Vikan


Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 15
SIDNEY POITIER WILLIAM MARSHALL x-x-xv % vt-xvss: SAMMY DAVIS JR. BRENDA ARNEU / -------------------------------------------^ þeir eru beittir. CBS lagði óhemiu mikla vinnu í þessa þaetti; sendi fréttamenn sína í efnisleit út um öll fylki Bandaríkjanna. Fjölmörg viðtöl við blökkumenn í ýmsum stöðum þjóðfélagsins gáfu uggvekj- andi þverskurðarmynd af biturleika negranna og hatri þeirra í garð hvíta mannsins. Inn á milli var svo fléttuð saga negranna síðustu þrjú árin; sagt frá sögulegum staðreynd- um, sem leiddu hugann að því, hversu negrarnir hafa þrátt fyrir kúgun og misrétti verið hollir þegn- ar Bandaríkjanna. Þeir hafa ævin- lega barizt við hlið hvíta mannsins, þegar styrjaldir hafa geisað; barizt ótrauðir fyrir hugsjónum lands síns. Þessi umfangsmikla sjónvarps- kvikmynd var gerð í því augna- miði að reyna að bæta sambúð hvítra og svartra; reyna að fá þá til að skilja betur aðstöðu hvor ann- V____________________________________________/ ars. Og myndin virðist hafa náð tilætluðum árangri. Skoðanakann- anir sýna, að 20 milljónir Banda- ríkjamanna hafa skipt um skoðun á kynþáttavandamálinu eftir að hafa séð „Of Black America", en svo nefnist myndin, og snúizt á sveif með blökkumönnunum. Að margra dómi er þessi mynd enn sem komið er bezt heppnaða her- ferð sem gerð hefur verið til þess að draga úr kynþáttamisréttinu og bæta sambúð hvítra og svartra. A sviði kvikmynda hafa líka orð- ið gleðilegar framfarir í þessum efnum, og þróunin virðist áfram stefna f rétta átt. Það eru ekki nema örfá ár síðan negrarnir urðu að láta sér nægja ómerkileg aukahlutverk, eins og til dæmis að leika stofu- stúlkur, bflstjóra, þjóna og skó- burstara. Sidney Poitier braut blökkumönnunum leið inn í kvik- Framhald á bls. 49. V___________________________________________/ 2tbl VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.