Vikan - 09.01.1969, Blaðsíða 36
Hinar vinsælu
bækur um
Angelique
eftir SERGE og
ANNE GOLON,
fást hjá næsta
bóksala eða í
næstu blaðasölu.
Angelique
Angelique
og kóngurinn
Angelique
og soldáninn
í heftum.
öskraði. Cyril var ómeiddur, en það
var ekki hægt að segja um hið
marglofaða farartæki hans.
Loksins kom hann það mikið til
sjálfs sín að hann spurði Deirdre:
— Hvernig fóruð þér að þessu?
— Ég steig á bensíngjöfina, og
svo....
— Já, fröken, ég veit það. En
hvað kom yður til að gera þetta?
Deirdre lét ógert að skýra það
fyrir honum, en í þess stað fór hún
að segja hinum frá erfðaskrá Ge-
orgs frænda síns, með miklum
fjálgleik. Andlitið á Cyril varð eitt
ánægjubros, og hann sagði: — Vesa-
lings stúlkan, þér eruð sannarlega I
vandræðum. Ég er auðvitað reiðu-
bþinn til að kvænast yður. Hvenær.
Er það fímabært á morgun? Bíll-
inn verður hvort sem er á verk-
stæði, svo ég hef ekkert að gera
næstu daga Hann þagnaði,
því sú tilvonandi tók til fótanna og
hljóp niður brekkuna.
Gerry, sem hafði beðið fyrir ut-
an bílskúr Cyrils, til að frétta af
framförum hennar við aksturinn og
að heyra hvernig málin stæðu í hjú-
skaparmálunum, hafði séð árekstur-
inn, svo hann hraðaði sér upp
brekkuna.
— Deidre! — Deirdre! Ertu slös-
uð? kallaði hann.
Tárin streymdu niður kinnar
hennar og hún hljóp upp um háls-
inn á honum. — Það er allt í lagi
með mig, en hann sagðist vilja
kvænast mér!
— Til hamingju, sagði Gerry, og
var ekki sérlega glaðlegur. — Var
það ekki það sem þú vildir?
— Jú, en ég get ekki gifzt hon-
upi! — Ekki einu sinni til að kom-
ast til Rio.
— Það er skynsamlegt. En hvers-
vegna ertu þá að gráta?
— Vegna þess að ég er svo
heimsk. Ég dett af baki, ég geri
uppistand í flugvél. Ég ek bíl í
klessu. Ég get ekkert gert að gagni.
Það vill ekki nokkur maður kvæn-
ast mér.
— Jú, ég. . . .
— Þú! Elsku hjartans . . . hún gat
ekki lokið við setninguna fyrr en
hann hafði kysst hana innilega. —
En ég bað þín fyrst, og þú neitað-
ir þá.
— Það er rétt, en ég vildi að þú
giftist mér af ást, en ekki vegna
peninganna minna.
— Peninganna minna, áttu við.
Gerry ætlaði að fara að útskýra
það fyrir henni að Georg frændi
hefði arfleitt manninn hennar að
peningunum, en erfðaskráin hafði
náð sínum tilgangi. Hann hafði
kynnzt Deirdre.
— Peninganna okkar, sögðu þau,
einum rómi. Og þetta hefur örugg-
lega verið það sem Georg frændi
hefur haft í huga, þegar hann réði
ungan lögfræðing til að sjá um
erfðaskrána.... "A
/------------------------------
— Hvað hefir orðið af Jósep?
Hvernig lifum við
árið 2000
Framhald af bls. 11
veit, að svo er ekki. Vélheilinn
nærist eingöngu á þeim upplýs-
ingum og efni, sem mannsheil-
inn hefur matað hann á. Hitt er
svo annað mál, að hann er mörg-
um sinnum fljótari að vinna úr
þessu efni, því rafslag er milljón
sinnum sneggra en mannleg
taugasvörun- Þar við bætist, að
sé vélheilinn rétt mataður, gerir
hann ekki vjllur, Hann leggur
tvær tölur saman á minna en
einum milljónasta úr sekúndu,
sama þótt háar séu. Rétt mataður
getur hann sjálfur reiknað út Qg
sannað, jafnvel flóknustu fram-
40 VIKAN 2 tbl-