Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 14
Hank B. Marvin. The Shadows. ilBI The Shadows Fyrir fjórum árum voru The Shadows hin einu goð, sem blöktu í augum þeirra, sem nú eru komnir yfir annan áratuginn. Þeir komu fram á sjónarsviðið með gítara og trommur, sem var á þeim tíma í meira lagi óhefðbundin hljóðfœraskipan. Brátt fór þó svo, að allar hljómsveitir vildu líkja eftir The Shadows, og þeir, sem hingað til höfðu leikið á píanó eða saxófóna eða harmonikku gátu ekki verið þekktir fyrir að láta sjá sig við slík hljóðfæri! Gítarinn var númer eitt. Rafmagnsgítarinn. Og veldi gítarsins er enn óhaggað. Hann er enn það hlóðfæri, sem mest kveður að í þeim hljómsveitum, sem bragð þykir að. Sem sagt: Shadows voru frumherjarnir. Þeir komu fyrst fram sem undirleikshljómsveit fyrir Cliff Richard, en nú hafa þeir að mestu sagt skilið við hann enda syngur Cliff nú orðið við undirleik stærri hljómsveitar, Á þeim átta árum, sem Shadows hafa verið þekktir hafa þeir sent frá sér ótal hljómplötur, stórar og smáar. Þeir hafa þó starfað saman öllu lengur, því að árið 1958 var hljóm- sveitin stofnuð. Tveir þeirra félaganna, Hank B. Marvin og Bruce Welch hafa verið í hljómsveitinni frá upphafi. Hank er sólógítar- leikari hljómsveitarinnar og primus motor í músikinni. Fyrsta lagið, sem The Shadows urðu þekktir fyrir, var Apache. Það var fyrir átta árum. Að undanförnu hafa þeir sent frá sér margar ágætar hæggengar plötur, og má nefna til dæmis plötu, sem ber heitið „Jigsaw“. Sú plata hefur að geyma mörg lög, sem þeir sjálfir hafa samið, auk sígildra dægurlaga á borð við „Winchester Cathedral", „Haria Elena“ og „Stardust“. Þetta er músik í fyrsta gæðaflokki, músik, sem maður hlustar á aftur og afur — og lygnir aftur aug- unum um leið! ANDRÉS INDRIÐASON I-Iinn vinsæli velski söngvari Tom Jones hefur að undanförnu skemmt í Las Vegas í Bandaríkjunum og hefur honum verið tekið með slík- um kostum og kynjum að elztu menn muna ekki annað eins, Þótt hljóm- plötur Tom Jones hafi selzt í 25 milljónum eintaka um heim allan og hann hafi komið fram fimm sinn- um í skemmtiþætti Ed Sullivans hafa bandarískir ekki opnað eyrun fyrir söng hans fyrr en nú. Er Tomma nú spáð miklum frama vestra enda er hann skemmtikraftur á þeirri línu, sem Bandaríkjamenn kunna bezt að meta — að sögn. Þá verður ekki annað sagt en byrlega blási fyrir honum heima fyrir, en lagið hans „Delilah“ hefur setið á brezka vinsældalistanum um nokk- urra vikna skeið, Tom «l@nes ð 14 VTTCAN 23- »>■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.