Vikan - 09.01.1969, Page 40
Eílw J Steichen, einn þekktasti ljcsmyndari heims í 60 ár. Nú er hann 89 ára og er nýtekinn til við höggmyndagerð.
Sambúð hr.ns og konu hans hefur verið mjög hamingjusöm. Aldursmunur: 53 ár!
-----—........—-----------------»««««««. ■f.fn.
Fyrir 10 árum hittust hljómsveitarstjórinn frægi, Herbert von Karajan oj Eliette, sem nú er kona hans. Hún var þá
18 ár?.. Nú er hann 60 ára, hún 28. Aldursmunur 32. ár.
HlfENÆH VERBIIH KAREINN BF GAMAEL?
hjónin séu hamingjusöm og þroskist
hvort með öðru.
Önnur áleitin spurning er sú, hvort
yngri makinn muni ekki þegar fram
líða stundir gerast þreyttur á þeim
eldri og leita sér uppörvunar i örm-
um sprækari elskhuga. Eða hvort
eldri makanum muni ekki þreytast
æskufjör þess yngri og hreiniega gef-
ast upp á öllum þessum þrótti? Slíkar
spurningar fá engin svör, fyrr en tím-
inn leiðir þau í ljós.
En sá eða sú, sem verður ástfang-
in/n af yngri manneskju, yngist sjálf
/ur. Manneskjan Jackie Onassis er
allmiklu yngri en goðsagnaveran
Jackie Kennedy. Og sá eða sú, sem
fyrir þessari lífsreynslu verður, upp-
götvar einnig, að mannsævin er ekki
í raun og veru rígbundin i kafla-
skiptingu, að ástin er ekki rígskorð-
uð við einn hluta ævinnar eingöngu,
og glöggt afmörkuð æviskipting í
fimm ára skeið (20—25, 25—30 o. s.
frv.) er hvergi til nema á skrifborðum.
Þekktur erlendur þjóðfélagsfræð-
ingur telur, að innan fárra ára verði
hætt að fást um aldursmun í hjóna-
böndum. Þá verður, segir hann, ver-
öldin einum fordómi fátækari en
mörgum hamingjusömum hjónabönd-
um ríkari. -fo
Hér kynnum við nokkur hjón, þar
sem aldursmunurinn er meiri en al-
mannarómi þykir gott — allt upp í
fjörutíu ár. Hjónaband við miklum
aldursmuni er æviniega litið hálf-
gerðu hornauga, almenningur tor-
tryggir slikt uppátæki og spáir því
venjulega illu. Jackie og Onassis hafa
vakið miklar umræður um þessi mál,
en þó er aldursmunur þeirra ekki
nema rösk 20 ár — kannski tæp 30.
Enginn veit, hve mikið Onassis er yf-
ir sextugu.
Margir íslendingar kannast við Fritz
Ruzicka, sem ,,skapað“ hefur margar
stjörnur, svo sem Vivi Bak, Essy Per-
son og Ingelu Brander, með hverri
44 VIKAN 2- »i.
hann kom hingað fyrir nokkrum ár-
um, eins og lesendur Vikunnar rek-
ur ef til vill minni til. Hann stendur
nú á sextugu, kariinn, og er nýgiftur
ungfrú Danmörku 1960, Birgitte Hei-
berg. Hún er 24 ára gömul og ein
fremsta tízkusýningadama í Evrópu.
Aldursmunur þeirra er 36 ár. Mestur
er munurinn á Pablo Picasso og sjö-
undu konu hans, Jaqueline Roque,
eða fjörutíu ár. Hann er 87 ára en
hún 47 ára. Enginn ber brigður á, að
hjónaband þeirra sé hamingjusamt, og
þrátt fyrir aldurinn er Picasso gamli
hið mesta kvennagull enn í dag.
Ef til vill er aldursmunarhjónunum
erfiðast fyrir brúðkaupið. Þá verða
þau að leysa ýmsan vanda í sam-
bandi við almenningsálitið. Og jafn-
vel þótt þau séu fyllilega hamingju-
söm saman og líti framtíðina björtum
augum, fer ekki hjá þvf, að beinar
og óbeinar glósur utan að komandi
fólks hljóta að skilja eftir stungur,
sem svíður undan. Og margur hlýtur
að hafa lagt fyrir sig þá spurningu,
hvernig fari nú, ef væntanleg börn
fyrirverði sig fyrir að eiga gamal-
menni að föður — eða ef til vill,
hvort þeim verði barna auðið? Kann-
ski skiptir það ekki verulegu máli,
hjónabandið er ekki endanlega ioka-
áfangi eða barnaframleiðsla. Að
margra dómi skiptir mestu máli, að