Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 22
gg ^ !5^ boði og veifar einhverium pokum.
Flugmaðurinn lítur glottandi til mín,
stöðvar vélina og lyftir skerminum
upp. Stiginn er settur upp að og
maðurinn kemur upp til okkar með
bunka af bréfpokum. Hann sting-
ur nokkrum pokum að mér og er
svo kurteis að láta flugmanninn hafa
nokkra líka .
Eg get ekki með orðum lýst til-
finningu minni, þegar vélin brunaði
eftir flugbrautinni með gífurlegum
gný og hóf sig leiftursnöggt til lofts
eins og kólfi vasri skotið. Það er afar
þröngt í vélinni, eins og ég lýsti
áðan. Það þrengir að manni á alla
kanta. Við vorum í tveggja sæta æf-
ingaflugvél. Mér varð hugsað til
einsmanns vélanna. Það hlýtur að
vera enn þrengra og verra að sitja
í þeim. Það vakti athygli mína, að
það heyrðist ekki nokkurt hljóð inni
í vélinni. Hins vegar er hávaðinn
ærandi úti, eins og allir vita. Þeir,
sem standa vörð við flugskýlið
verða til dæmis að hafa tappa i
eyrunum til þess að heyrn þeirra
skaðist ekki. Það er einkennilegt,
að hægt skuli vera að einangra
hljóðið svona fullkomlega inni í vél-
inni. Enda þótt mótorinn væri keyrð-
ur á fullu, heyrði ég ekkert, nema
hvað mér fannst ég greina skrölt í
hjólunum, en það getur vel hafa
verið ímyndun.
Þegar við vorum komnir á loft,
varð ég var við, að afturbrennarinn
var settur á og aukin inngjöfin á
mótorinn. Um leið var eins og spark-
að hefði verið í vélina. Hún þaut
upp með ógnar hraða. ,Mér er ekki
kunnugt um hvað æfingavélar eins
og sú sem við flugum í geta klifrað,
en einsmanns-vélarnar, sem eru af
gerðinni F 102A, geta klifrað 10
þúsund fet á mínútu. Til saman-
burðar má geta þess, að DC 6 klifr-
ar um 1000—1300 fet á mínútu!
Það er mjög erfitt að talast við
i þessum vélum. Inni í súrefnisgrím-
unni er taltækið, en inni í hjálm-
inum er heyrnartólið. Súrefnisgrím-
an dælir stöðugt 100% súrefni, svo
að maður þarf að halda niður í sér
andanum um leið og maður talar.
Ég komst nú eiginlega ekki upp á
lag með þetta, fyrr en undir lok
ferðarinnar.
Flugmaðurinn, Roton, er fjarska
léttlyndur í eðli sínu og sífellt með
gamanyrði á vörum. En um leið og
hann var kominn upp í vélina, varð
hann grafalvarlegur og einbeittur.
Sá Snæfellsjökul
á hvolfi
Við flugum fyrst einn hring yfir
Keflavík, en tókum síðan beina
stefnu til sjávar, suður fyrir nesið,
en þar áttum við að finna óvina-
vélarnar. Við klifruðum upp í 20
þúsund feta hæð. Þá fórum við að
fá upplýsingar frá radarnum; feng-
um uppgefna stefnuna og hæðina á
þessari ímynduðu óvinavél. Flug-
maðurinn benti mér á, að ég gæti
fylgzt með þessu öllu saman í ra-
sjárskermi, sem einnig var mín meg-
in. Þegar ég hafði stillt hann og
fengið hann skýran, gat ég fylgzt
nákvæmlega með skotmarkinu’. Eftir
stutta stund hnippti flugmaðurinn í
mig og sagði, að nú mundi hann
loka, og flugvélin fljúga sjálfkrafa
beint að skotmarkinu. Fyrst sá ég
ekki flugvélina nema á radsjár-
skerminum, en allt í einu kom ég
auga á hana beint fyrir framan mig.
Og þetta var svo nákvæmt, að mér
fannst við bókstaflega vera beint
fyrir aftan vélina. Síðan skaut flug-
maðurinn nokkrum gerviskotum
með því einu að ýta á takka.
Við æfðum þetta nokkrum sinnum.
Eitt sinn sneri hann flugvélinni
við og flaug henni á hvolfi. Ég
haggaðist ekki, enda er maður ríg-
bundinn og klossfastur, eins og ég
sagði áðan. Það eina sem gerðist
var að blóðið streymdi náttúrlega
til höfuðsins og maginn verkaði
illilega á þindina.
Ég játa það hreinskilnislega, að
mér leið alls ekki sem bezt, á með-
an flugvélin flaug á hvolfi. Mig
verkjaði bókstaflega í allan skrokk-
inn. Hins vegar virtist flugmaður-
inn ekki finna neitt fyrir þessu.
Hann sneri flugvélinni hérna rétt
fyrir utan. Ég gat til dæmis auðveld-
lega séð Snæfellsjökul — á hvolfi.
Þegar liðinn var rúmur klukku-
tími, sem við höfðum verið á flugi,
var mér farið að líða anzi illa, enda
er ég ekki vanur að fá svona 100%
súrefni og einnig fannst mér óþægi-
legt að hafa magann einhvers stað-
ar uppi í haus eða langt niðri. Ég
þorði ekki fyrir mitt litla líf að
hugsa um pokana, sem mér höfðu
verið fengnir á síðustu stundu. Þá
hefði ég áreiðanlega kastað upp.
Lendingin gekk að óskum, og ég
var furðu brattur, er ég steig út úr
vélinni. Þegar búið var að klæða