Vikan


Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 36

Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 36
Bragðið leynir sér ekk MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbragð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreíddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGI SUPUR FRÁ SVISS • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smoked Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spring Vegetablc Hann skammasí sín ... Framhald af bls. 19 æsku óskaplega gaman að leggja sig í hættu, að nauðsynjalausu ef ekki vildi betur, en það tók enda rigningardag einn í Gautaborg ó þriðja tugnum, þegar hann af til- viljun hlýddi á fyrirlestur dr. Agge fró Eþíópíu, sem fjallaði um i 11 virki Itala þar. — Ég hneykslaðist, sagði von Rosen. — Og hófst handa, skrifaði Karli prinsi í Rauða krossinum og bauð sjólfan mig og flugvél mína Eþíópum til hjólpar. Von Rosen segir oft: Ég hneyksl- aðist, ég skammaðist mín. Hér ó hann við djúpa blygðunarkennd; hann blygðaðist sín fyrir þjóðina, mannkynið — blygðaðist sín fyrir hönd heimsins, fyrir að þessi sami heimur skuli líða ruddaskap þann og ofbeldi, sem daglega viðgengst, eða þá þann vanmátt til að hindra ósköpin, sem úreltu stjórnmála- og hagkerfi er um að kenna. Bíöfrustríðið er mesti hryllingur sem hann hefur nokkru sinni kom- izt í kynni við. Þarna er verið að drepa fjórtón milljóna þjóð, segir hann. (Af Gyðingum voru „aðeins" drepnar sex). Hvert einasta þorp, sem hann flaug yfir í Bíöfru, hafði verið brennt til grunna með napalm. Ljósmyndari nokkur kom í flótta- mannabúðir og tók mynd af litl- um, banhungruðum dreng. Drengn- um þótti nokkuð til þessa atburð- ar koma, sem títt er um börn, en þesshóttar smágeðshræring varð honum ofviða; hann gaf upp and- ann þegar á eftir. Þannig er nú heilsufarið í því landi. Framkvæmdir. Það eru fram- '» Wi1———zaKg'jffwarFan.'HaT. "rffiaTri kvæmdir sem von Rosen vill. Hann stendur frammi fyrir sömu spilltu alþjóðastefnunni og á dögum Þjóðabandalagsins. Þjóðabandalagið hafðist ekki að, þegar ráðizt var á Eþíópíu, segir von Rosen. Það varð þess banabiti. Hversvegna er ekkert gert nú? Hér vantar, segir hann, snjalla stjórnmálaleiðtoga. Heimskan og seinlætið að skilja að heimurinn hef- ur breytzt síðan í gær er okkar mesta mein. Heiminum, ríkjunum, er stjórnað af mönnum sem andlega séð eru ennþá á Viktoríutímanum. Gífurleg- ar byltingar og breytingar hafa átt sér stað, en stjórnmálamennirnir láta og lifa eins og ekkert hafi breytzt. Það eina sem stjórnmála- mennirnir hafa áhuga fyrir er að hanga við völd. Þetta á ekki aðeins við um þá sem rtkjum ráða, heldur einnig forráðamenn alþjóðastofn- ana. Menn semja og skjóta öllu á frest — þangað til þjóð upp á margar milljónir hefur verið strá- drepin. Menn halda að þeir hafi tíma, en það hafa þeir ekki. Þegar Hitler var að drepa Gyðingana sögðu menn afsakandi: Við vissum ekki um þetta meðan það gerðist. í þetta sinn gildir só fyrirsláttur ekki. Allur heimurinn veit hvað er að gerast í Bíöfru. Það verður að varpa þessari venjubundnu seina- gangsþróun fyrir borð, og grípa til róttækra aðgerða tafarlaust. Carl Gustaf von Rosen vill koma á fjöldahjálp. Hann sat heila nótt í samræðum við Ojukwu, leiðtoga Bíöfrumanna, og hefur nú gerzt tals- maður hans á alþjóðavettvangi. Um- fram allt þarf að knýja Sameinuðu þjóðirnar til að neyða Breta til að hætta vopnasendingum til Nígeríu. Líka gæti komið til greina að fá S.þ. til að senda gæzlulið til lands- ins líkt og til Kongó fyrr og knýja fram vopnahlé. Von Rosen vill líka að Svíþjóð, föðurland hans, viðurkenni Bíöfru. Vegna hlutleysisstefnu sinnar og annars nýtur Svíþjóð allmikillar virðingar í Afríku. Enn sem komið er hafa aðeins fjögur Afríkuríki við- urkennt Bíöfru, en ef virðulegt evrópskt ríki gerði það, gæti vel hugsazt að mörg fleiri Afríkuríki fylgdu því fordæmi. Og Ojukwu ofursti hefur sagt: Fáum við bara stuðning og viðurkenningu á rétt- inum til að lifa í okkar eigin landi, þá erum við reiðubúnir til að semja um hvað sem er. En það blæs ekki byrlega fyrir honum og þjóð hans. Sameinuðu þjcðirnar eru komnar upp á þau ríki, sem eru aðilar að þeim, eink- um stórveldin, og tvö þeirra, Bret- land og Sovétríkin, styðja þjóðar- morðið með ráðum og dáð og verða því að teljast ábyrg fyrir því. Og hjá Sameinuðu þjóðunum ríkir ótti um að svo og svo mörg þótttökuríki móðgist og segi sig úr samtökunum, ef gripið verði til rót- tækra aðgerða gegn vii'a þeirra. Þetta á við um fleiri alþjóðastofn- anir. Á fundi Alkirkjuráðsins í Upp- sölum dirfðust menn meira að segja ekki að samþykkja kröfu um að vopnasölunni til Nígeríu yrði hætt. Það sem guðsmennirnir létu frá sér fara um málið var meiningarlaust þvaður. Þegar við allt þetta er að etja, gæti maður látið sér detta í hug að von Rosen væri óraunsær skýja- glópur. En því neita þeir, sem voru með honum í flugferðunum til Bí- öfru. Samfara dirfsku sýndi hann ýtrustu varkárni og framfylgdi öll- um öryggisreglum út í yztu æsar. Takmark mitt er að opna augu heimsins í tíma, áður en heilli þjóð er tortímt, segir von Rosen. Til þess er hann kominn til Svíþjóðar — til að vekja reiði þjóðarinnar gegn of- beldinu, segir hann, — og í sömu erindum ætlar hann vestur um haf, til aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna. Við sjáum nú til hvernig gengur. 3G VIKAN 40- tbl'

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.