Vikan


Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 10.10.1968, Blaðsíða 41
til mín og beðið um hjálp. . . . Sophia Loren og Carlo 'Ponti hafa töluvert skipt sér af stjórn- málum undanfarið. Róttækar skoðanir Sophiu virðast stangast svolítið á við þann lúxus, sem hún býr við, og þegar það ber á góma, segir hún: — Ég get aldrei gleymt því hve oft ég var svöng, þegar ég var barn. Hinir frægu gestir þeirra koma og fara, en þeir lítt þekktu koma og dvelja lengi, Sophia Loren er aldrei ánægðari en þegar móðir hennar, systir og litlu frænkurn- ar eru hjá henni. Ég elska Carlo og þetta fal- lega hús, segir hún, — en hús verða ekki heimili, nema fjöl- skylda búi þar.... ☆ Eru konurnar . . . Framhald af bls. 11 aðarblæðingum stendur, orsakar þreytu og truflar einnig andlega getu. Konur með mjög regluleg- ar blæðingar verða þó minna varar við þetta, heldur en konur með óreglulegar tíðir. Samt ættu allar konur að haga sínum ferð- um með tilliti til líkamsstarfsemi sinnar. Þótt konur stæðu sig betur en karlar gegn þreytu við akstur, áttu þær einn slæman galla sam- eiginlegan með körlunum. Hvor- ugt kynið gerði sér fyllilega grein fyrir þreytunni. Þau of- mátu bæði ökuhæfni sína. Þetta kom fram á heilalínu- ritinu. Það sýndi þreytu á háu stigi, þótt ökumennirnir teldu sig hæglega geta ekið að minnsta kosti tvær klukkustundir enn með góðu móti. Að undantekn- um einum karlmanni, sem van- ur var að aka langar lotur, sýndi línuritið, að eftir fjögurra stunda akstur voru allir ökumennirnir „sofandi“! Þreytueinkenni, svo sem ■fe verkir í augum ■fc sviði í augum („sand-til- finning) að sjá tvöfalt þurrkur í munni, þorsti •fc hitatilfinnig, hrollur, geispi ix sú kennd ,að eitthvað hafi breytzt í bílnum (ganghljóð, skrölt). koma til þess að gera fljótt fram. Hjá umræddum ökumönnum komu þessi einkenni eftir þriggja stunda akstur að degi, en tveggja stunda að nóttu. Lífshættulegt er hins vegar, þegar ökumaðurinn sér ofsjónir ■& langar ákaft ti! að sofa, og sér sífellt fyrir sér uppbúið ból bregður og hemlar skyndi- lega að ástæðulausu ■fo svitnar ákaft á enninu ■& dreymir andartak með opin augu. Þegar eitthvert þessarar ein- kenna gerir vart við sig, ber þegar í stað að stöðva og sofa eina eða tvær klukkustundir, í bílnum, ef ekki vill betur til. Hættan á ofþreytu minnkar, ef ökumaðurinn temur sér hvíld á þriggja stunda fresti, og þá er tíu mínútna alger afslöppun lág- markið. Það er hættulegur hugsunar- háttur karlmanna, að láta kon- una ekki taka við akstrinum fyrr en karlmaðurinn getur ekki lengur haldið sér uppi. Á hinn bóginn ætti konan ekki að aka nema þriðjung leiðar á ferðalög- um, því í flestum tilvikum er karlmaðurinn vanari ökumaður, og vanir ökumenn eru þolnari og þreytast síður en þeir, sem sjaldnar aka. Og flestar eigin- konur eru óvanari ökumenn en menn þeirra, þótt þeir séu ekki íhaldssamir á fjölskyldubílinn, einfaldlega vegna þess, að þær þurfa minna á bílnum að halda dags daglega. Framkvæmdastjóri þessarar tilraunar sagði í skýrslu sinni: — Til er brandari á þessa leið: Bjartsýnismaður er sá, sem læt- ur konuna sína aka, og heldur að hann geti hvílt sig á meðan. En þetta er ekkert fyndið. Við getum allir hvílt okkur oftar og betur, ef við leyfum konunum að aka og erum ekki með sífellt nöldur og aðfinnslur. En konurn- ar mættu taka meira tillit til reynslu karlmannanna og til- einka sér það í akstrinum, sem þeir hafa lært af áratuga forskoti á kvenfólkið undir stýri. ☆ Framhald af bls. 34. er þetta með stúlkuna. Ég geri mér engar gyllihugmyndir um sjálfa mig og í hreinskilni sagt er ég tunnu- týpan, en ég hélt að það væri eitthvað gott og sterkt á milli okk- ar. Ég hefði ekki látið mig veru- legu máli skipta ef þú hefðir farið og gert eins og karlmenn gera ... — Hvað áttu við með því? — Þú veizt hvað ég á við, Johnny. Það sem þið kallið að tjalda til einnar nætur — er það ekki — ég á við að ég gæti reynt að skilja, ef þú skriðir upp í hjá einhverri af einhverri ástæðu, sem þér þætti ef til vill réttlætanleg. Kannske vegna þess, sem hefur legið á þér eins og mara síðustu vikurnar — en að vera skotinn eins og skóla- drengur í hreinni mey, sem hefur verið gift fjórum sinnum og á geld- ing fyrir eiginmann, sem falbýður hana meðan hún teygir sjálf úr sér uppi á lofti — í hverju var hún annars? í svörtum knipplingaslopp? — Ég sagði þér að ég hefði ekki farið upp, það veit ég þó ég væri drukkinn. Þú veizt hvernig fer fyrir þeim sem eru drukknir? — Ekki almennilega, satt að segja. Samkvæmt Shakespare eykst þrá hans en hann glatar hæfileikanum til að fullnægja henni. Var það það sem kom fyrir þig? — Nei, það var ekki það sem kom fyrir mig. Fyrir guðs skuld, Alísa, geturðu ekki skilið hvaða á- hrif allt þetta hafði á mig? — Ég er að reyna, sagði hún þolinmóð. — Geturðu ekki gleymt þessum andskotans kvenmanni? Það sem máli skiptir er lykillinn. — Það er ekki auðvelt að gleyma þessum andskotans kvenmanni, Johnny. En lykilinn, Johnny. — Það er hann sem skiptir máli núna. Við verðum að finna lykil- inn. — Hversvegna? — Drottinn minn verð ég að segja þér aiit aftur. Þeir koma eftir hon- um eftir hálftíma. — Og ef þú lætur þá ekki hafa hann? — Þeir láta sér ekkert fyrir brjósti brenna, Alísa. Ég segi þér satt. Þeir láta ekkert aftra sér. — Ég held að þú takir þetta allt of alvarlega. Hvað sem er í þessu öryggishólfi er það á þeirra á- byrgð, ekki þína. Þú stalst ekki lykl- inum frá þeim. — Það kemur út á eitt. — Nei. — Hér sitjum við og sóum tíman- um, sagði ég biðjandi. — Þegar við ættum að vera að leita að þessum lykli. — Það er tilgangslaust að vera að leita að honum, Johnny. Ég veit ná- kvæmlega hvar ég lét hann. Beint þarna á borðið. Þú gáðir að honum og ég gerði það. Hann er horfinn, einhver hefur tekið hann. - Hver? — Ég veit það ekki, Johnny. Ég var úti nokkra klukkutíma og dyrn- ar voru ólæstar. Hver sem var á hnotskóg eftir lyklinum hefði getað komið inn og tekið hann. — Af hverju læstirðu ekki and- skotans dyrunum? — Af því að ég geri það aldrei. Þú veizt það. Það er tilgangslaust IIIAIER WIN HANS NÍA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Lilja Britta Olson, Skaftahlið 8, Reykjavík. Nafn Heimiii Orkin er á bls. V_ Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. 40. 40. tbi vikAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.