Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 39
■' : V.
iWtlWMftW8~01MOOCOtootOOCa.il
IUFON, AXMINSTBR!
ajrnar i kjölíari sínu. Að höggva af rotinn lim í tíma, gæti bjargað
mannslífi.....
Angelique beið, meðan hann þagði. A5 finna hönd hans á hári sér
gaf henni nýja von. En hún reis ekki upp, gerði sér fulla grein fyrir að
hún hafði ekki enn sannfært hann, og þeim mun meir sem hann heiL-
aðist af henni, myndi hann verjast henni og vera á verði, og hver vissi
nema hann yrði enn ósveigjanlegri
Hvað fleira gat hún látið sér detta í hug til að sannfæra hann:
Hugur hennar reikaði um eyðimörk, þar sem hugsýnin um vini hennar
frá La Rochelle, hangandi úr köðlum meginsiglunnar, blandaðist saman
við minninguna um það, sem hafði borið henni tyrir augu I Steinborða-
rjóðrinu þennan ískalda morgun í Nieul skóginum. Þarna héngu öll
þessi lík slyttislega og bærðust fyrir golunni, lífvana, þöglir likamir,
sem dönsuðu draugalegan nöturlegan dans í kringu um hana. Og hún
sá andlit Lauriers og Jeremys íölna á meðal þeirra, sveifla sér i hópi
þeirra, og andlit Séverine sorgmætt og fölt undir litlu skuplunni.
Þegar hún tók til móls, kom röddin í áköfum skrykkjum, svo öran
hjartslátt hafði hún:
— Joffrey, taku ekki frá mér, það eina sem enn er eftir, taktu ekki
írá mér þá kennd að þessi börn, sem nú eru i hættu stödd.... þetta
er allt mér að kenna.... mig langaði að bjarga þeim frá örlögum,
sem væru verri en dauðinn, því það átti að drepa sálir þeirra. Heima
í La Rochelle hefðu þau séð feður sína auðmýkta, ofsótta og pyndaða
á þúsund vegu, séð þeim kastað i fangelsi og séð þá lagða i hlekki....
á ég að hafa fylgt þeim svona langt, svo að segja út á heimsenda, til
að láta þau þar sjá feður sina miskunnarlaust hengda? Hugsaðu þér,
hvað það yrði hræðilegt fyrir þau! Taktu þau ekki frá mér Joffrey.
Ég gæti ekki afborið angist þeirra. Meginástæðan til þess, að mig
langaði að lifa áfram, var einmitt sú, að ég gæti hjálpað þessum litlu
börnum að flýja sinn grimma skapadóm. Ætlarðu að taka það frá mér?
Hef ég svo mikið að lifa fyrir, annað en vonina um að bjarga þeim og
geta leitt þau til hins fyrirheitna græna lands þeirra barnslegu trúar?
Hvað á ég eftir? Ég hef glatað öllu. Landi mínu, auðævum, stöðu,
nafni, heiðri, sonum mínum — þér — ástinni, ég á ekkert eftir,
nema eitt barn, sem bölvun hvilir á!
Ekkinn yfirbugaði hana, kæfði orð hennar og hún beit á vörina.
Fingur Joffrey de Peyracs krepptust um hnakkagróp hennar, þar til
hún fann til. .
—i Láttu þér ekki détta i hug, að tár þín geti hrært mig.
— Ég veit það, muldraði hún. — Það er svo barnalegt af mér....
— Nei, ekki barnalegt, þvert á móti, þú ert of snjöll, svaraði hann
eins og úti á þekju. Hann þoldi ekki að sjá hana gráta; hann skar í
hjartað af að horfa á axlir hennar ypptast í ósjáifráðum ekka.
— Ristu upp, sagði hann að lokum. — Rístu upp, ég þoli ekki að
sjá þig liggja svona á hnjánum frammi fyrir mér.
Hún gerði sem hann sagði, því hún var of þreytt til að malda í móinn.
Ifann iosaði hendur hennar utan af sér og fann, að þær voru ískaldar.
Hann hélt eitt andartak um þær, svo sleppti hann og íór að ganga um
gólf. Angelique horfði á hann og augu þeirra mættust, þegar hún fylgdi
hverju hans fótmáli með örvæntingarsvip. Bráhár hennar voru vot,
augun rauð og kinnarnar társtokknar. Á þeirri stundu fann hann til
svo ákafrar ástarkenndar, að hann hélt að hann fengi ekki ráðið við
þrá sína, að taka hana i arm sér, þekja hana með kossum og kafíæra
hana í ástríðuþrungnum orðum: — Angelique, Angelique, elsku konan
mín! Hann þoldi ekki að sjá hana skjálfa svona, og þó hafði hún íyrir
skemmstu sýnt honum alvarlegan mótþróa og hann hafði átt erfitt
með að fyrirgefa henni.
Hvernig gat hún verið svona sterk eina stundina en veiklunduð þá
næstu, svo hrokafull og siðan svo auðmjúk, svo hörð og því næst svo
blið? Það var leyndarmál þokka hennar. Hann yrði að gefast honum á
vald eða dæma sig til einangrunar, þar sem ekkert ljós næði til
hans það sem eftir væri ævinnar.
— Setztu, abbadis, sagði hann allt i einu, og segðu mér, úr þvi þú
ert enn einu sinni að koma mér í óviðráðanlega klípu, hvað þú ætlast
til að ég geri. Á ég að - horfa á skip mitt, ströndina og nýlend-
unar, verða svið frekari blóðugra deilna milli vina þinna, manna minna,
rauðskinnanna, veiðimannanna, spönsku málaliðanna og allra íbúa
Dawn East?
Angelique fann til ósveigjanlegs léttis, þegar hún heyrði kaldhæðn-
ina i orðum hans, og lét fallast í stól með þungu andvarpi.
— Láttu þér nú ekki detta í hug, að þú hafir sigrað, sagði greifinn.
— Ég var aðeins að leggja fyrir þig spurningu. Hvað á ég að gera við
þá? Það er að segja, ef ég læt þá ekki verða víti til varnaðar hverjum
þeim, sem kynni að hafa löngun til að feta i fótspor þeirra? Ef ég læt
þá nú lausa myndu þeir aðeins bíða átekta, þar til þeim ynnist tæki-
færi til að leita hefnda. Það er ekkert rúm hér fyrir fjandsamlegar
eindir; þetta land er nógu fullt af hættum og gildrum eins og það er ....
Auðvitað gæti ég iosað mig við þá á sama hátt og þeir höfðu hugsað
sér að losna við mig ogm ina.... með þvi að skilja þá og f jölskyldur
þeirra eftir á einhverjum eyðistað á strandlengjunni, til dæmis ofur-
lítið norðar. E'n þaö myndi þýða dauðann fyrir þá jafn örugglega og
ef ég hengdi þá. Og hvað það snertir, að flytja Þá til Vestur Indía
eins og í þakklætisskyni fyrir misgjörðir þeirra — það myndi ég aldrei
gera, ekki einu sinni til að þóknast þér. Minn góði orðstír væri þar með
að eilííu allur, ekki aðeins meðal minna manna, heldur í augum alls
nýja heimsins. Fiflaskapur er aldrei fyrirgefinn hér.
Angelique drúpti höfði og hugsaði.
— Þú hafðir hugsað þér að gera þá að landnemum á hluta af landi
þínu. Hversvegna að vikja frá Þeirri hugmynd?
—• Já, hversvegna.... Heldur þú að ég myndi fá verstu fjandmönn-
um mínum vopn i hendur? Hvaða tryggingu hef ég fyrir tryggð þeirra
í minn garð?
—■ Áhuga þeirra fyrir þeim verkfærum, sem þú fengir þeim i hendur.
Þú sagðir mér um daginn að þeir myndu bera meira úr býtum hér, en
23. tbi. vnCAN 39