Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 25
r~ HÖfUNDUR JLACK POWER" EFIIRMAOUR KINGS Stokely Charmichael hefur tækifær til að verða hinn nýi leiðtogi, eftir Martin Luther King, ef honum auðn- ast að lifa nógu Iengi. Mun ofbeldi eða friðsamleg samvinna setja svip á bar- áttu amerískra negra, eftir fráfall Martin Luther Kings? Flestir Ameríkumenn spá því að ofbeldið verði ofan á. Eftir morðið á Iving var hinn 42 ára gamli babtista- prestur, Ralph Abernathy, kjörinn leiðtogi fyrir friðsam- leg samtök blökkumanna, þ.e.a.s. ACLC. Abernathy er lítt. kunnur, en hann var náinn vinur og samstarfsmaður Kings i tíu ár. Hann kom fyrstur að hinum deyjandi Tving eftir árásina í Memphis. En þessi lilédrægi og hljóðláti blökkumaður, Abernathy, virðist ekki vera til forustu fallinn. Ungir amerískir blökkumenn bíða þess í ofvæni að Stokely Charmichael, hinn 26 ára gamli negri frá Trinidad, sem fann upp slagorðið ,Black Power“, komi fram á sjón- arsviðið og' taki við forustu um jafnretti hvítra og þel- dökkra. Charmichael er sameiningartákn ungu negranna. King var hinn friðelskandi heimsspekingur, enda hafði hann fengið friðarverðlaun Nobels, og hann hafði a 111 önnur sjónarmið. TTngir negrar liktu honum jafnvel við „Tom frænda“. Stokely Charmichael er dæmigerður uppreisnar- maður, í líkingu við Che Guevara, og orð hans hafa miklu meiri hljómgrunn í negrahverfunum, en orð hinna frið- elskandi leiðtoga. Charmichael er einn af framámönnum í negrasamtök- unum SNC'C, sem eru uppreisharsamtök. Hann var for- ingi þeirra í fyrra, en eftirmaður hans var æsingaseggur- inn Rap Brown, sem nú situr í fangelsi fvrir óeirðir. Nú í sumar, þegar búizt er við að kynþáttabaráttan verði efzt á baugi, eru líkur til að Charmichael verði sameiningar- tákn negranna í baráttunni um jafnrétti. En það eru marg- ir sem ekki eru trúaðir á að honum takist það. Hin hæg- fara negrasamtök, eins og t.d. NAACP, CORE og félags- skapur Kings ACLC, hafa meira og minna hafnað of- beldiskenningum Charmichaels. Þeir negrar sem liafa komið sér sæmilega fvrir og hafa fasta vinnu, hafa ekki álmga á ofbeldiskröfum SNCC, um vopnaða uppreisn. En ]>að er þó greinilegt að fylgi Charmichaels hefur aukist, síðan King var myrtur. TJngir blökkumenn, víðs- vegar í Bandaríkjunum eru mjög hrifnir af honum. Spurn- ingin er bara sú, hvort Charmiehael, sem vandlega er gætt af fylgismönnum sínum, getur safnað áhangendum sínum saman til átaka nú í sumar, sem á að vera „sumar átak- anna“. Hvítir Bandaríkjamenn hata hann eins og pestina. Hann er eiginlega fyrirfram dæmdur til samskonar dauð- daga og Alartin Luther King og INlalcolm X ...... V 23. tbi. viKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.