Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 40
augabrúnirnar ofurlítið. „Ég ætla
ekki að bjóða yður upp á kaffi
í þetta sinn. Ég ætla að bjóða
yður svolítið, sem er enn betra.“
Hún gekk að gömlum, útskorn-
um skáp og tók út úr honum
tvö kristalsglös á silfurbakka.
Síðan kom hún með konjaks-
flösku og hellti í fyrir hann.
Hann lyfti glasinu varlega og
dreypti á því.
„Hvernig gengur yður svo að
rannsaka málið?“ spurði hún
blíðlega. „Hafið þér fengið þær
upplýsingar, sem þér þurftuð að
fá?“
Hún gat eins verið að tala við
hann um veðrið eða hvert hún
ætlaði að fara um næstu helgi.
„Tja,“ sagði hann og hallaði
undir flatt. „Málið er þegar orð-
ið miklu flóknara en við áttum
von á. Við erum farnir að velta
því fyrir okkur, hvort nokkurt
samband geti verið á milli dauða
herra Higgins og dauða annars
manns, sem átti sér stað ekki
alls fyrir löngu.“
Hún dreypti á glasinu sínu.
„Ég skil ekki. .“ sagði hún.
„Kenning yðar er ef til vill
rétt. ..“ hóf hann til máls, en
hún greip fram í fyrir honum:
„Já, eins og ég hef alltaf sagt:
Þessar bækur hafa slæm áhrif
á mann. Saurugar hugsanir gagn-
taka þá.“
„Já, hjá morðingjunum, en
ekki fórnarlömbum þeirra," sagði
leynilögreglumaðurinn.
Hún fylgdist með hverri hreyf-
ingu hans, þegar hann lét glasið
frá sér, stóð á fætur og gekk að
glugganum.
„Mér þykir leitt að þurfa að
rifja þetta upp frá byrjun einu
sinni enn, fröken Mackey, en
hjá því verður ekki komizt. Ég
verð að vita hvert einasta smá-
atriði."
Hann opnaði gluggann upp á
gátt.
„Sem sagt: Þér komuð inn í
stofuna og sáuð herra Higgins
standa hérna og gluggatjaldið
huldi hann að hálfu. Þér höfð-
uð ekki minnsta grun um, að
hann væri í íbúðinni?“
„Það er rétt,“ sagði fröken
Mackey.
„Og þér eruð vissar um, að þér
hafið ekki beðið herra Higgins að
koma og gera við gluggann?"
hélt hann áfram. „Sumir íbúarn-
ir hér í húsinu segjast hafa heyrt
yður biðja hann um að gera við
gluggann.”
„Nei, auðvitað gerði ég það
ekki,“ sagði fröken Mackey.
„Um leið og þér komuð auga
á hann, rákuð þér upp skelfing-
aróp og skipuðuð honum að fara
út?“
„Já, einmitt," sagði fröken
Mackey og stóð nú einnig á fæt-
ur og kom yfir að glugganum.
„Það var eins og það kæmi fát
á hann,“ hélt hún áfram. „f ör-
væntingu sinni klifraði hann upp
í gluggann, settist í gluggakist-
Fjarlægið nagla-
böndin á
auðveldan hátt
Hinn sjálffylltl Cutipen gefur mýkj-
andi lanolínblandaSan snyrtilög, einn
dropa í einu, sem mýkir og eyðir
óprýðandi naglaböndum.
Cutipen er elns og fallegur, óbrj dtandl
sjálfblekungur sérstaklega gerður til
snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans
snyrtir og lagfærir naglaböndin svo
að neglur yðar njóti sín.
Engra pinna eða bómullar er þörf.
Cutipen er algerlega þéttur, svo að
geyma má hann í handtösku.
Cutáp&K'
fæst 1 öllum snyrtivöruverzlunum.
Handbærar áfyllingar.
Fyrir stökkar negiur biðjið um
Nutrinail,
vítamínblandaðan naglaáburð, sem
seldur er í pennum, jafn handhæg-
um í noktun og' Cutipen.
Lagningar, klippingar,
hérlitanir, lýsingar,
lokka litanir,
lokka greiðslur.
Permanent
margar gerðir.
Hárgreiðslustofan
PIROLA
Grettisgötu 31
Sími 147 87
_____________________/
una, leit um öxl til mín andartak,
og svo datt hann niður.“
„Svona,“ sagði leynilögreglu-
maðurinn, vippaði sér upp í
gluggann og settist í gluggakist-
una. Honum tókst naumlega að
líta um öxl til að geta séð hvar
sú gamla tók viðbragð og hrinti
honum í einu vetfangi út um
gluggann.
Fallið var hátt. Á leiðinni
hugsaði hann um það, hversu fáu
væri hægt að treysta í þessum
heimi; að ekki er allt sem sýnist,
hversu útlit og hegðun fólks seg-
ir lítið hvað innra með því býr;
hversu oft leynist flagð undir
fögru skinni. Loks hafnaði hann
í öryggisnetinu.
Westerberg hjálpaði honum úr
því.
„Ætlar þú að fara upp og sækja
hana, eða á ég að gera það?
spurði hann.
„Þú skalt gera það,“ svaraði
hann.
Westerberg hljóp inn í húsið,
en leynilögreglumaðurinn ungi
beið úti í garðinum. Hann dust-
aði fötin sín; var enn móður eft-
ir fallið. Nokkur tími leið. Hann
tók upp pípu sína og kveikti í
henni. Hann sá, að hinum megin
við götuna var lögreglubíll til
reiðu. Hann velti því fyrir sér,
hvort gamla fröken Mackey
hefði heimtað að fá að vaska upp
kristalsglösin, púðra sig og loka
glugganum, áður en hún færi
niður á lögreglustöðina....
☆
Sophia Loren
Framhald af bls. 14
Þau eru mjög góð heim að
sækja, enda hafa þau margt
þjónustufólk og nægilegt hús-
rými. Meðal hinna glöðu gesta
má sjá frægt fólk, eins og t. d.
Vittorio De Sica, Antonini og
Franco Rossi; Peter Sellers er
gamall vinur, og hann var svo
hrifinn af höllinni að hann gerði
um hana kvikmynd, og auðvit-
að léku þau Sophia Loren og
Peter Sellers aðalhlutverkin.
Jafnvel hjartasérfræðingurinn
Christian Barnard hefur verið
gestur þeirra hjóna, og kom það
fyrst til af sérstökum ' ástæðum.
Fyrir nokkru fékk hann hrað-
bréf frá Róm: „Viljið þér bjarga
tveim börnum? Aðeins þér get-
ið bjargað þeim. É'g skora á yð-
ur að gera það. Hjartans kveðj-
ur, Sophia Loren.“ Með þessari
hjálparbeiðni fylgdi sjúkdóms-
saga tveggja barna.
Læknirinn hlýddi kallinu og
fór til Róm til að skoða börnin.
Silvana Cavallini, fjögra ára,
var fædd með gat á hjartaloku,
og þannig getur hún tæplega lif-
að í mörg ár.
Paolo Fiocca er einn af þess-
um svokölluð „bláu börnum“.
Hann blánar upp við minnstu
LILJU
1 LI w U 1
1 LILUU i
Liijubíndi eru betri.
Fást í næstu búð.
hreyfingu, hringrás blóðsins er
ekki í lagi og getur ekki flutt
nægilegt súrefni gegnum æðarn-
ar.
Það er aðeins hægt að bjarga
þessum börnum með vandasöm-
um skurðaðgerðum. Barnard
dvaldi tvær klukkustundir hjá
börnunum og ákvað að Paolo
yrði strax sendur til Höfðaborg-
ar og Silvana næsta ár.
Illar tungur vilja halda því
fram að Sophia geri þetta í aug-
lýsingaskyni fyrir sjálfa sig, og
þetta kom henni til eyrna í
Swiss, þar sem hún dvaldi í
fimm mánuði til þess að reyna að
koma í veg fyrir að hún missti
fóstur enn einu sinni. Hún hló
og sagði: — Mér er alveg sama,
hvað fólk segir, Þarna er um líf
tveggja barna að ræða, og mæð-
ur þeirra beggja hafa snúið sér
40 VIKAN 40- tbl-