Vikan


Vikan - 09.01.1969, Page 33

Vikan - 09.01.1969, Page 33
PIRA - SYSTEM HIN FRÁBÆRA NÝJA HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN HAGKVÆM OG ÖDÝR Það er ekki margt, sem hefur lækkað í verði að undanförnu. Það hafa PIRA hillusamstæðurnar gert sökum hagræð- ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn- ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Odýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnaherbergi, í vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið. Sjáið myndina liér; þar er skipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstæður geta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aukið notagildi íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar eru lausn nútímans. HÚS OG SKIR hff. Ármúla 5 — Sími 84415—84416. Hún var komin á fremsta hlunn með að segja honum álit sitt á frek- um og illa innraettum lögfræðingn- um, en svo leit hú ná hann, og fór að hlæja. Hún sagði honum alla sög- una af hinni gæfu Stardust og Gerry ætlaði að springa af hlátri. — En svo ég tali í alvöru, sagði hún, — þá eru ekki nema sex vik- ur til stefnu, og ég verð að komast í tæri við einhvern, sem er fljótur að ákveða sig. Hvernig á ég að fara að þessu? Gerry hrukkaði ennið og hugsaði. — Hvernig væri að reyna flug- ferð? Maður hefur oft séð það í kvikmyndum að fólk kynnist fljótt á slíkum ferðum. Ég hef séð það ótal sinnum að ung stúlka situr við hliðina á glæsilegum manni, sem byrjar með því að bjóða henni sígarettu,- hún þakkar fyrir, og þau hefja samtalið. Svo borða þau sam- an, í Róm, eða einhverjum álíka spennandi stað, og það líður ekki á löngu þar til hún gengur upp að altarinu í einhverri lítilli kirkju, þar sem sá glæsilegi bíður, með nelliku í hnappagatinu. — Þarna komið þér með það! Ég þarf að fara til (rlands, til að líta á nokkrar byggingalóðir, og þá get ég rétt eins flogið, þótt ég þori varla að fljúga. Gerry Kearney, þér eruð stórsniðugur, þér . . . hún þagnaði, því hann stöðvaði bílinn. Einhver kvenmaður kom svífandi á móti þeim. Vanessa! — Gerry, elskan, kurraði hún. — Hvað er þetta, ertu ennþá upp- tekinn af sama viðskiptavininum? — Þú truflar mig ekkert, Van- essa, sagði hann. — Skelltu þér upp i bilinn. Svo sneri hann sér að Deirdre. — Viljið þér borða hádeg- isverð með okkur? Eða viljið þér heldur fara heim og hreinsa sárin? — Setjið mig af hérna, ég bý hin- um megin við götuhornið. Það eitt var öruggt, Dreidre gerði aldrei tvisvar sama glappaskotið. Hún var líka ákveðin ( því að ásæl- ast aldrei mann annarrar konu. Þegar hún hafði læst að sér, fór hún ekki að hreinsa sárin og held- ur ekki að fá sér eitthvað að borða, þótt hún væri glorhungruð. Hún gekk að speglinum og leysti tagl- ið. Þegar hún hristi höfuðið, sá hún að hérið var sorglega vanhirt. Hún greip hárburstann og fór að bursta hárið af ákafa, hana langaði til að það yrði eitthvað likt hári Vanessu, glansandi og mjúkt. En það bar eng- an árangur, svo hún fleygði burst- anum frá sér og gekk að ísskápn- um.... Fimm dögum síðar sat hún á flug- stöðinni og beið eftir því að brott- för írlandsvélarinnar yrði tilkynnt. Hún skildi ekki orð af því sem kall- að var í hátalarann. Það eina sem hún heyrði var: — Farþegar til . . . — gjörið svo vel að ganga út um dyr númer.... Það varð henni til bjargar að fjölskylda sem sat nálægt henni ætlaði til írlands, svo hún tók það ráð að fylgja þeim eftir. Hún hafði heyrt að þeir sem sitja aftarlega hafa betra tækifæri til undankomu, ef flugvélin ferst, en henni til skelfingar voru öll öftustu sætin upptekin. Hún skalf af hræðslu, þegar hún settist nokkuð framarlega. En hún gat séð skrúfurnar, það var þó allt- af bót í máli, og ef þær hættu að snúast, þá vissi hún hvar neyðarút- gangurinn var. Hún var svo upptekin af þvi að góna á skrúfurnar og reyndi að festa sætisólina um leið, að hún tók ekkert eftir hávaxna, dökkhærða manninum, sem settist við hlið hennar, og festi sætisólina fyrir hana, með einu handtaki. Hún var undrandi þegar flugvél- in hóf sig á loft, alveg vandræða- laust, og nokkru seinna sagði flug- þernan að farþegar gætu losað sæt- isólarnar og líka að nú væri leyft að reykja. — Má bjóða yður sígarettu? spurði sessunautur hennar, þegar flugþernan kom með kaffi. Deirdre kinkaði kolli. í kvik- myndum sögðu stúlkurnar alltaf já. En þetta var fyrsta sígarettan henn- ar, og hún komst að því að fólk eyddi milljónum í sígarettur, sem ekkert gerðu annað en að koma mönnum til að hósta. Hún lét þetta samt ekki í Ijós, en reyndi að hósta svo laumulega sem henni var unnt. Hún tók eftir því að maðurinn hafði ekki augun af henni. — Hvað er að yður? spurði hún brosandi. — Ég er að verða ástfanginn, sagði hann hraðmæltur. Hann er of fljótur á sér, sagði einhver innri rödd, en Deirdre var í mesta tímahraki, svo hún hafði ekki ráð á því að vera með vanga- veltur. En meðan hún var að hugsa upp sniðugt svar, varð henni litið á skrúfurnar, — þær snerust ennþá. Hún hélt á sígarettunni i annarri hendi og kaffibollanum í hinni, og bað þess í huganum að honum dytti ekki í hug að grípa hönd hennar. — Ég heiti Deirdre, sagði hún, og leit á hann undan hálflokuðum augnalokunum. — Og hvað getur dauðlegur maður eins og ég gert fyrir yður? — Þér gætuð kvænzt mér, sagði hún, ofur róleg. Það var engu likara en að þessi orð hleyptu alls konar vandræðum af stað. Hún var varla búin að Ijúka við setninguna, þegar flugstjórinn sagði eitthvað í hátalarann. — Þetta er Jackson flugstjóri. Við erum Þetta var greinilegt, flugvélin var að steypast í sjóinn. Deirdre spark- aði af sér skónum, meðan hún var að þreifa eftir björgunarbeltinu undir sætinu. Kaffið flaut út, og til allrar óhamingju yfir hnén á sessu- naut hennar. Það kom síðar í Ijós að flugstjór- inn var aðeins að segja farþegun- um frá hæðarstöðu vélarinnar, en, eins og hún sagði við Gerry, þegar hann borðaði heima hjá henni næsta dag, þá var æðið sem greip hana nóg til að útiloka alla framtíðar- drauma, og steindrepa áhugann hjá hinum glæsilega ferðafélaga henn- ar. — Mér dettur eitt í hug, sagði Gerry. — Það væri ef til vill hent- ugra að segja þeim strax hvernig málum er háttað. Er ekki bezt að segja við þann næsta að hann fái mikil auðæfi ef hann kvænist yður, og sömuleiðis að hann þurfi ekki að vera bundinn til æviloka, — hann þurfi aðeins að koma til kirkjunnar, og þurfi heldur ekki að elska yður? — Ég skil hvað þér eigið við, sagði hún. — Viljið þér ekki meira spaghetti? — Ó, jú takk. Ég hafði það á til- finningunni að ef ég kæmi hér við um sjöleytið, þá væruð þér vís til að búa til öndvegis spaghetti á nokkrum mínútum. Frændi yðar hafði á réttu að standa. Þér eigið alltof marga góða eiginleika til að pipra. — Það getur verið, sagði hún, — en ef ég hef ekki hraðann á, þá verð ég piparmey og Georg frændi fær þennan bjánalega minnisvarða. — Nú verð ég víst að fara, sagði Gerry. — Eins og þér viljið. — En bíð- ið andartak. Hvar á ég nú að bera niður? Ég meina, til að finna þann tilvonandi? — Reynið ökukennarana. Lærið á bíl, sagði hann. — Farið út fyrir borgina, þar er ekkert sem truflar. Ökukennarinn við hliðina á yður, og friðsamlegar beljur á beit við vegarbrúnina. Það ætti að vera nógu rómantískt umhverfi ... Gangi yður vel! Og Deirdre fór að ráðum hans. Ökukennarinn reyndist vera alvar- legur, ungur maður, sem ekki tal- aði um annað en sparsemi. Hann passaði tímana upp á sekúndu, og Cyril Brown upplýsti hana um allt sem varðaði sparnað í akstri. Hann virtist ágætlega tilfallinn, og hann gæti líka annast allan akstur i fram- tíðinni, svo hún þurfti ekki að leggja svo mikið á sig til að læra að aka. Það var nefnilega töluvert erfið- 2. tbi. yiKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.