Vikan - 22.05.1968, Qupperneq 46
Beltistaska
Þægilegt er að geta haft tösku ó beltinu, fyrir nestið og ann-
að smádót. Þessi, sem hér er sýnd, er fyrir 5—51/2 cm breitt
belti. Það má sauma hana úr leðri eða þykku efni og þá
iafnvel fóðra hana með plasti eða vlieselíni, en það þarf
aðeins að strauja á og gerir töskuna stinnari. Það gerir ekk-
ert til þótt taskan og beltið sé ekki af sama lit eða úr sama
sfni, ef það fer bara vel saman. Sníðið eftir munstrinu, hver
ferningur er sama og 2x2 cm. Sjálf taskan er sniðin úr einni
lengiu, sem síðan er brotin saman þar sem botninn á að
vera, þannig að hliðarnar passi !, sjá teikningu. Á öðrum
endanum er lokið látið leggjast yfir og ofarlega á það er
stunginn saumur með það breiðu bili, að hægt sé að þræða
beltið í. Sé taskan úr leðri, mega saumarnir vera utan á og
er þá þrætt svolítið frá börmum með grófu garni. Sömu-
leiðis stungan að ofan fyrir beltið. Lokað með hnappi og
hnappagati. Gerið ráð fyrir saumförum.
47 VIKAN 20-tw-
Sólbaðsbnxiir í litlð fglpi
eOð Bidir kiói
Hér er hver ferningur
líka 2x2 cm. a = V2
bakstk. og því sniðið
tvisvar, b = V2 fram-
stk. (þarf tvö stk.),
Hafið buxurnar úr sama efni og kjólinn, ef á að nota þær
með honum. Af 70'cm efni þarf ca. 80 cm, en af 170 cm
breiðu 40 cm. Hver ferningur er 2x2 cm. Klippið munstrið
út og berið við barnið, áður en efnið sjálft er sniðið. Gerið
ráð fyrir saumfari. Stykkin eru saumuð saman beint að
framan og aftan, og gerið ráð fyrir það breiðum faldi að
ofan og á skálmium, að hægt sé að draga teygiu þar í.
c = axlabönd og snið-
in tvisvar í tvöfalt
efni, d = stykki undir
axlaböndin, eitt stykki
í tvöfait efni, e =
beltislíning, sniðin á
tvöfalt efni eða fóðr-
uð með þunnu bómull-
arefni. Gerið ráð fyrir
saumfari og hafið 15
—20 cm rennilás efst
á vinstra hliðarsaum.
Beltisl íning stönguði
saman og saumuð ái
réttuna, gengið frá:
efri brún buxnanna á
röngu. Axlabönd og;
stykkið til að hneppa;
þau á er saumað sam-
an á röngu og snúið
við, pressað og saum-
að fast á líninguna,
böndin með nokkru
bili að aftan, en axla-
bandastykkið að fram-
an, böndin lögð í
kross á baki og
hneppt á stykkið að
framan.
VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI
*
0 lEixnq Ji|i
BeltisoilsiO
I>að er ætlað á ca. 11 ára, þarf ca. 1 m af 90 cm
breidd. Saumarnir stungnir á vél eins og á minna
pilsinu, sé t. d. beigelitað kakí notaö er fallegt að
stanga með dökkbrúnu. Gerið ráð fyrir 15 cm opi
í vinstri hlið fyrir rennilákS, en stangið áfram með-
fram honum cins og hliöairsaumum. Faldið beltis-
smeygana og festið við pilsið og leggið streng eða
r
L_______________________________________________1
þykkt bómullarefni undir pilsisbrún að ofan og
saumið um leið og smeygarnir eru festir á röngu
Vasinn fyrst stangaður að ofan, síðan festur á og
stangaður meðfram öllum liliðum og stangið mið-
sauminn alla leið upp úr og niður pilsið. Hafið belt-
ið ca. 1 m langt og dragið tvo hringi í það, brjótið
endann og festið hringana þannig. Faldið í höndum
að neðan.
Pils með llíni
Það er ætlað á 4 ára, og í það þarf 50 cm
af 90 cm breiðu efni, kakí er hentugt efni.
Hafið 1 cm breiðan fald á efri hluta og hlið-
um bi’jóstsstykkisins og stángið á, fyrst 2
mm og síðan 10 mm frá brún. Faldið hring-
lykkjurnar, þræðið tvo hringi á hvora,
brjótið í miðju og festið á brjóststykkið að
ofan, Stingið brjóstvasann á og neðri vas-
ann, með álíka breiðu bili milli stungnanna
og að ofan. Á sama hátt er vasinn á beltis-
pilsið festur. Efri hlutinn festur við pilsið
og látið pilsið ganga 3 cm upp fyrir og stang-
ið eins og belti, en að aftan er teygja dregin
í beltislíninguna ,svo að pilsið rykkist þar
svolítið. Aftur og framstykki á pilsi er saum-
að þannig að framstk. gengur yfir bakstk. og
stangað með sama millibili og annarsstaðar
á pilsinu. Hafið 8 cm op á hvorri hlið og
stangið kringum það, setjið hnappagat á
framstk. og hneppið yfir á hnapp á afturstk.
Hlýrarnir eru lagðir í kross á baki og festið
við afturstk. Faldið að neðan í höndunum.
☆
ÐAKStYCKE ISCM
WOLHEDBRðSTtAPP
VIÐ FLETTUM FRÁ VINSTRI TIL HÆGRI
20. tbi. VIKAN 46