Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 13
stirðlega. - - Við skulum • heldur athuga hvað fengizt hefir fyrir
þessa peninga .......
— Þá verðum við að flýta okkur, sagði Bosinney. — Ég þarf að
komast nógu snemma til borgarinnar til að komast í leikhúsið
með June.
Soames horfði á hann, út undan sér. — Þið eruð boðin til mið-
degisverðar hjá okkur fyrst, sagði hann.
Þessu svaraði Bosinney ekki. Soames leit upp og horfði yfir
unaðslegt landslagið. Allt angaði af mold og gróandi grasi, eftir
næturregnið. Á gamla eikartrénu var brumið að springa út, og
íuglasöngurinn fyllti loftið.
Það var einmitt á slíkum degi að Irene hafði loksins látið und-
an þrábeiðni hans og lofað að giftast honum. En hann hafði orðið
að lofa henni því að ef hjónaband þeirra yrði ekki hamingjusamt,
skyldi hún fá fullt frelsi aftur.
— Er það loforð? hafði hún spurt í áköfum tón. Og nú fyrir
blómailmurinn. Unnusti hennar og írene stóðu innan um blóma-
skrúðið og sneru bökum að henni. June starði á þau og kinn-
ar hennar urðu rjóðar og augun skutu gneistum.
— Komdu ein á sunnudaginn, þá getum við skoðað húsið í næði,
sagði Bosinney.
Irene leit upp og horfði á hann, og það var ekkert sem minnti
á d.aður í augnaráði hennar. Nei það var annað og miklu verra ....
það var augnaráð konu, sem var hrædd um að koma upp um til-
finningar sinar. — Ég er búin að lofa Swithin frænda að fara í
ökuferð með honum á sunnudaginn.
— Þessum feita? Fáðu hann þá til að aka þér út að Robin Hill.
Þú verður að koma þangað... Ég hélt þú vildir hjálpa mér.
— Það vil ég líka, sagði Irene, og það var ekki laust við að það
kenndi titrings í röddinni.
Þá gekk June út um opnar garðdyrnar. — Eruð þið að tala um
húsið? Ég hefi ekki séð það ennþá, eigum við ekki að fara þangað
....... . .
nokkrum dögum hafði hún minnt hann á þetta loforð. — Vitleysa,
hafði hann svarað, —- slíku og þvílíku get ég aldrei hafa lofað!
En nú mundi hann greinilega eftir því, og hann fékk óbragð í
munninn við tilhugsunina. Það var alveg ótrúlegt hvað hægt var
að fá menn til að lofa, þegar þeir voru ástfangnir. En hann myndi
gera það aítur, ef hann gæti eitthvað blíðkað hana. En það dugði
ekki, Irena var og varð áfram köld ....
Klukkan sjö um kvöldið kom June heim til Irene og Soames.
Stofustúlkan sagði henni að Bosinney væri í dagstofunni, og að
frúin væri að hafa fataskipti.
— Þá fer ég beint inn, sagði June. — Þér skuluð ekkert reka á
eftir frú Forsyte.
Hún opnaði varlega dyrnar að dagstofunni, til að koma honum
á óvart, og angan af jasmínum streymdi á móti henni.
Þá heyrði hún rödd Philip Bosinneys: — Það er svo margt, sem
ég vildi segja, en okkur gefst ekki tími til þess....
Og Irene svaraði: — En við borðið, þá ....
— Ó, þar er ekki hægt að tala saman ....
June gekk hægt að glugganum út að bakgarðinum. Þaðan kom
á sunnudaginn, öll þrjú?
Irene var orðin náföl. — Ég ætla í ökuferð með Swithin frænda.
— Swithin frænda, þú þarft ekki að taka neitt tillit til hans.
Irene sagði, dálítið kuldalega: — Ég er vön að standa við lof-
orð mín ....
Það heyrðist fótatak fyrir aftan þau. Það var Soames.
— Ef þið eruð tilbúin, þá er maturinn það líka, sagði Irene,
og leit í kringum sig með daufu brosi.
Bosinney og June gengu hljóð inn í leikhúsið. Það var búið að
slökkva ljósin og sýningin var nýbyrjuð. Þetta var í fyrsta sinn
sem June sat á svölunum í leikhúsinu. Frá því hún var lítil, hafði
hún alltaf setið á beztu stöðum í leikhúsinu, við hlið afa síns.
Hún hafði hlakkað mjög mikið til þessa kvölds, það var í fyrsta
sinn sem hún fékk að fara út með Bosinney, án þess að hafa
gæzlukonu með. Það var vegna þess að afi hennar hélt að þau
væru hjá Soames. Jane vonaði af öllu hjarta að þeim tækist að
finna aftur glaðlegan og hressandi tón, sem þau höfðu ekki að
Framhald á bls. 45.
4o. tw. vikAN 13