðan af túni hcim að Saltvík. Lengst tll vinstri cr áhaldahúsið, þar sem meiningin er að hafa leiktæki. Þá er hlaðan næst, og hesthúsið fram af lienni. Fast upp við turninn cr fjósið (sctustofan) og fram af því haughúsið (gufubaðstofan?). Milli hesthússins og haughússins er ákjós- anlegur sólbaðstaður, og fram af hon- um er ráðgert, að komi sundlaug. í súrheysturninum á hins vegar að koma diskótek, þar sem þeir geta veriö, sem vilja „botnlausan liávaða". Bak við turninn sér í íbúðarhúsið, en lengst til hægri cr sumarbústaðurinn (sjá aðra mynd). vandamál til. Ég er alveg á móti því, að sífellt sé verið að tala um unglingavandamál og hvenær sem unglingur geri eitthvað af sér, sé það orðið að vandamáli. Hins vegar hefur ungt fólk á ís- landi aldrtei verið eins fjölmennt og nú til dags. Það hefur aldrei áður borið eins mikið á því. — Helmingur landsmanna er nú 25 ára og yngri. Það fer víst ekki milli mála, að bilið milli hinna eldri og yngri hefur breikkað, en það álít ég að stafi af því, að eldra fólkið hefur þurft að byggja svo mikið upp ftá grunni til þess að fylgja kröfum tím- ans. Það hefur verið svo önnum kafið að fylgja framþróuninni, að fjölskyldulífið hefur kannski lent svolítið á hakanum og ýmis ariði í heimilishaldi hafa orðið óþarflega viðamikil í augum unga fólksins. Nú, skemmtanir eru meiri núna en nokkurn tíma áður og það er komið sjónvarp. Unga fólkið lærir meira og er ■ þau skilyrði, sem sett kunna að verða. Að það yrði sem sagt eft- irsóknarvert á einhvem hátt að vera í þessum klúbbi. — Það endar kannski með, að þú verður að stækka refabúið. — .Tá, ætli ég verði ekki að flytja það inn í hlöðu? En þetta er sem sagt cina liúsið, sem ég hef hugsað mér að yrði dálítið lokað, þannig að ekki gæti hver sem er gengið hér um að vild. — Hvernig er með unglinga- vandamálið? — Ég tel ekkert unglinga- Svona líta fjós út, þegar kýrnar eru ekki heima. Hér á að fjarlægja beizl- urnar og brynningatækin, og fylla upp i flórinn, mála veggina. Þá er komin vistiegasta setustofa, því húsakynnin cru í sjálfu sér hiýlcg, björt og lág undir loft. Rcfahúsið stendur vestur í túni, nokk- uð frá hinum húsunum. Þetta hús hugsar Baldvin sér, að gera að nokk- urs konar kiúbbhúsi fyrir þá, sem áhugasamastir verða í Saltvik. menntaðra en það var, og það þroskast fyrr. Ég held, að þetta sé aðalmismunurinn. Við höfum heldur ekki kynnzt því að lifa af heimsstyrjöld. Við höfum ekki kynnzt mikilli fátækt, og við höfum ekki kynnzt skyndilegri velmegun eftir skínandi fálækt Ai ( Framhald ó bls. 36. V 27 VIKAN 20-tbl VIÐ FLETTUM FRA VINSTRI TIL IHÆGRI VtÐ FLETTUM FRA VINSTRI TIL HÆGRI 20. tbl. VIKAN 26

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.