Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 32

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 32
ANDRÉS INDRIÐASON HYJAR HUOMPIinUR Þeir Helgi Pétursson, Halldór Fannar og Ól- afur Þórðarson í Ríó tríóinu eru þekktir fyr- ir þá ágætu hæfileika sína að geta komið fólki í gott skap með söng og gamanmálum. Þeir félagar hafa nú sungið inn á plötu fyr- ir Hljómplötuútgáfuna sf., og hefur platan að geyma fjögur lög. Tvö laganna eru í gamansömum dúr, annað er „Sagan um upp- trekkta karlinn“, en hitt heitir einfaldlega Jón Pétursson. Fyrra lagið er eftir hinn þekkta írska lagahöfund Tom Paxton, en textann gerði Hinrik Bjarnason. Syngur Ól- afur Þórðarson það að mestu leyti, en hinir taka undir. Helgi Pétursson syngur hins veg- ar um Jón Pétursson og broslegar raunir hans. Hin tvö lögin á plötunni er öllu nær 32 VIKAN 40-tbl- poppinu en vísnasöng: annað er „Sumarnótt“ eftir Bruce Woodley úr söngkvartettinum Jhe Seekers en hitt er „Vina mín“ eftir Paul Stookey, sem syngur með Peter, Paul og Mary. Textann við „Sumarnótt" gerði Hinrik Bjarnason, en Helgi Pétursson gerði texta við „Vina mín“. Þeir félagarnir í Ríó hafa sjálfir að mestu leyti annazt imdirleik á þessari plötu, en þó má heyra lúðrablást- ur og orgelspil í einu laganna. Ríó tríóið hefur nú skemmt landsmönnum í fjögur ár. Þeir voru kornungir, þegar þeir komu fyrst fram og sungu þjóðlög, sem þeir grófu upp af plötum Peter, Paul og Mary og Kingston tríósins. Talsvert magn af vatni hefur runnið til sjávar síðan og nú eru þess- ir söngflokkar ekki lengur fyrirmyndin. — Þeir félagarnir eru orðnir sjálfstæðari í efn- isvali og meira orginal, svo maður sletti út- lenzku. Þeir hafa lagt mikla rækt við að flytja íslenzkar gamanvísur og lög víðar að en frá Bandaríkjunum, og öll lögin, sem þeir flytja á skemmtunum, eru með íslenzkum textum. Þeir voru í upphafi kallaðir þjóð- lagatríó, og sá titill hefur lengi loðað við þá, sem og aðra söngflokka, sem syngja músik af þessu tagi. Þegar á allt er litið, er hins vegar ekki nema brot af sannleikanum í hugtakinu „þjóðlagatríó". Nær sanni væri að nefna þá visnasöngvara, og það veit trúa mín, að þeir yrðu manna hressastir, ef sú yrði raunin. Hin nýja hljómplata þeirra á eflaust eftir að auka vinsældir þeirra að miklum mun. ★ KOISTÍN ÓLAFSDÓITIR L_______________/ Fyrir rúmlega ári skýrðum við frá því hér á síðunni, að væntanleg væri hljómplata með ungri og efnilegri söngkonu, Kristínu Ólafs- dóttur. Lögin höfðu þá þegar verið hljóðrit- uð í London, og ekki var annað sýnna en að platan kæmi á markaðinn þá innan tíðar. En sú varð þó ekki raunin. Útgáfufyrirtækið átti í einhverjum brösum, sem eru fyrir ofan okk- ar skilning, platan hennar Kristínar varð þá aldrei annað en hugarfóstur útgefandans. Nú hefur sem betur fer rofað til fyrir Kristínu. Tónaútgáfan hefur sent frá sér plötu með söng hennar, og eru þar m.a. tvö af lögunum, sem hljóðrituð voru ytra á sínum tíma. Þessi lög, sem eru eftir Magnús Eiríksson, voru hljóðrituð á ný í sumar, ásamt hinum tveim- ur, sem eru á plötunni, og sá Pétur Stein- grímsson hjá útvarpinu um þá hlið málsins. Lög Magnúsar á plötunni heita „Komu eng- in skip í dag“ og „Flóttamaðurinn". Magnús Frank Sinatra virðist hafa mikla ást á stutt- hærðum, stóreygðum stúlkum. Nýlega sást hann á frumsýningu með ensku leikkonunni Jacqueline Bisset. Forvitnir áhorfendur supu hveljur: Var hann orðinn sáttur við Miu Farrow? Nei, það var ekki hún, þessi er bara svolítið lík henni. V____________________________________________y hefur einnig samið textana við a.m.k. annað lagið. Sem kunnugt er samdi Magnús einnig lögin á plötunni með Pónik, en sú plata fékk ágætar viðtökur á sínum tíma. Eina erlenda lagið á plötunni er hið fallega lag „Love is Blue“, en með íslenzkum texta Jóhönnu Er- lingsson heitir það „Örlög mín“. Þetta lag hefur mikið verið spilað í sumar víða um heim, og hafa þrjár útgáfur heyrst af þessu lagi með Jeff Beck, Paul Muriat og Claudina (frú Andy Williams). fslenzka útgáfa þessa lags er mjög vönduð, og í flutningi Kristínar ætti það að geta orðið mjög vinsælt. Fjórða lagið á plötunni er svo lag Sivalda Kalda- lóns, „Mamma ætlar að sofna“. Fjöldi hljóðfæraleikara aðstoðar Kristínu við undirleik á plötunni, þar á meðal nokkr- ir hinna stærri spámanna í poppinu, Karl Sighvatsson, Gunnar Jökull o.fl. Sigurður Rúnar Jónsson hefur annast útsetningar fyrir strengjahljóðfæri. Þegar á allt er litið er hljómplata Kristínar Ólafsdóttur hin vandað- asta í hvívetna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.