Vikan


Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 22.05.1968, Blaðsíða 45
jsjórœningiim Framhald af bls. 6 — .... er ekki betur settur en við, að hann hefst við í iðrum skips- ms, oins og björn í hýði og hefur ekkert vatn, engan mat og engin skotfæri. Hann og menn hans deyja úr þorsta fyrr en við, svo mikið er augljóst. Konurnar hristu höfuðin tortryggnislega. Þær gerðu sér enn ekki grein fyrir því hvað var á seyði. Ifafið var kyrrt og þær gátu ekki betur séð og fundið en að skipið skoppaði glaðlega áfram gegnum léttu móðuna, sem um morguninn var eins og slæða við sjóndeildarhringinn og þær áttu erfitt með að segja til um hvort stefnan var suður eða norður, þvi þær höfðu ekki orðið vitni að tilraunum mannsins við stýrið, til að berjast á móti straumnum og halda skipinu á réttri stefnu. Og börnin voru enn ekki tekin að biðja u-m vatn. — Það væri liklega fagnaðarefni ef þeir dæju á undan okkur, sagði Anna frænka að lokum. — En ég kysi heldur að við tækjum öll land heilu og höldnu. Ég sé ekki betur en að Rescator þekki þessa sjóleið, sem við á hinn bóginn gerum ekki og hann hlýtur að hafa sjónienn i áhöfn sinn, sem væru færir um að leiða okkur þangað, sem við gætum tekið land. Eg sting upp á að þið semjið við hann um að hann láti í té þá hjálp sem þið þarfnizt. — Vel mælt frænka, sagði Maitre Berne og birti yfir honum. ■— Þú hefðir ekki getað sagt neitt gáfulegra. Það er nákvæmlega sú niðurstaða sem við vonuðumst eftir. En gætið þess að misskilja ekk- ert! Það er engin spurning um að gefast upp; við viljum aðeins ná samkomulagi við óvini okkar. E'f hann leiðir okkur að vinsamlegu, byggðu bóli, raunum við í staðinn láta hann og þá manna hans, sem kjósa að vera honum tryggir, lausa og 1 friði fara. Og mynduð þig láta hann hafa skipið aftur? spurði Angelique. — Auðvitað ekki. Við höfum barizt fyrir þessu skipi og við þurfum á því að halda tii að ná til Santo Domingo. E'n þar sem við höfum hann á oklcar valdi er það allt nokkuð að láta hann hafa líf og frelsi. — Og ímyndið ykkur að hann muni samþykkja það? — Hann mun samþykkja það, því örlög hans eru hlekkjuð við ör- lög okkar. Ég skal iáta Rescator njóta þess sannmælis að hann er einstakur siglingafræðingur og svo það fer ekki hjá því að hann geri sér ljóst einmitt á þessari stundu að skipið stefnir í voða. Hversu mjög sem við leggjum að okkur að stýra þvi suður á bóginn, fer Það stöð- ugt i norður. Og ef við höldum áfram miklu lengur móti norðri verðum við fljótlega aftur á heimskautasvæðinu innan um ísinn. Og þegar þang- að er komið eigum við á hættu að stranda eða verða skipreika á hættu- legri strandlengju, sem við vitum ekki hverjar hættur geyma, við verðum matarlaus, hálparlaus og það verður kalt. Rescator veit þetta allt og hann hlýtur að gera sér grein fyrir því hvar hann og hans menn standa. Eftir þctta beindust umræðurnar að þvi hverjir þeirra ættu að standa andspænis reiði Rescators og semja við hann, hvort einn ætti að fara eða fleiri saman. Hin sviplega aftaka vesalings bakarans, hafði verið þeim viðvörun. En Þau komust ekki að niðurstöðu, svo þau sneru sér að þvi að ræða um það hvernig ætti að ná sambandi við mennina í lestunum. Það var stungið upp á því að einhver klöngraðist aftur ofan eftir keðjugöngunum, sem mótmælendurnir urðu að fara um til að komast að púðurbirgðunum og þar sem þeir höfðu skilið varðmann eftir. Þar atti sendiboðinn að senda skilaboð á merkjamáli sjómanna, til þeirra sem i iestunum voru og stinga upp á því að samninganefnd kæmist til Rescators. Le Gall sem kunni þetta merkjamál klöngraðist niður í fylgd með vopnuðum sjómönnum. Þegar hann kom upp aftur meira en klukkustund síðar var hann fýldur á svipinn. — Hann vill 'konur! — Hvað ,þá! hrópaði Manigault. Le Oall þurrkaði svitann af enni sér. Það hafði verið erfitt að vera þarna niðri. -- Nei, nú fáið þið rangar hugmyndir. Það er ekki eins og þið hald- ið. Það yar mjög erfitt að ná sambandi við þá og það er ekki hægt að fara út í langar útskýringar og mikil orðaskipti, þegar það eina sem hægt er að nota er stafur til að berja með í vegginn. En svo mikið skildi ég þó að Rescator samþykkti að taka á móti sendinefnd með því skilyrði að hún sé eingöngu skipuð konum. —• Hvers vegna? Hann sagði að ef einhver okkar eða Spánverjanna sýndi sig niðri i lestinni gæti hann ekki komið í veg fyrir að menn hans rifu hann í tætiur. Hann setur líka það skilyrði að Dame Angelique verði í nefndinni. 32. KAFLI Madame Manigault langaði til að vera í sendinefndinni, en hún var of þrifleg um sitjandann. Rescator haíði gefið fyrirmæli um það að konurnat kæmu til fundar við hann gegnum lúguna í hliðarher- berginu, innar af kaetunni hans og niður eftir kaðalstiganum, — Einstaklega illa til fundið, tautuðu mótmælendurnir - Þeir gerðu sér ekki miklar vonir um gleðilegar endaíyktir samn- inganna, því þeir álitu konur sínar ekki hafa mikla diplomatisfca hæfileika. Madame Carrére, sem haði staðið í svo ströngu um æfina að líkami hennar var hæfilega grannur og lipur, til að hún kæmist í þessa sendi- för, var skipuð í hiö vanþakkláta hlutverk, talsmanns nefndarinnar. Þessi litla kona. sem ólgaði af lífsþrótti og hafði vanizt því um dag- ana að stjórna íjölskyldu sinni og þjónustuliði frá morgni til kvölds, var ekki líkleg til að láta skelfast og var líkleg til að halda fast við sitt, þar Lil yfir lyki. — Þú verður að vera ósveigjanleg með skilyrðin, sagði Manigault. — Líf og frelsi, það er það eina sem við látum í té Angelique stóð álengdar fjær og yppti öxlum. Joffrey myndi aldrei ganga að þessum skilyrðum og hver átti að gefast upp Hér var slegið saman jafn hörðum steinum. Hvað slægðina snerti stóð Joffrey de Peyrae vnfnlaust framar andstæðingum sínum, en þegar þrákelknin var annarsvegar, myndi hann og menn hans aldrei ná yfirhöndinni yfir þessum hópi manna, frá La Rochelle. Abigail hafði boðizt til að fara líka, en Manigault var á móti Því. Faðir hennar Iiafði synt of mikla andstöðu við uppreisnarfyrirætlanir farþeganna til þess að hægt væri að treysta því að dóttir hans hefði hreinan skjöld. Svo hugsaði hann sig um. Rescator hafði sýnt þessari stúlku nokkra virðingu, svo það var e'kki ólíklegt að hann myndi hlusta á hana með góðvild. Og hvað snerti hlutdeild Angelique í þessu, vogaði enginn að skyggnast of djúpt i hana. Það var þeim öllum of- viða að skilja hversvegna hún var sú eina sem þeir gátu fyllilega treyst. Enginn vogaði að viðurkenna það, en flestar kvennanna hefðu viljað taka um hond hennar i laumi og biðja hana um að bjarga þeim því þam voru nú teknar að skilja hvað fíouldsboro var í vonlausri aðstöðu í höndum þessara óreyndu sjómanna. Þegar konurnar þrjár voru komnar niður urðu þær að bíða Þess að lúgunni yrði lokað yfir höfðum þeirra. Þá voru þær i niðamyrkri’ við NÝTT FBÁ RAFKA 45 VIKAN 20-tw- VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI AHt ta ferðalaia Msvara FULLKOMIN VIÐGERÐAÞJÓNUSTA ÍSLENZKT ER ÖRUGGT VELJUM ISLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ BELGJAGEROIN BOLHOLTI 6 endann á löngum og mjóum göngum og þær fylktu sér í halarófu á eftir E'ricson sem vísaði þeim að stórum klefa, þar sem flestir af hinni sigruðu áhöfn virtust samankomnir. Kýraugun voru galopin og inn um þau barst grá skíma. Sjómennirnir spiluðu á spii, köstuðu teningum eða sveifluðu sér einfaldlega í hengikojunum. Þeir virtust fyllilega rólegir og tjáningarlausir á svip, næstum kæruleysislegir, þegar þeir virtu fyrir sér konurnar þrjár. Þeir voru mjög illa vopnum búnir og kvíðinn gagntók Angelique, því hún sá að ef til átaka kæmi myndi hópur Joffreys, þótt íjölmennari væri, bíða lægri hlut. Rödd gall við úr einurn lestarklefanum, rödd Peyracs. Hjarta hennar tók viðbragð. Henni fannst aldir síðan hún heyrði þessa rödd siðast. Ilvað var það í þessari rödd sem heillaði hans svo mjög? Hún var gagntakandi þessi rödd, sem ekki gat lengur sungið. Þetta var rödd nýrrar ástar. Þessi hálfkæfða og grófa rödd kom henni til að gleyma þeirri sem hún þekkti á árunum áður, röddinni með þess- um dásamlega hljómi, röddinni með bergmálinu, sem smám saman var að fölna í fjarska, eins og ímynd hinnar fyrstu ástar. Nú var aðeins þessi annar persónuleik, þessi ævintýramaður með útitekna andlitið, herta hjartað og gráa hárið við gagnaugun, sem fyllti alla hennar verund. Það var þessi brostna rödd sem hafði leitt hana, þessa stund óumræðilegrar sælu og ótta, þessa stuttu ástarnótt þeirra, eftir storminn — nú fannst henni þetta allt líkjast fjarrænum draumi. Þessar grönnu, föðurlegu hendur, sem handléku rýtinginn af slíkri fimi. Þetta voru hendurnar sem höfðu látið vel að henni. Þessi maður sem hafði látiö vel að henni var elskhugi hennar, ást- vinur, eiginmaður hennar. Rescator vat' svipbrigðalaus bak við grímuna og þótt hann hneigði sig kurteislega fyrir konunum bað hann þær ekki um að setjast. Hann stóð við hliðina á einu kýrauganu, með krosslagða handleggi. Nicholas Perrot stóð úti í einu horninu á litla klefanum og reykti pípu sina. — Jæja heiðruðu konur, ég sé að eiginmenn yðar eru bráðsnjallir að leika hermenn, en eru teknir að efast um að þeir séu jafn góðir siglingamenn. — Ef þér spyrjið mig herra minn hefur lögfræðingurinn, eiginmaður minn ekki betri skjöld í þessu máli, en hinir. Það er mín skoðun, jafn- vel þótt hún sé ekki hans. Staðreyndin er sú að þeir eru vel vopnað- ir og staðráðnir í því að halda sinni stöðu, að sigla til Vestur-Indía og ekkert annað. Svo það er ef til vill góð hugmynd að við reynum að ná einhverju samkomulagi, svo allir hlutaðeigendur gætu farið sem bezt út úr þessu. Þessu næst skýrði hún honum einarðlega frá tilboði Manigaults. Rescator var þögull, sem kom þeim til að vona að hann væri að bræða með sér tillögur þeirra. — Mann til að hjálpa ykkur að lenda, i skiptum fyrir lif mitt og VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI áhafnarinnar, endurtók hann hugsi. — Þetta er mjög vel hugsað. Það er aðeins eitt sem gerir það ógerlegt að hrinda þessari dásamlegu áætlun í framkvæmd. Það er hvergi hægt að Jenda hér við þessar strendur. Um hana leikur hinn dásamlegi golfstraumur sem einfaldlega sópar burt hverjum þeim sem reynir að lenda. Ströndin er full af klettum og skerjum, sem gerir það allt of hættulegt að reyna að taka land. — Svo ég nú ekki minnist á ýmsar aðrar gildrur og væntanleg- ar hremmingar. Hérna er tvö þúsund og átta hundruð mílna löng bugðótt og klettótt strandlengja, sem nær yfir tvö hundruð og átta mílna loftlínu. - En jafnvel verstu strandlengjur hljóta að hafa einhverskonar höfn, einhvers staðar þar sem skip geta varpað akkerum, sagði Abigail og reyndi að láta röddina ekki skjálfa. — Rétt er það, en maður verður þá að vita hvar þeir staðir eru. — Vitið þér það ekki? Þér virtust svo viss um leiðina. Ef dæma skal eftir því sem áhöfnin sagði ætluðuð þér að taka land innan fárra daga. Abigail var svo æst að það voru rauðir blettir á kinnunum, en hún hélt fram máli sínu af einarðleik, sem Angelique vissi ekki að hún byggi yfir. - Vitið þét' ekki um neinar hafnir, herra minn? Ekki eina einustu? Dauft bros lét um varir Rescators. — Það er erfitt að skrökva að yður, unga kona. Nú, allt i lagi, segjum svo að ég þekki þessa strönd nógu vel til að reyna, takið eftir að ég segi reyna að lenda án þess að rekast á kletta eða sker mynduð þið halda að ég væri svo heimsk- ur ...... Röddin harðnaði aftur: —-........svo heimskur að bjarga ykkur og ykkar eftir það sem þið hafið gert mér? Gefist upp, leggið niður vopn og látið mig aftur hafa skipið. Að því loknu ef það er ekki of seint, skal ég gera mitt bezta til að bjarga því. . - Menn okkar hafa ekki einu sinni látið hvarfla að sér að gefast upp, sagði Madame Carrére. — þeir óska þess eins, að við sleppum við þau örlög sem vofa yfir okkur: annað hvort deyjum við úr þorsta og verðum skipreika á óþekktu landi eða förumst í ísnum, sem þessi briálaði straumur leiðir okkur i. Þér skutuð göt á vatnstunnurnar og hafið þar með leitt það sama yfir yður líka ..... Það er engin lausn önnur en að leggja þar að landi sem við getum fengið nýjar birgðir eða við munum deyja. Rescator imeigði sig djúpt. — £g dáist að rökvísi yðar, Dame Carrére. Hann brosti aftur og leit af einni konunni á aðra. Þær voru hver með sínu móti en samt horfðu þær allar vongóðar á hann með sama áhyggjusvipnum. Ailt í lagi þá. Þá skulum við deyja saman. Öll réttindi áshilin, Opera Mundi, París. 20. tbi. VIKAN 44

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.