Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 29
Ástríður æskufólks og óbærilegar ástar- sorgir hafa verið uppáhaldsefni listamanna gegnum aldirnar, en það þurfti snilling eins og Shakespeare til að gera unga elskendur eins og Romeo og Júlíu, ódauðleg í heimsbók- menntunum. Fyrsta sagan, sem er greinilega undanfari sögu Shakespeares, er „Historia de due nobili Amanti", var samin árið 1530. Meginefni þessarar ítölsku sögu er mjög líkt og í Romeo og Júlía, eftir Shakespeare. Shakespeare skrifaði þessa viðkvæmnislegu ástarsögu sína, ástum og ástríðum hinna kornungu elskenda til lofs, ljómandi af ljóð- rænum hreinleika og töfrandi yndisþokka. Það er því ekki undarlegt að hún hafi haft áhrif á aðra listamenn, sérstaklega hljómlist- armenn. Af óperum um þetta efni, er aðeins ein, sem stöðugt er á leiksviðum, víða um heim, — „Romeo og Julía“, eftir Gounod, sem samin var fyrir 100 árum. Aðrir hafa reynt að nota sér sorgarleik Shakespeares, sem undirstöðu í söngleiki, — (Bellini, „I Capuletti ed e Montecchi") árið 1830, og Richardo Zandonai („Guilietta e Romeo“), árið 1921, en þessi verk hafa aldrei orðið sérstaklega þekkt. Árið 1935 samdi rússneska tónskáldið Prokofieff hljómlist við ballettinn „Romeo og Júlía“, sem er meðal þekktustu ballett- verka í heiminum. Þrjú önnur tónskáld hafa samið tónlist um þetta efni. Álrið 1870 samdi Tchaikovski „Romeo og Júlía, forleiksfantasíu", og 1939 samdi Berlioz symfóníu um sama efni. Snilldarlega samsteypu af söng, leik og dansi samdi Leonard Bernstein árið 1958, — „West Side Story“, sem er nýtízkuleg túlkun á „Romeo og Júlíu“, og hann lætur gerast í New York. Auðvitað hefir þessi harmleikur líka haft áhrif á óteljandi listamenn í kvikmyndaheim- inum. Árið 1936 léku Norma Shearer og Leslie Howard aðalhlutverkin í kvikmynd um Romeu og Júlíu, og árið 1953 var tekin ný kvikmynd, og þá léku Laurence Harvey og Susan Shentall hina ungu, óhamingju- sömu elskendur. Síðasta kvikmyndin sem framleidd hefir verið eftir ástaharmleik Shakespeares er verk ítalska leikstjórans Zefirellis. Hann hefir val- ið unga og óreynda leikara til að fara með aðalhlutverkin, Leonard Whiting, sem er 17 ára, og Oliviu Hussey, sem er aðeins 15 ára, Zeffirelli hlýtur að vera sá fyrsti sem skil- greinir þessa frægustu ástarsögu allra tíma sem „tilviljunarkennda“. En leikflokkur hans er honum sammála. Framhald á bls. 50. 28 VIKAN 23-tbl- Kvikmynd: f síðustu kvikmyndinni um „Romeó og Júlíu leikur hin 15 ára gamla Olivia Hussey Júlíu og Leonard Whiting Romeó. Myndin er tekin í nágrenni Róma- borgar og leikstjóri er Franco Zefíirelli. <i Atriði úr kvikmyndinni. Opera: Ein af hinum syngjandi Júlíum var ástralska söngkonan Nellie Melba, Leikhús: Árið 1940 léku Laurence Oliver og Vivien Leigh titilhlutverkin í „Romeó og Júlía“, í Chicago. Kvikmyndir: Árið 1936 léku Norma Shearer og Leslie Howard hina ungu elskendur. Ballel: Hinar frægu stjörntfr konunglega ballettsins í Bretlandi, Morgot Fonteyn og Rudolf Nurejev, dansa titilhlutverkin í ballett Prokol'icffs „Romeo og Júlía“. Söngleikur: Leonard Bernstein notar „Romeó og Júlíu“ hugmyndina í hinn fræga söngleik „West Side Story“. Carol Lawrence og Larry Kent léku Maríu (Júlíu) og Tony (Romeo). 23. tbi. vikáN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.