Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 50
NYTT FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir- og undirhita stýrt með hita- stilli. Sérstakt glóðarsteikar- element (grill). Klukka með Timer. y TRYGGING ER NAUÐSYN FERDA-OG FARANGURS TRYGGING eitt simtal og pér enið tryggður ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚSSTRÆTI 9 S f MI 17700 Romeó og Júlía Framhald af bls. 29. — Ég vil vera Romeó unga fólksins, segir hinn ungi leikari Leonard Whiting. — Ungling- arnir í leiknum eru eins og ung- lingar nútímans. Þeir vilja ekki láta blanda sér í hatur og stríð eldra fólksins. Unglingarnir munu sjá spegilmynd af sjálfum sér og vandamálum þeirra í kvikmyndinni. Whiting er fædd- ur í London, gekk í skóla þar, fékk hlutverk í leikritinu „Oli- ver“, og fór í leikferðalag með brezka þjóðleikhúsinu til Berlín- ar og Moskvu, og hefir gefið' út hljómplötu. Af henni seldust eitt hundrað og tólf eintök og ágóði hans var ellefu shillingar. Móðir hans, sem vinnur í verk- smiðju og faðir hans, sem er af- greiðslumaður, eru ekkert upp- rifin, en þeim finnst gaman að ævintýrum sonarins. Líklega skilja þau ekki lýsingu Zeffir- ellis „hógvæjr, þunglyndislegur og mildur," af syninum, því þau eru ósköp venjulegt fólk. En hann er Romeó og Olivia Hussey er Júlía, aðeins ári eldri en Júlía Shakespeares, sem var „hálfum mánuði og nokkrum dögum eldri en fjórtán ára“. Faðir hennar var argentískur óperusöngvari. Hún kom til Englands með móðiu- sinni, sem er ensk, fyrir átta ár- um, og þetta er þriðja kvik- myndin hennar. Hún er lagleg, röddin nokkuð hás, og hún hlær glaðlega. Einu sinni var henni boðin tvö hundruð og fimmtíu pund fyrir hárið, sem er sítt og dökkt. Túlkun hennar á Júlíu er frábær. Eftir þessari alda- gömlu ástarsögu hefir Zeffirelli gert nýtízkulega túlkun, sem sagt, hann og Shakespeare hafa lagt fram snilli sína.... h v ** SDGUSAFN HITCHGOCKS 10 SPENNANDI OG SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR Alfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- myndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera: í því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. —■ Hit- chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Hann var við nám í verk- fræði, þegar honum bauðst vinna við kvik- myndir og lagði þá námið þegar í stað á hilluna. Hann nam leik- stjórn á örskömmum tíma og var fyrr en varði kominn í hóp áhrifamestu leikstjóra. Kvikmyndir og sjón- varpsþættir Hitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sög- urnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu kostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR H.F. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK ^________________:_____________________) 50 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.