Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 3
FERÐATRYGGINGAR OKKAR ERU ÓDÝRAR OG ViÐTÆKAR. ÞÆR TRYGGJA YÐUR FYRIR ALLS KONAR SLYSUM, GREIÐA DAGPENINGA VERÐIÐ ÞÉR ÓVINNU- FÆR SVO OG ÖRORKUBÆTUR OG FJOLSKYLDU YÐAR DÁNARBÆTUR. MIÐAÐ VIÐ 100.000,00 KRÓNA TRYGGINGU I HÁLFAN MÁNUÐ ER IÐGJALD NÚ KR. 47.00 EN VAR ÁÐUR KR. 81.00 . FARIÐ EKKI ÓTRYGGÐ í SUMARLEYFIÐ. TRYGGIÐ YÐUR HJÁ AÐALSKRIFSTOFUNNI EÐA NÆSTA UMBOÐI. ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500 SAMVINNUTRYGGINGAR Áróður Það var skemmtilegt að svip- ast um í borginni á H-dag- inn. Hvarvetna ríkti óvenju- leg stemning, bæði meðal þeirra sem óku bílum sínum í fyrsta skipti hægra megin um göturnar, og hinna sem röltu um gangstéttirnar og skoðuðu fyrirbærið. Það var hátíðarbragur yfir öllu; and- rúmsloft, sem minnti einna helzt á kosningadag eða 17. júní. Allt gekk eins og í sögu, enda þótt meirihluti þjóðar- innar væri á móti breyting- unni. Líklega er það að mestu leyti gífurlegum áróðri að þakka, hversu vel tókst til. Aldrei fyrr í sögunni hafa öll fjölmiðiunartæki þjóðar- innar rekið áróður fyrir einu og sama málefni. Það var uókstaflega ógerningur að losna við að vita það helzta í sambandi við þennan bless- aða H-dag. Jafnvel þeir, sem ekki kunna að aka bíl og hafa ekki hugsað sér að læra það, voru orðnir býsna vel að sér í beygjum og blindhæðum, biðskyldum og framúrakstri. Og siðasta öaginn var öllum sagt að brosa og hamrað svo rækilega á því, að íslendingar bi-ostu upp til hópa á H-dag- inn. Því heíði enginn trúað um þá að órevndu. Máttur áróðurs er næsta óhugnanlegur í nútíma þjóð- félagi. Það er hægt að blinda heila þjóð á örskömmum tíma. Við höfum dæmi þess í emræðisríkjum, þar sem til- tækum ráðum er beitt til að allir hafi eina og sömu skoð- un á vafasömum málstað. Lýðræði er orðið þvælt og úljaskað hugtak. En þegar áróðurinn birtist í öllu sínu veldi, — þá þakkar maður sinum sæla fyrir að búa í þjóðfélagi, sem byggist á s’íku skipulagi. G. Gr. ______Á 2 VIKAN 23 tbl r á K VIKU BROS IÞESSARIVIKU FYRIR OFAN AKUREYRI ............... Bls. 4 PÓSTURINN ......................... Bls. 6 32 BARNA MÓÐIR .................... Bls. 10 APALOPPAN ......................... Bls. 12 EFTIR EYRANU....................... Bls. 12 TURNHERBERGIÐ ..................... Bls. 10 AÐ HALDA SÍNU EIGIN HJARTA ........ Bls. 18 TVÍBURAMERKIÐ ..................... Bls. 20 ANGELIQUE OG SJÓRÆNINGINN ......... Bls. 22 HIN UNDURSAMLEGA SAGA STEINGERVING- ^NNA .............................. Bls. 24 VIKAN OG IIEIMILIÐ................. Bls. 46 VÍSUR VIKUNNAR: Leiðin til vinstri löngum þótti bág og loksins var oss bent á hina réttu er hér þó mörgum enn í nöp við þá er ökuhraða vorum takmörk settu. Öruggar leiðir ýmsir þykjast sjá sem illa greina næsta kennileitið í sókninni miklu öllum liggur á þó engum sé ljóst hvert ferðinni er heitið. UR VIZKULIND VIKUNNAR: Öskubakki: Það sem maður slær öskuna af sígarettunni í, ef ekkert gólf er í húsinu. Hringur: Lína með gati í miðjunni. Vonbrigði: Tilfinning þess sem kemur að sækja passamyndina af sér. Sjálfsagi: Að haga sér þvert á móti löngun sinni. Engill: Fyrrverandi svifaseinn fótgangandi. FQRSÍÐAN: Hún heitir Hólmfríður Gísladóttir og á heima á Akureyri. Hún er sannkölluð blómarós, því að hún er með blóm upp í sér. Hún minnir okkur á blessað sumarið, sem sjaldan hefur verið kærkomnar en nú eftir langan og strangan ísavetur. (Ljósm. Hallgrímur Tryggvason). VIKAN — ÚTGEFANDI: IIILMIR UF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Sigriður Þorvalds- dóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35330 — 35323. Pósthólf 533. Verð í iausasölu kr. 40,00. Áskriítarverð er 400 kr. ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið grelðlst fyrir- fram. Gjalddngar eru: Nóvember, febrúar, mal og ágúrt. í næstu viku hefst ný og spennandi framhaldssaga, Hláturinn eftir Judson Philips. Hún gerist í Bandaríkjunum, Aðalpersónan, Peter Styles, varð fyrir áfalli fyrir tveimur árum, sem hafði það í för með sér, að hann er ekki samur síðan. Hann gengur við gervi- fót og er í sífelldri leit að tveimur hlæjandi illræðis- mönnum. Þá les hann um glæp, sem tveir hlæjandi menn hafa framið. Hann fer á stúfana og fyrr en varir er hann kominn inn í miðja hraða atburðarrás, þar sem flest kemur á óvænt. „Hvers yrði sá vís, sem sæi í spegli örlög nýstúdentanna 17. júní. Einhver þessi ung- menni farast af slysum, bíða ósigur og gefast upp, villast og týnast í hörðu óveðri. Öðr- um veitist aftur á móti ham- ingja kolbítsins, sem rís úr öskustónni og vinnur kóngs- ríkið. Þessar dularrúnir verða ekki lesnar úr brosandi andlit- um syngjandi æsku, en hún mun samt hlíta duttlungum mislyndrar forsjónar. Hver fellur í ónáð hennar? Og hvað er happ og hvað er tap?“ Þannig kemst Helgi Sæmunds- son að orði í grein, sem hann nefnir: Dýrmætasti þjóðarauff- urinn. Hann ræðir um ný- stúdentana, sem setja svip á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík ár hvert. Hrein torg — fögur borg: er fyrirsögn á efni, sem vekja mun mikla athygli. Vikan hef- ur ekið um bæinn og tekið myndir af sóðalegri umgengni, sérstaklega í hinum nýju iðn- aðarhverfum. Hin nýskipaða fegrunarnefnd Reykjavíkur hefur ærið verk að vinna í þessum efnum. 23. tbl. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.