Vikan


Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 25

Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 25
-SlÐAN KONA 34 ára: Jean Jousselot gengur í hor- mónasprautur. Hann breyttist sýni- lega, en var eiginlega bæði karlmað- ur og kona. legur drengur, og hinir krakk- arnir stríddu mér oft með því. Sem barn bar mikið á því að Jean vildi gjarnan fara í telpu- föt, og móðir hans hafði ekkerl á móti því, hana hafði langað meira til að eignast dóttur. — Láttu ekki föður þinn sjá þetta, sagði hún til varnaðar. Þegar Jean var sautján ára, árið 1943, gerðist hann sjálfboða- liði við strandgæzluna. Hann var ánægður, og var nú orðinn „sjó- maður“, eða það fannst honum þá. Hann tuggði munntók, hann drakk og lenti í slagsmálum. (Jeanette sýndi okkur ör eftir hnífsstungu). 24 ára: Fjölskyldufaðirinn Jean Jous- selot, með eiginkonu sinni og tveim dætrum. 42 ára: Jean er orðinn að Jeanette, sem er laglegasta kona og lítur út fyrir að vera yngri en aldurinn segir til um. Það var aðeins eitt sem Jean gat ekki fylgzt með félögunum. — Þegar félagar mínir fóru á vændishúsin, þá gat ég ekki feng- ið mig til að fara með þeim, ég hafði ógeð á því. Sem sagt, þeg- ar Jean var tuttugu og eins árs var hann algerlega óreyndur í kynferðismálum. Árið 1948 kvæntist Jean ungri stúlku, sem var jafn saklaus og óreynd eins og hann sjálfur. í stuttu máli: í þessu hjóna- bandi fæddust tvær telpur. Jean fór þá að finna meira til þess að hann hafði meiri löngun til að sinna verkum móðurinnar og var aldrei glaðari en þegar harm saumaði eða gerði eitthvað slíkt fyrir dætur sínar. En svo fór hann að fá viðbjóð á kynferðis- legri hlið hjónabandsins, og tók eftir því að þetta ágerðist fljótt. Og sér til skelfingar fann hann að hann breyttist líka líkamlega, brjóstin stækkuðu, og fleira varð til að angra hann. Hann leitaði læknis, sem ekkert vildi heyra um slíka þvælu og vísaði honum á dyr. Hann kvaldist yfir því að verða fórnardýr svo grimmilegra ör- laga. Það var fyrst árið 1957 að Jean leitaði sálfræðings. — Hann rannsakaði mig hátt og lágt, og ég heyri ennþá fyrir eyrum mér úrskurðinn, að rann- sókn lokinni: ..Herra Jousselot, þér eruð kona!“ Jean gekk svo til læknisins um tíma. Læknirinn fór fram á það við yfirvöldin að honum væri levft að klæðast kvenfatnaði. Svo fékk hann reglulega sprautur af kvenhormónum. BÖRNIN EIGA TVÆR KONUR FYRIR FORELDRA Þessi breyting sem varð á Jean Jousselot er auðvitað einstök i sinni röð. Brjóstin stækkuðu. skeggvöxtur hvarf eiginlega al- veg en þess í stað jókst vöxtur höfuðháranna. Axlir hans rýrn- uðu en hann varð aftur á móti breiðari um mjaðmirnar. Og líf hans varð æ óbærilegra, burtséð frá því að á einn hátt gladdist hann yfir breytingunum. Svo fór hann að klæðast kven- fatnaði, og þar með voru örlög hans ráðin. Dæturnar voru svo ungar að þær voru alsælar yfir því að eiga tvær mömmur. En nábúarnir létu fjölskyld- una ekki í friði. Það kom fyrir að steinum var kastað inn um gluggana, og daglega var hringt í símann og nafnlausir hringj- endur heltu yfir þau skömmum og svívirðingum. Að lokum gat eiginkonan ekki búið við þetta lengur. — Við ákváðum að slíta samvistum, segir Jeanette nú. — Konan mín tók börnin með sér, og ég leið fyrir það, því að hún var skiln- ingsgóð, og ég var farinn að bera móðurlegar tilfinningar til henn- ar. — Næstu ár voru erfið. ég var mjög einmana. Ég talaði við marga lækna, en fékk alltaf það svar að þeir gætu ekki hjálpað mér; að aðeins skurðaðgerð gæti gert mér lífið þolanlegt. Frá þeirri stundu hafði Jean Jousselot aðe:ns eitt takmark; ao láta gera þessa aðgerð En það kostaði mikla peninga. Hvar átti hann að taka þá peninga? Jean tók alla þá vinnu sem hann gat náð í, og stritaði í fjög- ur löng ár. í september, árið 1962, hafði hann skrapað saman þá peninga sem til þurfti, og hann lagðist inn á sjúkrahús dr. Duras. Nú verður auðvitað mörgum á að spyrja: Eru slíkar aðgerðir ekki ósiðlegar, og ieysa þær þessi vandamál? Ameríski læknirinn Dr. Harry Benjamin, ráðgiafi og fyrirsvars- maður þeirra óhamingjusömu, sem eiga við slík vandamál að etja, mælir hiklaust með slikum aðgerðum: — Rannsókrrr mínar hafa full- vissað mig um að flest af þessu fólki er betur sett með læknis- legum aðgerðum. — Einhverntíma, segir dr. Benjamin, — verða þessar að- gerðir eins venjulegar og aðrar plastiskar aðgerðir, sem gerðar eru til að losa menn við líkams- lýti. Siðferðishliðin er ekki mál læknisins. Þá mætti alveg eins spyrja hvort læknir ætti að gera við höndina á vasaþjóf, ef hann yrði fyrir slysi. Dr. Daniel Cappon, við há- skólasjúkrahúsið í Toronto er ekki á sama máli. Hann segir: -— Þetta er bæði svívirðilegt og ólöglegt athæfi. Taugalæknir í New York, dr. Charles W. Socarides, segir: — Þessar aðgerðir hafa svo oft misheppnazt, enda leysa þær ekki allan vandann En Jeanette Jousselot virðist vera ánægð með tilveruna og ár- angur aðgerðarinnar. Hún fór á fætur eftir sex daga og eftir hálfan mánuð voru allar umbúð- ir teknar. Aðstoðarmaður var staddur í herbergi hennar, þegar hún leit á sjálfa sig í spegli, tók í pilsið og virtist stolt og ánægð, eins og barn. FYRSTU KYNNI HENNAR AF KARLMÖNNUM Þegar hún yfirgaf einkasjúkra- 5. tw VIKAN 85

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.