Vikan


Vikan - 10.10.1968, Side 21

Vikan - 10.10.1968, Side 21
mér þyki ekki vænt um Robert, en hann stjórnar Tshaikovsky mjög oft. Finnst þér það ekki? — Ég veit ekki af hverju hann ætti ekki að gera það. — Ja. . . . Finnst þér ekki . . . ja . . . eitthvað óhreint við Tshai- kovsky? Það fauk í Harriet. Ambrose fann að nú hafði hann gengið of langt. Hann hafði veigrað sér við að keppa við Robert, þar sem hann var sterkastur fyrir og hafði um litla hríð lagt stund á tónlistarnám, en upp á síðkastið hafði hann lesið bækur um gagn rýni og glögga ritgerð um sam- ræmi og kontrapunkt. Það hjálp- aði honum að skynja betur blæ- brigðin — hann unni enn þessu orði — sem bárust til hans neð- an úr húsinu. Stundum fannst honum að hann skildi mikilvægi tónlistarinnar betur en Robert sjálfur. Til dæmis þessar flóknu harmóníur Wagners. Robert gat svo sem stjórnað þangað til skyrtan hans var orðin blaut og tónsprotinn kominn í tvennt, en skildi hann hvað þetta var allt saman í raun og veru flókið og hvað það fól í sér? Tökum til dæmis Lohengrin. Mjög andleg tónlist, táknræn og allt það — en hvað var í raun og veru á seyði? Allt þetta þvaður um göf- uga riddara var mjög fallegt á yfirborðinu, en hver og einn maður með sæmilega skynsemi gat séð hvað Lohengrin ætlaðist fyrir með Elsu. Og með tilliti til þess hvernig grísku guðirnir höguðu sér við svanina var eng- in ástæða til að ímynda sér að heilastarfsemi norrænu mann- anna væri öðru vísi. En nú fann Ambrose að hann hefði átt að þegja yfir þessari gagnrýni. Hann hefði ekki einu sinni átt að ía að þessu. — Haltu þig við þitt og láttu Robert um sitt, sagði Harriet snögg upp á lagið. — Já, sagði Ambrose auð- mjúkur. — Já, áhugamál ykkar mega aldrei rekast á. — Guð minn almáttugur, nei, sagði Ambrose. Harriet mýktist. — Þetta er allt saman svo fallegt, þegar maður fer að hugsa um það. — Undir einu þaki. Ambrose var sízt í huga að neita þessu. Hann lifði því lífi, sem hann helzt hefði kosið sér. Hann hafði nægan tíma til að helga sig öllum sínum áhuga- málum og laus við leiðinlegar samræður við fólk, sem hann langaði ekki til að tala við, og heppilegan kvenkynsfélaga, að- eins nokkur skref og þrjár kommóðuskúffur frá sér, auk þeirrar þægilegu vissu að þegar hann væri ekki hjá henni væri hún í höndum góðs og tryggs eiginmanns. Harriet fór að skæla. — Hvað er að, elskan? spurði Ambrose og lagði undrandi frá sér glasið. __ Það hlýtur eitthvað að vera að. Og þegar hún einfaldlega hélt áfram að skæla hélt hann áfram: ____ Harriet, hvað er það? Hvað er það? Hún barðist við að reyna að útskýra þetta: — Það er mjög fáum konum gefið að gera einn mann hamingjusaman. Hún strauk sér um augun. — Og ég geri tvo menn hamingjusama og sjálfa mig í þokkabót. Hún strauk sér um augun. — Það er ranglátt. É'g er viss um að það hlýtur að vera ranglátt. Það hlýtur að vera það vegna þess að það er svo gott, en það hefur orðið hlutskipti mitt og ég nýt þess. . . . __ Alveg rétt, sagði Ambrose. Fjöldi kvenna, hugsaði hann, gerði tvo menn hamingjusama. Harriet var dálítið barnaleg hvað þetta snerti. En það var sjald- gæft við aðrar eins úrvals að- stæður og voru hérna fyrir hendi. Og einhvern veginn var þetta ekki eins laumuspilslegt svona. __ Allt í lagi, Ambrose, sagði Harriet og brosti. Þau föðmuðust og dyrabjallan hringdi. i_ Þetta er fallegasta brúð- kaupsafmæli, sem ég hef nokkru sinni átt, sagði Harriet. — Og við munum eiga mörg fleiri, er ekki svo? — Áratugi, sagði Ambrose. Aftur var dyrabjöllunni hringt 0g síðan lumbrað á hurðinni sjálfri. Harriet losaði sig nauðug úr faðmlagi Ambrose. — Ég ætla að losa mig við þennan gest, hver sem hann er. Ambrose lét fallast á dívaninn. Léttur sólargeisli þrengdi sér framhjá gluggatjöldunum. Hann hugsaði um það hvernig það væri að búa einnig utandyra. Þetta var umhugsun án ákefð- ar. Hann langaði í rauninni ekk- ert til að fara út og prófa það. _ Er allt í lagi? Þetta var karlmannsrödd, sem gnæfði yfir mótmæli Harriet. — 'Ég sá að gluggatjöldin voru dregin fyrir, svo að.... Dylan skálmaði inn í herberg- ið. Hann kom auga á Ambrose, sem teygði úr sér í dívaninum 0g leit á flöskuna á borðinu. Ambrose teygði út handlegg- inn og lagði frá sér glasið. — Ummm, sagði Dylan leyni- lögregluforingi. — Ekki morð, heldur lífið sjálft. Ambrose reis kæruleysislega á fætur og kveikti sér í vindli. Harriet gekk inn í herbergið og út að glugganum til að draga gluggat j öldin frá. Hún sagði kurteislega. — En ovænt ánægja, lögregluforingi. — Já, óvænt að minnsta kosti. Dylan reyndi ekki að fara dult með það að hann starði á varir hennar og úfið hárið. Og rann- sóknardómaraaugnaráðið breytt- ist ekkert þegar hann leit á Am- brose. — Ætlið þér ekki að kynna mig fyrir vini yðar, frú Blossom? Harriet hikaði. Ambrose velti því fyrir sér hvort hann ætti ekki að þrífa hnífinn upp úr mexíkanska belt- inu og stinga þennan innrásar- mann á hol. Hans heita, mexí- kanska blóð krafðist þess að hann gerði það, en einveran og íhyglin í Tuttle kapellunni uppi á loftinu hafði dregið nokkuð úr geðofsanum. — Þögn er sama og samþykki, sagði Dylan mjúkmáll. —- Þetta, sagði Harriet, er frændi minn, Senor Jose Cord- ova, frá hér . . . Guacomole. — Frændi, sögðuð þér? — Guacomole, sagði Harriet, — í Mexíkó, eins og þér vitið. — Ja, ef ég veit það ekki, get ég alitaf flett upp á því. Ambrose blés frá sér reykskýi og reyndi að vera útlendingsleg- ur — viðfelldnislegur útlending- ur, fremur en óviðfelldinn. Hann fann að honum gékk heldur verr með augabrúnirnar. Harriet sneri sér að honum: — No habla inglese — verdad? — Verdad, sagði Ambrose af tilfinningu. Dylan hélt áfram að virða hann fyrir sér. — En sú lita- gleði! — Ég bað hann að vera í þjóð- búningnum sínum, sagði Harri- et. — Honum finnst það þægi- legra. Hann er kominn til að dvelja hér um hríð. — Með sporana og allt? Býr hann hér? — Nei, auðvitað ekki! Harriet kreisti upp hlátur. — Hvar ætt- um við að hafa hann? — Já, húsið er lítið, er það ekki? — Jæja, mér þykir leitt að ég skyldi ráðast svona inn, en ég sá að það var dregið fyrir gluggana, ég hélt að einhver hefði . . . skilið við. Hann hló. Það var langt frá að hláturinn væri hlýlegur. — Ég dró aðeins fyrir vegna nýju gólfteppanna, sagði Harri- et. —- Það gerir sólin. Að lokum hafði Dylan augun af Ambrose. Hann leit niður á teppið. ■—■ Stórfallegt. Þið eruð alltaf með svo margt nýtt hér. Hann hvessti augun aftur á Am- brose. Ambrose stökk allt í einu á hann og greip utan um hann. — Senor! Valencia . . . Cranada . . . Y Acapulo! Hann blés reyk í augun á Dylan. — Hvað var hann að segja? — Hann sagði, þýddi Harriet, — að þér séuð ákaflega virðu- legur maður. Dylan rétti úr sér. — Gracias, þykist ég vita, sagði hann við Ambrose. Hann litaðist um í herberginu aftur, en sá þá ekk- ert, sem hann gæti haft hend- ur á. — Verið þér sælar þá, frú Blossom og gætið yðar. Og ma- nana, senor. Harriet fylgdi honum til dyra og þegar hún kom aftur stóðu þau Ambrose grafkyrr, þar til þau heyrðu lögreglubílinn aka í burtu, síðan hófu þau ástríðu- þrunginn tangó. Ambrose helgaði sig dansinum af ákefð, en ofurlitlar áhyggjur skröltu eins og kastaníettur aftast í huga hans. Dylan var bersýni- lega þvermóðskupúki. Honum hafði ekki getizt að svipnum á Dylan. En honum hafði svo sem aldr- ei geðjast að svipnum á Dylan. Hann gat ekkert að því gert. Hann færði handlegginn til. — Caramba! sagði hin ská- eyga, svarthærða Juanita. Og Mmmm! sagði Harriet. 8. Samvizkubit var nokkuð, sem Robert vissi sjaldan af. Hann var of önnum kafinn til að sinna jafn tímafrekum tilfinningum og iðrun og samvizkubiti. Þar að auki fannst honum hann ekki hafa margt til að hafa samvizku- bit út af. Dag nokkurn, í lok vonbrigðaríks fundar um aug- lýsingastarfsemi og sölumál, hallaði hann sér aftur í stólnum og hugsaði um Harriet, og það var þá sem samvizkubitið sló hann. Þarna var hún — Harriet — heima allan daginn, og hafði ekk- ert að gera annað en halda hús- inu alltaf jafn hreinu og snyrti- legu og búa til þennan indæla mat handa honum — og sum kvöld var hann meira að segja of þreyttur til þess að tala við hana. Þetta var ekkert líf fyrir fallega og aðlaðandi konu. Hann var- of önnum kafinn við starf sitt og hann vissi það. Hann ætl- aðist til of mikils af henni. Hann var farinn að reiða sig um of á þolinmæði hennar og linnulausa samúð. Þetta tjóaði ekki. Hann varð að gera eitthvað til að sýna hvað tryggð hennar og staðfesta var honum mikils virði. Hún þarfnaðist einhvers til að stytta daginn með. Hann yrði rórri í huga ef hann vissi að hún væri sæl og ánægð við einhvern ákveðinn félagsskap meðan hann væri í vinnunni. Hún hafði að sjálfsögðu mál- aralistina, en hún kaus heldur að geyma hana fram á kvöldin og samræma hana tónlist hans. Þau voru mjög náin þá, hugsaði Robert. Sálufélagar, hvort um sig í leit að æðri sviðum. Fyrir- my nd ar h j ónaband. Hún var kona starfssöm að eðlisfari og hún hafði verið mjög starfssöm áður en þau gengu í hjónaband. Hún kastaði sér hug- hraust út í hinn stóra heim, yfir- Framhald á bls. 37. | 40. tbi. YIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.