Vikan


Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 50

Vikan - 10.10.1968, Qupperneq 50
 > ;/ , ' wjjá NÝIT SÖFASETT 3ja og 4ra sæia sófar. FRAMLEITT MEÐ NAUTSHÖÐ í MÖRGUM LITUM EFTIR PÖNTUNUM. Einnig ullar- og dralonáklæði. íslenzk framleiösla - ÉÉJ£ Arkitekt Leif Hansen. Husoaanaverz Grettisgötu 46 Inn Kai Pind - Sími 22584 V Án þess að hlusta á bituryrði hennar spurði Soames: — Segðu mér eitt, er Bosinney elskhugi þinn? — Nei, það er hann ekki. Hún leit beint í augu hans og hann leit undan. Hann vissi ekki hvort hann átti að trúa henni, en hann fann að það hafði verið heimskulegt að spyrja að þessu. Hann horfði á leyndardómsfullt andlit konu sinnar, og hugsaði um öll þau kvöld, sem hann hafði horft á hana sitja þarna, með blíðan en hlutlausan svip, eins og hún væri framandi. Og skyndilega greip hann ofsareiði, hann gat ekki stillt sig lengur. — Ég held að þú sért steingervingur, sagði hann og þreyf til hennar. — Það ætti að flengja þig. Það væri líklega það eina sem gæti komið vitinu fyrir þig. Svo snerist hann á hæl og fór út úr stofunni. Þegar hann, síðar um kvöldið, fór upp að hátta, fann hann það að hann hafði hlaupið á sig. Hann var ákveðinn í því að biðja Irene fyrirgefningar. Hann nam staðar andartak fyrir utan svefnherbergisdyrnar, og hugsaði um það hvernig hann gæti bezt hagað orðum sínum, svo hún fyndi ekki hve taugaóstyrkur hann var. En dyrnar opnuðust ekki, þegar hann tók í húninn. Hún hlaut að hafa læst, af ein- hverri sérstakri ástæðu, og svo gleymt að opna aftur. Hann flýtti sér gegnum búningsherbergið og ætlaði að opna þeim megin, en þær dyr voru líka læstar. Þá sá hann að það var búið að búa upp rúm á bedda í búnings- herberginu. Hann tók í snerilinn, hristi hann reiðilega og kallaði: — Irene, opnaðu, heyrirðu það! Opnaðu strax. 3Sg heimta að komast inn! , Hann heyrði djúpan andardrátt hennar hinum megin við hurð- ina, en hún svaraði ekki og opnaði ekki. Hann reyndi að sprengja aðra hurðina upp, en það gekk ekki, hún var of sterkbyggð. Hann hafði sjálfur látið setja nýjar hurðir í húsið, áður en þau giftu sig. Að lokum settist hann í stigaþrep og tók höndum fyrir andlitið. Þar sem hún var búin að læsa dyrunum fyrir honum, hafði hún ekki lengur rétt sem eiginkona, og hann ætlaði sannarlega að leita huggunar hjá öðrum konum. En þetta voru aðeins óljósar hug- myndir. Hann hafði enga ánægju af slíkum skemmtunum. Það var aðeins Irene, þessi kalda kona, bak við læstar dyr, sem gat lægt ástríðuþungann. — Það var Irene og engin önnur, sem gat hjálpað honum. En svo gaus reiðin upp í honum aftur. Framkoma hennar var ósiðleg, algerlega ófyi'irgefanleg, og hún átti það skilið að vera refsað, og hann hafði það á valdi sínu að refsa henni. Hún var það eina sem hann þráði að eignast, og hún neitaði að aðhyllast hann. Skyldi eitthvert alvarlegt samband vera á milli Irene og Bosinneys? Hann reyndi að hrinda þeirri hugsun frá sér. Það yrði óþolandi, ef hann neyddist til að gera einkalíf sitt opinbert. Hann hataði þennan Bosinney ,og það. kom ekki til greina að hlifa honum. Soames ætlaði að borga þessi tólf þúsund og fimm- tíu pund, sem höfðu verið algert hámark útgjalda, og svo ætlaði hann að fara í mál við arkitektinn. Irene átti heldur ekki neina peninga. Þau eru bæði bláfátæk, hugsaði hann meinfýsilega .... Nú heyrði hann eitthvert þrusk inni í svefnherberginu. Hún var þá loksins komm í rúmið. — Já, sofðu vært, og dreyrni þig vel, hugsaði Soames. Þótt hún opnaði dyrnar upp á gátt, skyldi hann ekki fara inn til hennar. Það var liðið að kvöldi næsta dag. Soames stóð við gluggann í borðstofunni og horfði út. Sólin skein ennþá í gegnum trjátopp- ana, og við götuhornið stóð gömul kona sem lék á lírukassa. Hún var að spila vals, gamlan vals, einmitt samskonar vals og Irene og Bosinney höfðu dansað eft.ir í samkvæminu hjá Roger. Þá kom Soames augo á Irene, sem gekk á ská yfir torgið að húsinu. Hún var í ljósrauðri treyju, með púffermum, hann hafði aldrei séð hana í þessari treyju áður. Hún nam staðar hjá kon- unni með lírukassann, tók upp budduna og gaf konunni nokkra skildinga. Soames flutti sig til, svo hann gæti virt hana betur fyrir sér, þegar hún kom inn í anddyrið. Hún opnaði dyrnar sjálf, lagði sólhlífina frá sér og gekk að speglinum. Hún var rjóð í kinnum og um varir hennar lék við- kvæmnislegt, titrandi bros. Hún breiddi út faðminn og hló lágt, og hláturinn minnti einna helst á kjökur. Soames gekk fram. — Mjög fallegt, sagði hann. Irene sneri sér eldsnöggt við og ætlaði að hlaupa fram hjá hon- um upp stigann, en hann gekk í veg fyrir hana. ■— Liggur þér svona mikið á? sagði hann, og hafði ekki augun af hárlokk, sem hafði losnað við annað eyrað á henni. Soames þekkti hana varla. Það var einhver ljómi í kringum hana. Andardrátturinn var hraður, eins og hún væri að koma af hlaupum. Hún var gjörbreytt .... Somes lyfti hendinni upp að brjósti hennar, en hún sló á fing- ur hans. — Snertu mig ekki, öskraði hún. Þá greip hann um úlnlið hennar, en hún reif sig lausa. — Hvar hefirðu verið? spurði hann reiðilega. — I himnaríki, langt í burtu frá þessu húsi. Og hún þaut upp stigann. Soames stóð grafkyrr. Hvað var eiginlega því til fyrirstöðu að hlaupa á eftir henni? Sá hann kannski Bosinney fyrir sér, standandi við gluggann í Sloane Street, til að sjá Irene bregða fyrir, áður en hún hvarf í mannþröngina? Sá hann í anda Bosinney kæla sjóðheitt ennið á rúðunni, dreymandi um hana í faðmi sínum? Var ilmurinn af henni ennþá í stofu Bosinneys? Hló hann líka hlátrinum, sem endaði með kjökri? Mörgum hefði líklega fundizt Soames vesalings ræfill, að hann skyldi ekki geta fengið konu sína til að opna fyrir honum dyrn- ar, gefið henni ærlega ráðningu, og unnið bug á mótþróa hennar. En hrottaskapur var Forsyteunum ekki í blóð borinn. Þeir voru varkárir, og ef til vill líka háttvísir í hjarta sínu. Og Soames var líka stoltur, og um fram allt vildi hann ekki verða að at- hlægi. Hann kaus því að þola þetta ástand og reyna að láta ekki á neinu bera. Sumarið og haustið liðu. Soames sinnti störfum sínum, eins og venjulega, dundaði meðal málverka sinna og bauð vinum sínum til miðdegisverðar, en dyrnar á svefnherberginu voru stöðugt læstar. Þau fluttu ekki í nýja húsið, Irene vildi ekki fara þangað. Húsið við Robin Hill stóð tilbúið, og tómt ....... Framhald í næsta blaði. 5« VTKAN 40- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.