Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 20
Rússarnir sýna þeim
myndir af fallegum
stúlkum
Þetta byrjaði þannig, að ég hafði
samband við kommander Russ og
bað hann að reyna að koma því í
kring, að ég fengi að fljúga eina
ferð með orrustuþotu. Mér var
kunnugt um, að afar erfitt væri að
fá slíkt leyfi, en hann var allur af
vilja gerður til að hjálpa mér. Ég
beið eftir svari í nokkra daga. Þá
var loks hringt til mín og sagt, að
leyfið hefði fengizt, og allt væri
klappað og klárt. Mér var boðið að
koma og skoða það sem markvert
væri að sjá, áður en að sjálfu flug-
inu kæmi.
Aður en skoðunarferðin hófst,
ræddi kommander Russ við mig vítt
og breitt um starfsemi orrustusveit-
arinnar. Hann nefndi meðal annars,
hve Island væri iandfræðileg mik-
ilvæg fyrir þá og fyrir okkur og
ekki síður fyrir Rússa. Flug Rússa
yfir Islandi jókst um 200% á síðasta
ári. Það eru aðallega rússneskar
sprengiflugvélar, sem orrustuflug-
sveit varnarliðsins hefur eftirlit með
og flýgur til móts við. Viðhald rúss-
nesku vélanna hlýtur að vera mjög
gott, þvl að I öll þau skipti, sem
þeir hafa mætt rússneskum vélum,
hefur það aldrei komið fyrir, að
nein þeirra hafi verið með bilaðan
mótor. Er það talið einstætt. Þeir
fljúga oft mjög nærri Rússunum og
geta stundum greint andlit. Flug-
mennirnir veifa gjarnan hvor til
annars, og stundum hafa Rússarnir
sýnt þeim myndir af fallegum stúlk-
um úr blaði, sem er eitthvað í lík-
ingu við Playboy. Rússarnir eru
sem sagt ekkert öðru vísi en aðrir
menn.
Ég fór í fylgd með bandarískum
blaðamanni, sem var að heyja sér
efni í grein fyrir blað sitt, að svo-
nefndum ,,Allert Tanger" en það er
flugskýli, þar sem vélar eru til reiðu
allan sólarhringinn. Með sjö mín-
útna fyrirvara getur fyrsta vélin ver-
ið komin á loft og síðan hver af
annarri, og allar eiga þær að vera
komnar í loftið eftir um það bil
klukkutfma. Við fengum að skoða
vélarnar í skýlinu og meðal annars
fengum við að sjá, þar sem vopna-
búnaðinum er komið fyrir, þ.á.m.
24 rakettur. Frá þessum rakettum
20 VIKAN 2- tbl-
var skýrt opinberlega, þegar þotan
fórst í Landssveit, eins og kunnugt
er. Astæða er til að vekja athygli á,
að þetta eru rakettur en ekki eld-
flaugar, en á þessu tvennu er mik-
ill munur. Raketturnar fylgja ákveð-
inni braut, en eldflaugarnar aftur á
móti, sem þessar vélar eiga að vera
búnar, geta fylgt skotmarkinu. Því
miður er ég nú ekki alveg nógu vel
að mér til að geta skýrt þetta nánar.
Þeir virtust ekki hafa neinu að
leyna þarna; bentu mér meðal ann-
ars á olíutankana undir vélunum og
báðu mig að geta þess, að þetta
væru ekki sprengjur, eins og marg-
ir héldu. Sérstaklega báðu þeir mig
að skila þessu til bændanna, því að
það væri helzt þeir, sem yrðu fyrir
ónæði, þegar vélarnar flygju yfir
landið með sínum mikla gný.
Mér var sýnt, hvernig flugmenn-
irnir fara í búninga sína, en þeim
átti ég eftir að kynnast betur síðar,
þegar ég fékk sjálfur að fljúga eina
ferð. Þeir eru ótrúlega fljótir að
klæða sig í búningana. Mér taldist
til, að þeir væru ekki nema 2—3
mfnútur að því.
Ég fékk að setjast í eina vélina
og skoða öll hin mörgu og flóknu
tæki. Þctt ég hefði afskaplega lítið
vit á því, sem verið var að sýna
mér, þá skildist mér, að vélarnar
væru útbúnar afar fullkomnum
tækjum. Radarinn er til dæmis
þannig gerður, að hægt er að stilla
hann á skotmarkið. Þegar skotmark-
ið er komið inn á radarskífuna, geta
þeir lokað radarnum, þannig að vél-
in flýgur algerlega sjálfkrafa að
skotmarkinu og leiðréttir sig bæði
hvað vind og hæð snertir eftir því.
Hið eina, sem flugmaðurinn þarf að
gera er að ýta á hnapp, og þá er
þessum rakettum hleypt af stað.
Eins og verið væri að
flá kanínu
Nokkru síðar var hringt í mig fyr-
ir hádegi og ég var beðinn um að
mæta klukkan tólf. Hin langþráða
stund var sem sagt loksins runnin
upp. Ég átti að fá að fljúga ein-
hverntima eftir hádegið.
Ég var að sjálfsgðu mættur stund-
víslega klukkan tólf. Fyrst var mér
gefið að borða í matstofu flugmann-
anna, en að því búnu var farið með
mig inn f herbergi, þar sem bún-
ingarnir eru geymdir. Þar var ég !
hvorki meira né minna en tvo tíma.
Þarna var ég færður í búning orr-
ustuflugmanns, sýndur allur öryggis-
útbúnaður og lagðar nauðsynlegar
Iffsreglur.
Það var byrjað á því að berhátta
mig. Síðan var ég klæddur f síðar
nærbuxur og ermalangan bol, og
þar utan yfir var ég látinn í vatter-
uð föt. Að því loknu var farið að
þræla mér í gúmmíbúninginn. Ég
átti eftir að finna hastarlega fyrir
því, að það var eins og verið væri
að flá kanínu, þegar ég fór úr hon-
um. Þessi búningur er Ijósrauður að
lit og fullkomlega vatnsþéttur. í
hálsmáli og á úlnliðum fellur hann
þétt upp að líkamanum. A fótum
eru vatnsþéttir skór, sem eru áfast-
ir við búninginn. Þar utan yfir er
farið í þunga klossa.
Þegar ég var loks kominn í allt
þetta, var fallhlífin sett á mig, og
þvfnæst hófst kennslustund í því,
hvernig ég ætfi að haga mér, ef
eitthvað kæmi fyrir. Ef ég þyrfti að
hoppa út í neyðartilfelli, átti ég að
byrja á því að þrýsta höfðinu aftur
að höfuðpúðanum og draga fæturna
að stólnum, — svo að ég hálsbrotn-
aði ekki, þegar ég rifi í handföng-
in, sem eru til þess að skjóta sæt-
inu út úr vélinni. Fyrst opnast hlífin
yfir höfðinu, en mér er ekki kunn-
ugt um, hvernig það gerist. En um
leið og tekið er í handföngin, skýzt
sætið þrjú hundruð metra upp. Þeir
Á efri myndinni sést vel, hve stjórn-
klefi einsmanns vélanna er níð-
þröngur. Á neðri myndinni stígur
Aðalsteinn upp í orrustuþotuna, sem
hann flaug með.