Vikan


Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 3

Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 3
— Morgunverðurinn er tilbú- inn! ÍSg veit vel að ég á að hafa hendurnar á stýrinu, en ég er bara að nota þær til annars eins og er! Pabbi-i-i.. . .! A=Cp CAROLINA AF MONACO ............... Bls. 4 PÓSTURINN ........................ Bls. 6 MIG DREYMDI ...................... Bls. 8 DAGLEGT HEILSUFAR ................ Bls. 9 BLUNDA NÚ BÆNDUR ................. Bls. 10 YORKSHIREMAÐURINN FLJÚGANDI ...... Bls. 12 EFTIR EYRANU ..................... Bls. 14 LEYNIFARÞEGINN MINN ............. Bls. 16 MARY HOPKINS — HIN N^JA STJARNA BÍTL- ANNA ............................. BIs. 18 ANGELIQUE í VESTURHEIMI .......... Bls. 22 FYRST KARLMAÐUR — SÍÐAN KONA...... BIs. 24 VÍSUR VIKUNNAR: Þjóðin er skuldug og þrotin að greiðslu en þeir sem fara með völd lifa í glaumi og gjaldeyriseyðslu við gamansöm fundahöld. Flest virðist dugnað og framtak vort hefta og framtíðin hulin er en hvort við græðum á aðild að EFTA veit enginn, sem betur fer. Og áfram er dansað á alls konar línum og illdeilum hrundið á stað en þjóðin er hreykin af hagvexti sínum já, hagvexti, en hvað er nú það? FORSÍÐAN: Fyrir aðeins hálfu ári var Mary Hopkins skólastúlka í litlu þorpi í Wales. Stundum á laugardagskvöldum söng hún reyndar í tómstundaklúbbi námuverka- manna og spilaði undir á gítarinn sinn. Nú er nafn hennar efst á listum yfir vinsælustu dægurlögin bæði í Evrópu og Ameríku. Við birtum grein um hana á bls. 18—21. Hér sést hún með Paul McCartney. Ég held þú sért farinn að reykja of mikið, Páll! VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurffur Hreiffar. Meffritstjóri: Gylfi Grön- dal. Blaffamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friffriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, aúglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320—35323. Pósthólf 523. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaidið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega. Ronson-kveikjara er óþarft að kynna. En það er ýmislegt fleira framleitt hjá Ronson- verksmiðjunum en kveikjar- ar, svo sem hárþurrkur, reykjarpípur, blússlampar, rafmagnstannburstar, raf- magnshnífar, rafmagnsskó- burstar og ótalmargt fleira. — í -næsta blaði hefst ný og skemmtileg getraun, þar sem þessir hlutir verða allir á boðstólum, alls 32 vinningar að verðmæti nær 60 þúsund krónur. Ekki er að efa, að margir munu taka þátt í þess- ari nýju getraun Vikunnar, njóta góðrar skemmtunar og mikilla vinningsmöguleika. Nokkru fyrir jól hóf Lúpus að skrifa nýja palladóma um alþingismenn fyrir Vikuna. Birtist þá þáttur um Birgi Finnsson, forseta sameinaðs þings, en síðan koma þing- menn í réttri stafrófsröð. Fyrst í þeirri röð er eina kon-< an, sem situr á Alþingi, frú Auður Auðuns og birtist þátt- urinn um hana í næsta blaði. Núna alveg á næstunni birt- ast síðan þættir um Ágúst Þorvaldsson, Ásgeir Bjarna- son og Benedikt Gröndal. Ótalmargt fleira efni verð- ur í næsta blaði, svo sem grein eftir Þorstein Matthías- son, greinin Lesið í lófa, grein um eyjuna Tonga í Suðurhöf- um. Og ekki má gleyma fram- haldssögunum, Leynifarþeg- inn minn og Angelique í Vesturheimi, auk hinna vin- sælu föstu þátta eins og Póst- inum, Mig dreymdi, og Dag- legt heilsufar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.