Vikan


Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 13.06.1968, Blaðsíða 12
Loftið var kalt og rakt þessa nótt. En í litla hús- inu í Lakesham, voru gluggatjöldin dregin fyrir og eldur brann í arninum. Feðgarnir sátu og tefldu, en móðirin drap tímann með því að hekla og sat í stól við arininn. — En það verður, sagði herra White, aðallega til að breiða yfir það að hann hafði leikið af sér, og vildi beina athygli sonarins frá því. — Já, það má nú segja, sagði sonurinn, án þess að taka augun af taflborðinu. Hann rétti fram hönd- ina. — Skák! — Það er varla sennilegt að hann komi í kvöld, sagði faðirinn, og fálmaði rneð hendinni yíir borð- inu. Svo lék hann. — Mát, sagði sonurinn. — Það er andstyggilegt að búa svona afskekkt, sagði faðirinn, allt í einu, og röddin var reiðileg. — Ilugsið ykkur bara veginn hingað. Þeim finnst víst að ekki þurfi að halda honum við, þar sem svo fátt fólk býr hér og aðeins þessi tvö hús. — Svona, svona, taktu þessu rólega, elskan, sagði konan hans, glaðleg, — þú vinnur kannske næst. Herra White leit niður, en náði því samt að sjá mæðginin gjóta kímnislega augunum hvort til ann- ars. Orðin dóu á vörum hans, og hann hló niður í skeggið, eins og til að afsaka óþolinmæði sína. Nokkru síðar var barið að dyrum. — Þetta er hann! hrópaði Herbert Wliite. Hann stóð upp og gekk fram til að opna. Þau sem inni voru heyrðu að hann byrjaði strax á að kvarta yfir veðrinu, og aðkomumaður tók í sama strenginn, og frú White sagði: — Nei, vitið þið hvað, þetta ætti að vera nóg! Maðurinn hennar kom aftur inn í stofuna, og í fylgd með honum var feitlaginn maður. Augu hans voru eins og svartar perlur í veðurbörðu andlitinu. — Þetta er Morris, fánaberi, sagði herra White. Fánaberinn heilsaði móður og syni, og settist svo á stólinn, sem settur var fram handa honum við arininn. Hann var ánægður á svipinn, þegar liann sá húsbóndann taka, fram viskýflösku og nokkur glös, og setja lítinn koparpott með vatni yfir eldinn. Þegar hann hafði drukkið þriðja glasið fór að birt:a yfir honum og hann tók til máls. Litla fjöl- skyldan hlustaði ákaft á hann segja frá ferð- um og ævintýrum. Fánaberinn hallaði breiðum öxl- unum upp að stólbakinu og sagði frá einkennilegum siðvenjum, hreystiverkum, stríði, drepsóttum og óvenjulegu fólki. — Hann hefur verið í þjónustunni í tuttugu og eitt ár, sagði herra White við konu sína og son. — Þegar hann lagði af stað út í heiminn var hann aðeins vika- drengur, sem tók þá vinnu sem bauðst. Og sjáið hann núna. Eg hefði Hka viljað skoða öll þessi hof, fakírana og allt þetta furðufólk sagði gamli mað- urinn. — Já, eftir á að hyggja, hvað varstu að segja um apaloppu, þegar ég hitti þig um daginn . . . — Það var ekki neitt, sagði gesturinn. — Ekkert til að tala um .... — Apaloppu? sagði frú White forvitin. — Það er bara gömul drusla, sagði gesturinn, og ]>að var eins og hann vildi ekkert um þetta tala. Áheyrendurnir þrír hölluðu sér ákafir fram í stól- unum. Gesturinn virtist eitthvað utan við sig, hánn lyfti tómu glasinu upp að vörunum og setti það svo frá sér aftur. Húsbóndin fyllti glasið. Gesturinn stakk hendinni í vasann. — Þetta er svo sem ekki mikið að sjá, sagði hann. — Þetta er bara eins og lílil loppa. — Og alveg skrælnuð. Hann tók einhvern hlut upp úr vasa sínum, og sýndi ])eim. Frú White hrökk við og gretti sig, en sonur hennar tók hlutinn og skoðaði liann gaum- gæfilega. — Hvað getur verið merkilegt við þetta? Sonur- inn lagði hlutinn frá sér á borðið. — Það var gamall fakír sem magnaði þetta, sagði 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.