Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 48
Þeir eru ófáir, sem ekki geta litið á konulíkamann öðru vísi en sem lostafulla kynæsingu. Þetta fólk fórnar höndum vfir hvers konar myndum af nöktu kvenfólki, þótt þær séu marg- ar hverjar listavel gerðar og langt frá að vera klám. Og margar raddir hafa sagt sem svo: Hvers vegna er alltaf verið að sýna okkur mvndir af ber- rössuðu kvenfólki — hví má ekki lofa okkur líka að sjá bera karlmenn? Svarið hefur löngum verið á jjá lund, að sem augnayndi stæði líkami karlmannsins mjög að baki líkama konunnar. Þetta hefur til skamms tíma þótt gott og gilt svar — nema hvað Frakkar eru gefnir fyrir að hafa endaskipti á öllum sköpuðum hlutum. Svo stóð á, að franskur nær- buxnáframleiðandi var íarinn að hafa áhyggjur af afkomu sinni. Hann áleit sínar brækur ekki lakari en annarra, en þær seld- ust mjög illa. Svo hann sneri sér til viðurkenndrar auglýs- ingastofu og mælti á þessa leið: — Sjáið um að koma nær- buxunum, sem ég framleiði, í örugga sölu. En í hvelli. Eg er að fara á hausinn. Auglýsingastofan kannaði brókamarkaðinn í Frakklandi og komst að því, að miðlungs- Frakkinn keypti bara einhverjar bra'kur, þegar liann vanhagaði um slíkar vörur. Ilm val eða markviss kaup á ákveðnum merkjum var ekki að ræða. Fá- títt var að konur keyptu slík- ar flikur handa mönnum sín- um, þótt þeir aftur á móti gæfu þeim iðulega plögg af þessu tagi við ýmiss tækifæri. Og auglýsingastofan ákvað að gera herferð í þessum efnum. Franck Protopapa var dreginn iram í dagsljósið. Franck Protopapa var horað- ur unglingur, 23 ára. Hann er 48 VIKAN 23-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.