Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 41
Tvíburarnir Framhald af bls.. 22 úð hvort með öðru. Skarpur skilningur og lífsorka eru þeim sameiginleg einkenni. Tvíburi og jómfrú eiga hins- vegar í nokkrum erfiðleikum með að skilja hvort annað. Sá fyrrnefndi er loftkenndur, jóm- frúin hinsvegar mjög svo jarð- nesk, tvíburinn iéttur á bárunni, jómfrúin fyrir að taka hlutina alvarlega. Stundum geta þau þó orðið lukkuleg saman með því að bæta hvort annað upp. Tvíbin-inn og vogin eru bæði loítkennd, enda eru þau fljót að tengjast, hafa svipaðan smekk og eru að jafnaði upplagðir lífs- förunautar. Tvíburi og sporðdreki eru fljótir að komast að gagnkvæm- um skilningi, einkum í andleg- um efnum, og samkomuiag þeirra helzt yfirleitt gott, svo fremi þeir hafi vit á því að stilla gagnrým- hneigð þá og deilugirni, sem þeim báðum er i blóð borin. Tvíburi og bogamaður skynja veruleikann hvor á sinn hátt, svo að hætt er við að þeim beri margt á milli. Þó er það líkt með þeim að báðir eru miklir ferðalangar. Mjög erfitt er fyrir tvíbura og steinbukk að nálgast hvorn ann- an. Gagnkvæmum skiiningi eða virðingu getui' naumast verið til að dreifa á milli þeirra. Þó geta þeir hjáipað hvor öðrum mikið, þá sjaidan er þeir ná saman. Tviburi og vatnsberi eru hins- vegar ágætis par. Þeir eiga mjög auðvelt með að fixma sér sam- eiginlega hugsjón að keppa að. Tvíburinn er málgefinn, fisk- I urinn þöguli. Þeir eru framandi hvor öðrum. __i ib fcduA. - - —' TVÍBURAÁSTIB Ástfanginn er tvíburinn hiim fullkomni biðilL Hann er hríf- andi og varla mótstæðilegur, hvort sem um er að ræða fyrsta samband, ástarjátningu eða ást- arbréf. Háttvísi hans á sér varla líka. En þegar stjörnuáhrif eru með verra móti, getur það haft slæmar afleiðingar fyrir sálarlíf tvíburans. Hann verðin: þá ó- hemju fjöllyndur í ástamálum þegar í æsku, virðist haldinn óseðjandi þörf fyrir að vera stöðugt að sanna og sýna karl- mennsku sína. Þetta getur hald- ið áfram frameftir öllum aldri. Tvíeðli tvíburans kemur einn- ig fram £ kynferðislífinu, því að talið er að tiltölulega grunnt sé á afbrigðilegum hvötum hjá hon- um. Tengsli hans við æskuna koma hér einnig fram, því að sagt er að hann hrífist mjög oft af ungmennum sama kyns. Stundum verður hann óeðlilega háður föðin- eða móður. Hin gíf- urlega forvitni hans og fróð- MEfl PEUOEOI UM LAND ALLT BRAUTARHOiTI 22 SÍMAR: 23511*34560 HAFRAFELLHF. sterkbyggdir sparneytnir háir frá vegi frábærir aksturshæfileikar ádýrastir sambærilegra b!la leiksfýsn ýtir undir þessar hneigðir. Einkum er Kastor-týp- unni hætt við þessu. Pollúx-týp- an hefur betri stjórn á sér á þessu sviði sem öðrum. Á hinn bóginn er tvíburinn fyrirtaks ástvinur, svo lengi sem það varir. Hann er nærgætinn og kurteis og framúrskarandi lag- inn við að finna upp á afsökun- um, þegar hann misstígur sig. Hann á líka tiltölulega gott með að slíta ástasamböndum á sárs- aukalítinn hátt. Sérgæðingsskapur tvíbura í ástamálum kemur einnig fram í hneigð þeirra til að stofna til þríhyrningssambanda. Þannig eru til tvíburakonur, sem ómögu- lega geta orðið ástfangnar í öðr- um en eiginmönum annarra kvenna, og þá helzt vinkvenna sinna, og um karlmenn í þessu merki er enginn hörgull á hlið- stæðum dæmum. Þetta er talið eiga sér rætur í hollustu við foreldra. Þar sem tvíburakarlmaðurinn er heldur beggja blands í tilfinn- ingum sínum, skiptir miklu máli að kona hans eða ástmey skilji hann og meðhöndli þannig, að betri eiginleikar hans njóti sín. Kastor-týpan er, sem fyrr er að vikið, sérlega mikið fyrir frjáls- ar ástir, fljót að gefa hjarta sitt og jafnfljót að hrífa það til baka. í listinni að fífla konur standa fáir kastorum á sporði. Pollúx- týpan er hinsvegar heldur kald- hæðin að upplagi og umgengst ástina samkvæmt því, tortrygg- ir hana og hæðist að henni. Poll- úx-maðurinn kvænist því yfir- leitt seint og þá venjulega af skynsemdarástæðum fremur en ástar. Tvíburakonan er að jafnaði fyrirtaks eiginkona og ástmey. Hún er skynsöm og skilningsrík og fljót að samlagast lífsvenjum maka síns. Hún fær áhuga fyrir starfi hans og verður honum oft til mikillar hjálpar í því, þó án þess að skyggja á hann. Því miður geta annarskonar og öllu andstyggilegri kvenmenn fæðzt í tvíburamerki, þegar illa stendur á með stjörnur. Þess- konar kvenkindur tilheyra öll- um og engum og geta helzt ó- mögulega sagt nei þegar eitthvað karlkyns girnist þær. Eiginmanni 23. tbi. viican 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.