Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 22
r*1 VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. Maxitízkan var ekki mjög áberandi ó tízkusýningunum i haust, en tízkublöð um allan heim hafa tekið hana upp á arma sína, svo að miklar líkur eru á, að hún nái mikilli útbreiðslu í vetur. Oft eru stuttir kjólar notaðir við kápurnar, og verða þeir þá að vera nógu stuttir til þess að mynda skemmtilega tilbreytingu. Myndin hér t. h. sýnir einmitt slíkan klæðnað. Kápan er með stórum hornum og svört, sömuleiðis peysan, sokkarnir og skórnir, en pilsið köflótt í rauðum lit og húfan rauð, en rauði liturinn heldur enn velli frá ( sumar og er mikið notaður með svörtu, en svart er eins og áður hefur verið talað um, einn helzti litur vetrarins. Myndin að ofan t. v. er líka af svartri kápu úr velúr. Kragi og brjóst úr leðri og há svört leðurstígvél notuð við, en hnapparnir á þeim eru gylltir. Svört kósakkahúfa og svartir hanzkar. Myndin til vinstri sýnir Kka síða kápu úr vinsælu efni, en það er tweedið, að þessu sinni í fiskibeinamunstri. Kápan er tvíhneppt og með hornum, eins og flestar maxikápurnar. Rúllukragapeysan ómissandi innan undir, en hún, hattur og sokkar eru í brúnum lit, nokkuð dekkri en kápan. 22 VIKAN 40-tM-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.