Vikan - 10.10.1968, Síða 37
Philip Morris vekur athygli
á mest seldu
amerísku filtersigarettunni
í Evrópu.
Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er
raunverulegur tóbakskeimur.
Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro
þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni?
„FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI.
Framhald af bls. 21
gaf sitt eigið land og leitaði fyr
ir sér í hinum óþekkta heimi,
vann og lifði, alltaf önnum kaf-
in og alltaf glögg og vökul; já,
Harriet þarfnaðist félagsskapar
á daginn.
Hann ætlaði að kaupa handa
henni hund.
Þegar hann kom í gæludýra-
búðina sneru tvær sölukonur sér
þegar að honum. Það var lítið að
gera þennan dag og þær ein-
beittu sér að því, sem Robert,
verandi verzlunarmaður sjálfur,
sá þegar að var eindregin sölu-
mennska. Honum flaug aðeins í
hug að ráða þær í söludeildina
hjá sér. Því miður komst hann
að því eftir snögga, laumulega
athugun að þær voru ekki frem-
ur sannfærandi brjóstahaldara-
sölukonur, en sköllóttur maður
væri heppilegur sölumaður fyrir
hárvaxtarmeðal.
— Þér viljið að sjálfsögðu
hund með sjálfstæða skapgerð,
sagði sú fyrri.
Það þýddi að þær ætluðu að
selja honum dýrasta hvolpinn í
búðinni.
— Ekki stóran hund, sagði sú
seinni. —• Ég býst við að þér sé-
uð að leita að borgarhundi?
— Hér — já, sagði Robert. —
Við búum í Chelsea.
— Ekki stóran hund þá. Sú
seinni studdi sína eigin uppruna-
legu skoðun. — Það er grimmd-
arlegt að hafa stóra hunda í
borgum. Ef þér ætluðuð hins
vegar að flytjast út á landið og
fara í langar gönguferðir á heið-
unum....
— É'g hef það ekki í hyggju,
sagði Robert. — í raun og veru
er hundurinn handa konunni
minni. Hún þarf einhvers konar
ja, einhvers konar lítinn vin
í húsinu.
Konurnar tvær litu hvor á
aðra. Þær kinkuðu kolli.
— Það hugsa ég. Hvað heldur
þú?
— Eindregið, sagði sú síðari.
Fyrri sölukonan gekk innst
inn í búðina og laut yfir lága
stíu. Þegar hún stóð upp hélt
hún á úfnum, litlum terrier, að
minnsta kosti hélt Robert að
þetta yrði terrier með tímanum
—■ með aristókratískt trýni.
Ég gæti ekki ímyndað mér
neitt sem væri henni betri fé-
lagi en Patriarch Royal Ches-
hunt Emperor The Third.
Robert virti fyrir sér þennan
iðandi, úfna hnoðra. Honum
fannst þetta langt nafn fyrir
ákaflega lítinn hund.
— Haldið þið að hann hefði
á móti því að ég kallaði hann
bara Dinkie. . . . ?
Fyrri konan hafði næstum
misst hundinn.
Hin konan hryllti sig upp og
sagði með andstyggð: — Dinkie?
- Ég átti hund sem ég kall-
aði Dinkie, þegar ég var strákur,
og það væri fljótlegra og þægi-
legra að kalla í hann inn á
kvöldin og svo framvegis.
— Eins og þér viljið.
Robert tók upp veskið. Hund-
urinn gjammaði vongóður og rak
nefið í áttina til hans.
Prentað eyðublað var lagt á
borðið fyrir framan Robert.
— Gætum við fengið nafn yð-
ar, herra? Vegna undaneldis.
— Nafn mitt?
— Ef við rekumst á viðeig-
andi tík.
— Ó. Ójá. Auðvitað.
Robert tók nafnspjald upp úr
veski sínu og lagði það ofan á
seðlana, sem hann hafði verið að
telja fram.
Jæja, hann verður áreiðan-
lega félagsskapur fyrir konuna
mína, og nú þarf hún alla vega
ekki að vera alein allan daginn.
Hann hló uppgerðarlega. — Það
væri tilbreyting í því fyrir hana
að hafa eitthvað karlkyns í hús-
inu.
Konurnar tvær virtu hann fyr-
ir sér, báðar sögðu þær í einum
kór:
— Já.
Taumur var festur við háls-
bandið á hundinum. Hundurinn
virti Robert fyrir sér. Hjarta
Roberts bráðnaði. Angalitla grey-
ið að hanga hér dag eftir dag og
bíða eftir því að einhver tæki
hann að sér og gæfi honum heim-
ili. Hundurinn starði á hann
tjáningarríkum augum. Að
minnsta kosti voru þau annað
hvort tjáningarrík eða hungruð.
Hann tók tauminn og lét
Dinkie síga ofan á gólfið.
Dinkie virti fyrir sér ökklana
á honum með sívaxandi áhuga.
— Jæja þá. Komdu Dinkie.
Við hvílum okkur það sem eftir
er dagsins á skrifstofunni. Við
verðum bráðum góðir kunningj-
ar, ha? Dinkie gjammaði.
Konurnar tvær hölluðu sér út-
fyrr búðarborðið. Af einhverri
ástæðu voru þær kvíðafullar á
svipinn.
— Hann er ákaflega vingjarn-
legur, sagði Robert.
— Hann er fljótur að kynnast.
Um leið og Robert gekk út úr
dyrunum hefði hann næstum
geta svarið að hann heyrði feg-
ings andvarp líða um verzlun-
ina fyrir aftan sig.
40. tbi. viKAN 37