Vikan


Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 14

Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 14
Nýr búningur fyrir geimfara í geimferð Bandaríkjamannanna þriggja í Apolló var prófaður nýr geimbúningur. Þeir tveir Bandarikjamenn, sem í lok næsta árs eiga að stíga fæti á tunglið, fyrstir manna, eiga að klæðast honum við það tækifæri. Búning- urinn er hvorki meira né minna en fimmtánfaldur, og hefur hvert lag sérstakt hlutverk: eitt hrind- ir frá sér kulda, annað hita, þriðja eldi, fjórða vætu, fimmta geislun, sjötta loftsteinum og svo framvegis. Hver búningur er um tuttugu kíló að þyngd og kostar eitthvað átta til níu milljónir króna. Við bakið er fest taska. í henni eru öndunartæki, kælir fyrir nærfötin og skeytatæki. Búningurinn er með rennilás, og geimfarinn hægir sér gegn- um rör, sem loka má í báða enda. Það er svo tæmt með dæluút- búnaði. Saur og þvagi er safnað í plastpoka, sem eru rækilega einangraðir, því ekki er ætlazt til að menn skilji eftir bakteríur eða aðra skaðsemd á tunglinu. Pokarnir eru geymdir í læstu hylki í geimfarinu, og er inni- hald þeirra rannsakað undireins og komið er niður á jörð. ☆ Sú var tíðin — sem líklega er ekki alveg liðin enn — að djarfir U-2-flugmenn fljúga yfir megin- löndin og taka njósnamyndir fyr- ir stórveldin. Frægastur slíkra hefur orðið Bandaríkjamaðurinn Powell, sem skotin var niður yf- ir Sovét og heilmikill glumru- gangur varð kringum. í stað þessara kappa eru nú óðast að koma geimför, sem eru í stöðugum hringferðum um hnöttinn. Þau eru svo vei búin tækjum að fróðir menn telja að fátt sé það eða réttara sagt ekkert á jörðinni okkar, sem þau ekki þefi uppi. 14 VIKAN 5 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.