Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 44
Að halda á sínu eigin hjarta r *\ RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30°. 2. Viðkvæmur þvottur 3. Nylon, Non-Iron 90° 4. Non-Iron 90°. 5. Suðuþvottur 100°. 6. Heitþvottur 60°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90° 40°. 8- Heitþvottur 90°. 9. Litaður hör 60°. 10. Stífþvottur 40°. 11. Bleiuþvottur 100°. 12. Gerviefnaþvottur 40°. Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna ' fyrr en þeytivindan er STÖÐV- * UÐ og dælan búin að tæma vélina. HWflB EB ORKIN HflNS lilÓfl? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Starfsfólk Smjörlíkis hf., Þverholti 21, Reykjavík. Vinnihganna má vttja í skrifstoíu Vikunnar. Nafn ___ HeimJli Örkin er á bls. Framhald af bls. 19 ekki um undur og stórmerki. Eg bið hann aðeins að hjólpa mér, svo að ég geti unnið verk mitt vel. Eitt sinn var ég að því spurður, hvort ég héldi ekki, að betra hefði verið fyrir mig að vera ókvæntur. ,,Þeir sem eru óbundnir hafa meira frelsi og það hefði verið gott fyrir mann i þinni aðstöðu." Ég svaraði neitandi. Fjölskylda er hverjum manni mikill styrkur og hjólp, sér- staklega þegar eitthvað bjótar ó. Á hverjum degi kemur mikill fjöldi bréfa og símskeyta. Mér hef- ur verið boðið að halda fyrirlestra í rúmlega fimmtíu löndum. Oft er góðri greiðslu heitið. Allar tekjur mínar af fyrirlestrum, blaðagrein- um og einnig bókinni, sem ég er að Ijúka við um þessar mundir, renna til sjóðs til styrktar hjarta- deildinni á Groote Schuur-sjúkra- húsinu. Við þurfum betri tæki og betra húsnæði, fleiri sérmenntaða skurðlækna og vísindamenn. Jafnvel lítið sjúkrahús í Bandarikjunum hef- ur fleiri skurðlækna en við, þótt ekki séu þar gerðar tilraunir á sviði læknisfræði. Við þurfum að styrkja efnahagsgrundvöll okkar, svo að unnt verði að koma á fót miðstöð hjartaígræðslu í Höfðaborg. Við höfum í hyggju að láta gera kvikmynd og hljómplötu, sem hafa að geyma frásagnir allra þeirra, sem unnu að hjartaskiptunum, bæði lækna og hjúkrunarkvenna. Við höfum sett okkur það tak- mark að afla þriggja milljóna doll- ara. Helmingur þeirrar upphæðar barst okkur að gjöf í lok janúar- mánaðar frá Anglo-American Cor- poration. Af þeim bréfum sem mér hafa borizt er mér eitt sérstaklega minn- isstætt. Það var frá hjartveikum bónda í Pakistan. Hann sagði með- al annars: ,,í guðs bænum, hcrra, hlustið á mig! Ég er fátækur maður. ég hef verið rúmliggjandi í sjö ór. Ég hef verið betlari, en yður bið ég hvorki um brauð né peninga. Ég bið yður um nýtt hjarta, svo ég geti unnið og séð fyrir fjölskyldu minni. Éq get ekki greitt yður neitt fyrir það, en ég get beðið fyrir yður allt mitt lif." Margir velta fyrir sér, hvenær við munum framkvæma hjarta- skipti aftur og hver muni þá verða fyrir valinu. Þessu er til að svara, að okkur skortir nýjan einangrun- arklefa, sem nú er í smíðum. Eins og nú er ástatt verðum við að bíða, þar til rúm Blaibergs losnar. Á bið- listanum eru um þrjátíu sjúklingar, þar á meðal 61 árs gamall rabbí, Meyer Eidelmann, sem hefur þjáðst af hjartasjúkdómi í 15 ár og oft fengið slag. Hann lifir varla lengi, ef hann verður ekki skorinn upp innan skamms. 44 VIKAN 23-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.