Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 24
aldrei hikað við að úthella blóði, þegar nauðsyn krafði, eða til að
dæma hvern sem var til dauða, ef hann taldi það ráðlegt.
— Hvernig átti hún að voga að fara til hans og biðja fyrir þessum
níðingslega seku mönnum, sem höfðu greitt svona þung og blóðug högg?
Það háttarlag myndi þjóna þeim tilgangi einum að gera hann enn
reiðari, hann myndi reka hana burtu með beiskum orðum og ásaka
hana fyrir að haf dregið taum óvinanna gegn honum.
Konurnar og börnin virtu hana fyrir sér, kvíðafullar á svip mieðan
hún barðist þessari þungu, innri baráttu.
— Dame Angelique! Þú ein getur hrært hjarta hans! En það verður
bráðlega of seint!
Skilningaivit þeirra voru nú skarpari en ella vegna þeirra hremminga,
sem þau höfðu orðið að þola og þótt þær heyrðu ekkert núna, skynjuðu
þær að eitthvað var í undirbúningi, hver mínúta sem leið gat verði sú
síðasta.
Það fór hrollur um þær við þá tilhugsun að á hverju andartaki kynnu
dyrnar að opnast, þær fengju fyrirmæli um að fara útfyrir, síðan upp
á þilfar og þar .... Þar myndu þær sjá! Þá væri of seint að kalla upp
eða biðjast miskunnar, þær yrðu að láta hið óumflýjanlega yfir sig
ganga og myndu verða sem lífvana með gljálaus augu eins og Elvira,
hin unga ekkja bakarans, sem fallið hafði í uppreisninni, síðan hann
var veginn hafði hún setið þarna eins og i öðrum heimi og þrýst að
sér börnum sínum tveimur.
Angelique hristi af sér doðann:
— Já. Ég skal fara, sagði hún lágt. Ég verð að fara, en — guð sé
mér vitni — það er ekki auðvelt.
Henni fannst hún umkomulaus og tómhent, því það var hún sem
hefði slitið hinn veika þráð sem tekið hafði að bindast á ný milii þeirra
með því að neita að vera kyrr hjá honum ofan í lestinni. — Vertu hér
kyrr hjá mér, hafði hann muldrað. En hún hrópað á móti:
— Nei! og hlaupið í burtu.
—< Ég ætla að fara, sagði hún og ýtti þeim frá sér. — Hieypið mér í
gegn!
Konurnar stóðu upp í flýti og hjálpuðu henni allar að búa sig. Abigail
kastaði skikkju yfir axlir hennar; Madame Mercelot þreif um hendur
hennar; og þær fylgdu henni allar til dyra.
Tveir hásetar af Gouldsboro voru á verði við dyrnar. Þeir hikuðu
eitt andartak, þegar þeir sáu Angelique, en það sem þeir minntust þess
að skipstjórinn hafði alltaf sýnt henni sérstaka athygli og virðingu,
leyfðu þeir henni að fara framhjá sér, án þess að hindra hana.
Hún gekk hægt upp á stjórnpallinn, tréþrepin, hál af salti eftir
storminn og blóði eftir orrusturnar voru orðin henni svo kunnugleg
að hún veitti því ekki einu sinni athygli.
Skipið vaggaði enn við akkeri á ósýnilegum þokudrunguðum flóa, en
þokan var orðin Ijósari, þótt hún væri enn þykk og hvít eins og mjöll.
Það var eins og bleikur glampi síaðist í gegnum hana og gullnar stjörn-
ur reyndu að rýna í gegnum móðuna, Angelique starði á þær en sá
ekkert.
Hún rakst á mjög hávaxinn mann, klæddan í gullbrydd einkennisföt
með fremur fínan fjaðrahatt á höfði. Fyrst hélt hún að þetta væri
eiginmaður hennar og snöggstanzaði, án þess að koma upp einu orði.
En maðurinn heilsaði henni mjög kurteislega.
Madame, leyfjð mér að kynna mig: Roland d’Urville. Yngsti sonurinn
af húsi Valognanna, aðalsmaður frá Normandí.
Þrátt fyrir hörundslit andlits hans sem var dökkur eins og á sjó-
ræningja, var henni nokkurt traust i að heyra frönsku hans og heyra
kurteislega framkomuna. Hann spurði hana hvort hún væri að leiía
að de Peyrac greifa og bauðst til að fylgja henni til híbýla hans.
Angelique þakkaði honum fyrir. Henni gazt ekki að þeirri hugmynd
að rekast kannski á einhvern Indíánann.
— Þér þurfið ekki að óttast þá, sagði Roland d'Urville. Þótt þeir
séu hræðilegir í orrustum eru þeim mjög mildir og virðulegir, þegar
þeir hafa lagt niður vopn. Monsieur de Peyrac er einmitt að búa sig
undir að fara í land til að heilsa hinum mikla Sachem Massaswa
þeirra .... En hvað er að?
Um leið og Angelique kom upp á pallinn útifyrir híbýlum eiginmanns
síns varð henni litið upp og hún kom auga á röð af berum fótum, mátt-
vana og dinglandi, einhversstaðar milli himins og jarðar, á stöngunum
út frá meginsiglunni.
— Já, mennirnir sem voru hengdir, sagði d'Urville, sem hafði fylgt
augnaráði hennar. Það er ekkert, bara nokkrir af þessum spönsku
uppreisnarmönnum, sem mér skilst að hafi gert foringja vorum og
.mönnum hans lífið leitt um hríð á leiðinni heim. Þér megið ekki láta
þetta á yður fá, Madame. Réttlætið á hafinu er eins og þér vitið og
á þessum landshlutum okkar hér, verður það að vera endanlegt og
skjótt. Þar að auki voru þetta ónytjungar frá upphafi.
Angelique langaði til að spyrja hann hvað komið hefði fyrir hina
mótmælendurna, en hún gat það ekki. Hún var orðin næstum óbærilega
kvíðafull, um það leyti sem hún sté inn í káetuna á afturþiljum og
varð að styðja sig við hurðina, eftir að d’Urville, sem hafði vísað henm
inn hafði lagt hurðina að stöfum aftur. Hún stóð um hríð í skugganum,
án þess að gera sér grein fyrir hvar hún var. Og þó vissi hún það svo
vel að hún var í þessu herbergi, þar sem Ijúfur austurlenzkur ilmur
blandaðist saman við sjávarlyktina.
— Hvílíkir atburðir, hvílíkar sorgarsögur höfðu gerzt í Þessu her-
bergi, síðan fyrsta kvöldið, þegar Jason kafteinn hafði fylgt henni til
Rescators.
Hún sá ekki eiginmann sinn þegar í stað. Um leið og hún fór svolítið
að ná sér aftur, litaðist hún um og sá hann standa hinum megin í káet-
unni við stóra kýraugað, þar sem þessi lýsandi þoka hékk enn í slæðum.
Þetta matta. en þó ósegjanlega hvita og bjarta ljós, síaðist í gegnum
glerið og á borð og koffortið, sem lá þar opið, en úr því var Joffrey
de Peyrac að velja sér perlur og demanta.
Monsieur d'Urville hafði sagt að Joffrey væri að búa sig undir að
hitta þekktan Sachem á landi. Það var vafalítið vegna þeirrar viðhafnar
sem hann hafði þennan dag klætt sig af slíkri kostgæfni. Þegar Angeli-
que greindi föt hans, minntu þau hana á gamla daga við fyrstu hátíðar-
tækifærið. Hann var i vatnsblárri silkiskikkju, skreyttri með demönt-
um sem voru í laginu eins og blóm, í jakka og buxum úr dökkbláu
flaueli, afskaplega látiaus föt en svo vel sniðin að þau undirstrikuðu
línurnar í líkama hans. Og hafði hann ekki verið einn glæsilegasti
24 VTKA.V 23 tbI-
aðalsmaður sinna daga, jafnvel meðan hann haltraði? Spænsku stig-
vélin voru mjög há og gerð úr dökkrauðu leðri eins og glófarnir sem
lágu á borðinu ásamt beltinu sem hélt skammbyssunni og rýtings-
skeiðunum.
Það eina sem greindi hann frá venjulegum aðalsmanni við frönsku
hirðina var sú staðreynd að hann var ekki með sverð. Þess i stað
glitraði á silfurskeftið á löngu pístölunni hans, allt skreytt með perlu-
móðuskel við hlið hans. Hún horfði á hann renna tveimur fingurgullum
á hendur séi og hengja keðju með gull og demantsdiskum um hálsinn,
utan yfir jakkann. Þvilíka skartgripi gat enn að líta við frönsku hirð-
ina, frá timum Lúðviks XIII, þegar hinir miklu herforingjar þeirra
tíma lögðu niður hina úreltu brjóstplötu og breyttu henni i þesskonar
skreytingu.
Hann sneri hlið við henni. Hafði hann heyrt hana koma inn? Vissi
hann að hún var þarna?
Að lokurn lokaði hann koffortinu og sneri sér að henni.
Ævinlega skyldi hún fá fáránlegustu hugmyndirnar, þegar alvaran
var sem mest. Hún stóð sig að Því að hugsa á þá leið að hún yrði að
venjast þessum gisna skegghýjungi, sem hann var að byrja að láta
vaxa á nýjan leik og gerði hann líkasta Serkja.
— Ég er komin .... byrjaði hún.
— Ég sé það.
Hann gerði ekkert til að hjálpa henni og starði á hana án minnstu
væntumþykju.
— Joffrey, sagði hún. — Hvað ætlarðu að gera við þá?
— Hefurðu mestar áhyggjur af því?
Hún drúpti höfði þegjandi með kök'k í hálsi.
— Madame, þú kemur frá La Rochelle og þú hefur gist á Miðjarðar-
hafinu og ég hef heyrt að þú hafir gert út kaupskip. Þessvegna þekkir
þú lög sjávarins. Hvaða örlög bíða þess sem á sjóferð óhlýðnast skip-
unum skipstjórans og ógna lifi hans? Hann er hengdur formálalaust
án málavafsturs. Svo ég mun hengja þá.
Hann talaði mjög rólega, en það leyndi sér ekki að ákvörðun hans
var óraskanleg.
Angelique fann kuldahroll gagntaka sig og fékk svima yfir höfuðið.
— Þetta getur ekki verið, sagði hún við sjálfa sig. — Ég skal gera
hvað sem er tii að koma í veg fyrir það, ég skal falla honum að fótum . . .
Ifún þaut yfir gólfið og áður en hann hafði tíma til að gera sér Ijóst
hvað fyrir henni vakti, kraup hún við fætur hans og hélt fast utan
um hann.
— Joffrey, miskunnaðu þeim, gerðu það, ástvinur minn. ég bið þig . . .
Ég bið minna þeirra vegna en okkar vegna. Ég óttast að ef þú hengir
þá myndi ást .min til þin eyðast. Ég er hrædd um að ég geti aldrei gleymt
því hvaða hönd sendi þá í dauðann .... Blóð vina minna stæði á milli
okkar ...
— Blóð vina minna gerir það nú þegar; blóð Jasons sem var tryggur
vinur minn í tiu ár og Abd-el-Mechrats gamla, sem þeir brytjuðu niður
svo miskunnarlaust.
Þótt hann hefði vald á rödd sinni titraði hún af reiði og augu hans
skutu gneistum.
— Það sem þér biðjið um er móðgun við mig, Madame. Og ég óttast.
að þér hagið yður svo vegna þess að þér séuð tengd einum þessar
mann fyrirlitlegum böndum, manni sem sveik mig, mig eiginmann
yðar, sem þér þykist elska!
— Nei, það er ekki satt og þú veizt það. Þú ert sá eini sem ég elska og
ég hef aldrei elskað neinn nema þig. Ég hef hvað eftir annað nærri
dáið vegna ástar minnar á þér. Hjarta mitt var nærri brostið, þegar
þú varst hrifin frá mér ,.. .
Hann langaði til að ýta henni frá sér en gat ekki gert það öðruvísi
en beita hana hrottaskap, því hún hékk á honum af öllum kröftum og
hann fann yl handleggja hennar og ennis upp við sig.
Hann stóð grafkyrr og horfði framhjá henni, þvi hann vildi ekki
horfast í augu við hana, þessi bænaraugu; hann átti full erfitt með
að standast bænarhreiminn í rödd hennar. Af öllu því sem hún hafði
látið sér um munn fara hitti eitt orð hann í hjartastað „ástvinur".
Ilann hafði brynjað sig fyrir því sem hann vissi að koma myndi, þegar
fundum þeirra bæri saman, hann var harður og ákveðinn, kannske
kom hún honum úr jafnvægi með óvæntri hegðun sinni, því hann hafði
siðast búizt við að þessi stolta kona krypi fyrir honum.
— Ég veit, sagði hún hálfkæfðri röddu, — að þeir eiga dauðann
iskilið fyrir það sem þeir gerðu.
— Þá get ég engann veginn skilið Madame, hversvegna þér biðjið
svona þrákelknislega fyrir þeim, ef það er satt að þér hafið ekki verið
samþykk svikráðum þeirra, né skil ég heldur hversvegna þér látið
örlög þeirra svo mikiu skipta.
— Heldurðu að ég geti nokkurn tíma svarað því? Ég býst við að
ég finni til einhverra tengsla við þá þrátt fyrir mótgerðir þeirra og
ef til vill er það vegna þess að þeir björguðu einu sinni lifi mínu og
siðan ég lífum þeirra aftur, þegar ég hjálpaði þeim að komast frá La
Rochelle. þar sem þeir voru dæmdir. Ég hef lifað meðal þeirra og þeir
hafa deilt sínu daglega brauði með mér, ég var snauð og vesöl, þegar
Maitre Berne bauð mér vernd heimilis síns, Ef þú aðeins vissir....
Það tré var ekki til, ekki sá minnsti runni í öllu héraðinu, þar sem ég
ólst udp, að hann ekki fæli á bak við sig óvin, sem hugsaði um það
eitt að þurrka mig út. Ég var eins og ofsótt dýr, miskunnarlaust ofsótt
og svikið af öllum ....
Hann þaggaði niður í henni með því að þrýsta á koll hennar.
— Sleppum þvi, sem gerðist þá, svaraði hann rámri röddu. — öll
góðverk liðna tímans geta ekki vegið á móti misgjörðum nútímans, þér
eruð kona, þér virðist ekki gera yður ljóst að mennirnir sem ég er
ábyrgur gagnvart i skipi minu og á landi hér bafa engin önnur lög en
þau. sem ég set þeim og neyði þá til að virða. Lög agans og réttlætisins
verður að halda í heiðri, annars brýzt stjórnleysið til valda. Ekkert
mikið eða varanlegt mun nokkurntíma rísa upp af þessháttar þjóðfélagi
og líf mitt hér hefur verið til einskis. Eins og málin standa hef ég ekki
efni á að sýna veiklyndi.
Ég er ekki að biðja þig að sýna veiklyndi, aðeins miskunn.
— Það er ofurlítill mismunur, ég skal viðurkenna það. en hættu-
legur! Umhyggjusemi yðar og miskunnsemi leiðir yður á villigötur og
það fer yður ekki vel.
— Hverskonar manneskju áttirðu von á að finna, ef þú fyndir mig
Framhald á bls. 37,