Vikan - 10.10.1968, Page 20
Svo kom heldur drungaleg
vika meðan Ambrose var að
þumlunga sig í gegnum dapur-
lega spádóma Schopenhauers.
Harriet flýtti sér að kippa því í
liðinn með því að kaupa honum
eintak af Kama Sutra, sem hafði
ofan af fyrir þeim í langa hríð
Allur heimur Ambrose var
inniluktur á þessu rislofti; og
hann var hæst ánægður með bað.
Þetta innilukta hóglífi var það,
sem hann hafði alltaf þráð —•
hóglífi, sem var rofið rétt í mátu-
legu hlutfalli alla virka daga,
með spenningi og dægradvöl og
reglusemin í öllu þessu var svo
trygg og örugg. Ef þetta var ekki
heimilissæla vissi hann ekki hvað
átt var við með því orði.
Um leið og Robert kom heim
á kvöldin tók þögnin svo þægi-
lega við ríkjum á loftinu. Þetta
var tími Ambrose til að lesa og
hugsa. Hann hafði reynt að horfa
á sjónvarp með hljóðið mjög
lágt stillt, en jafnvel þá kvart-
aði Robert yfir því að hann
heyrði einhver hljóð. Svo Am-
brose reyndi að hafa alls ekkert
hljóð, en þannig var dagskráin
jafnvel enn fáránlegri, en þegar
hann heyrði líka það sem sagt
var. Hann uppgötvaði að það
sem bezt borgaði sig, þegar til
lengdar lét, var lesturinn. Hann
gerði áætlanir. Eftir því sem
þekking hans jókst, jókst met-
orðagirnd hans. En metorða-
girndin var undir strangri stjórn.
Einskorðuð við það, sem hægt
var að afkasta í þessu takmark-
aða rúmi. Sjálfsnám í fiskaeldi
innanhúss. . . . Sjálfsnám í mat-
argrerð við öll tækifæri. ..
Sjálfsnám í útskurði. . . .
Hann las á kvöldin, sagaði og
hamraði á daginn.
Einn kosturinn við sjálfsnám
er sá, að það er alltaf eitthvað
nýtt og spennandi að læra og
nemandinn þarf ekki endilega
að fara eftir akademiskri náms-
skrá. Slík menntun getur verið
gloppótt, en lífið er líka glopp-
ótt, það hefur líka sínar björtu
hliðar, sínar gjár og sína lundi.
Ambrose var sérfræðingur í
rósastríðinu, vissi allt um Maríu
Skotadrottningu og Habsborgar-
ættina. Hann vissi alls ekkert um
sigur Normannanna eða afnám
kornlaganna; hann hefði verið
manna fyrstur til að viðurkenna
að hann hefði ekki vitað að til
væru nein kornlög til að afnema.
Hann vissi heldur ekkert um
Boyle's lögmálið, Salic lögmálið
né Parkinson's lögmálið.
En menningin kemur aðeins
með tíma og ástundun. Og Am-
brose var iðinn. Árin liðu — eitt,
tvö og þrjú — og eins og hann
þroskaðist varð samlíf þeirra æ
þýðingarmeira.
— Eins og ljúft búrgúndarvín,
sagði Ambrose skáldlega eitt
kvöldið, og þótt tíminn hefði
breitt hulu sína yfir mörg mis-
tök og hleypidóma, sem áttu sér
6. HLUTI - EFTIR JOHN BURKE
COPYRIGHT JOHN BURKE 1968
stað í upphafi, nutu þau enn að
nokkru leyti sætleika sektarinn-
ar; þau minntust mjög sjaldan
á hvítvín.
Á þriðja brúðkaupsafmæli
þeirra lagði Ambrose sérlega
hart að sér. Meðan Harriet var
úti að verzla vann hann eins og
óður maður í eldhúsinu og úr
felustöðum ofan úr risinu bar
hann niður allt það sem hann
ætlaði að koma henni á óvart
með, helzt hefði hann kosið að
hafa deyfð ljós í ljósaskiptum og
lokkandi tónlist úr vandlega
földum hátölurum. En þar sem
nú var glaða dagsbirta, varð
hann að láta sér nægja að draga
fyrir gluggana.
Þegar Harriet kom aftur fann
hún skreytta köku á borðinu og
þrjú kerti á. Þar var flaska af
tequila og umhverfis hana voru
litlir diskar með mexíkönskum
sérréttum. Tijuana Brass hljóm-
aði af plötuspilara Roberts. Am-
brose var klæddur í mexíkönsk
föt og hafði lagt gítar upp við
dívaninn -— sem skreytingu
fremur en hann væri til gagns,
því hann hafði aðeins lagt stund
á Sjálfsnám í Suður-Amerískri
fingrasetningu í hálfan mánuð.
— De nada, heilsaði hann
henni. — Sérðu.... si? Guado-
mole með tacos. Mig langaði að
gera eitthvað alveg sérstakt.
Sérstakt fyrir grænmetisætur.
Þegar allt kemur til alls — þá
er þetta þriðja brúðkaupsafmæl-
ið okkar. Hann fyllti glas og rétti
henni. Þau klingdu glösum. —
Þrjú dýrðleg ár, sagði Ambrose.
Þrjú dásamleg ár. Það sem
ég lifi fyrir á hverjum degi er
að heyra þig koma upp í gegn-
um lúgugatið.
— En fallegt, sagði Harriet,
undrandi yfir því að finna að
hún var enn fær um að roðna
eftir allan þennan tíma.
— Eg gat ekki einbeitt mér
að neinu í dag. Höggmyndagerð
— Tilgangslaust. Drög að nú-
tíma heimspeki. Lærið að skrifa
yður til ánægju og hagnaðar.
Nei. Ég þráði aðeins að halda á
þér í örmum mér.
— En hvað þú segir þetta fal-
lega.. . .
— í dag fékk ég hræðilega
hugmynd.
— Hvað var það?
— Setjum nú svo að þú kæm-
ir dag nokkurn ekki úr verzlun-
arferðinni? Setjum nú svo að þú
yfirgefir mig — vegna annars
manns.
— Vegna annars manns? Vertu
ekki með þessa heimsku, Am-
brose. Það er enginn annar mað-
ur. Ég myndi aldrei yfirgefa þig
- hvorugan ykkar.
Þau drukku og horfðust í augu.
— Ég veit það, sagði Ambrose
að lokum. Hann laut fram og
kyssti hana. Hann saup aftur á
glasinu og yggldi sig svo í það.
— Meðal annarra orða, mér leizt
ekki á hóstann í Robert í morg-
un.
— Ég lét hann fara með hósta-
saftina í verksmiðjuna.
—- Finnst þér hún gera honum
gott?
— Það var afskaplega fallegt
af þér að blanda hana handa
honum.
— Hann verður að taka hana
þrisvar á dag. — Sjálfsnám í
heimilishjúkrun kveður mjög
hart á um það atriði. Við vilj-
um ekki missa hann, er það?
Harriet rétti fram glasið svo
hann gæti hellt í það aftur og
brosti ástúðlega við honum. —
Þú ert orðinn mjög háður Ro-
bert, er það ekki?
— Hann er bezti maður sem
ég hef nokkru sinni kynnzt.
— Þao er fallega gert af þér
að hugfi. þannig, höfðinglegt.
Ambrose yppti öxlum kæru-
leysislega. — Það er bara eitt....
— Tchaikovsky, sagði Am-
brose. — Ég er svo sem ekki að
kvarta, og það er ekki það, að
20 VIKAN 40- tbl-